Íbúar hvattir til að spara heita vatnið vegna bilunar í dælu hjá Rangárveitum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. janúar 2022 11:28 Íbúar sem Rangárveitur þjónusta eru hvattir til að spara vatnið. Vísir/Vilhelm Bilun kom upp í dælu í Rangárveitum, sem sér Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra og Ásahreppi fyrir heitu vatni. Vegna þessa er lægri þrýstingur á kerfinu á veitusvæðinu öllu og íbúar hvattir til að spara heita vatnið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. Samkvæmt tilkynningunni hefur afhending á heitu vatni til stórnotenda verið takmarkað en afar mikilvægt er að viðskiptavinir Rangárveitna noti eins lítið heitt vatn og mögulegt er á meðan á viðgerðinni stendur. Segir þar að takist að draga úr notkun geti það komið í veg fyrir að fara þurfi í kerfisbundnar lokanir á veitusvæðinu. Talið er líklegt að bilunin tengist því að útleysing varð í aflvél í Búrfellsirkjun sem olli útleysingu hjá álveri Rio Tinto í Straumsvík. Við það hafi tíðnihögg komið á rafkerfið og dælan stöðvast. Síðan hafi ekki verið hægt að koma henni af stað. Fram kemur í tilkynningu að þegar í stað hafi undirbúningur viðgerða hafist en útvega hafi þurft efni, mannskap og krana til að hífa dæluna upp úr holunni. Það hafi ekki verið hægt í gær vegna veðurs. Varadæla sé á staðnum og verði sett niður í stað þeirrar biluðu. Talið er að verkið gæti tekið um to daga og því gert ráð fyrir að fullur þrýstingur verði kominn á kerfið á miðvikudagsmorgun. Gripið hafi verið til ýmissa ráðstafana til að auka magn heits vatns inn á kerfið svo áhrif bilunarinnar verði sem minnst á heimili á svæðinu. Búið sé að tengja aðra heitavatnsholu í Laugalandi inn á kerfið, haft hafi verið samband við stórnotendur um að minnka notkun eins og hægt er og stýringum kerfisins hafi verið breytt Veitur hvetja fólk til að gæta þess að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en nauðsyn krefur til að spara heita vatnið en um 90% allrar notkunar fari í húshitun. Rangárþing ytra Rangárþing eystra Ásahreppur Orkumál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. Samkvæmt tilkynningunni hefur afhending á heitu vatni til stórnotenda verið takmarkað en afar mikilvægt er að viðskiptavinir Rangárveitna noti eins lítið heitt vatn og mögulegt er á meðan á viðgerðinni stendur. Segir þar að takist að draga úr notkun geti það komið í veg fyrir að fara þurfi í kerfisbundnar lokanir á veitusvæðinu. Talið er líklegt að bilunin tengist því að útleysing varð í aflvél í Búrfellsirkjun sem olli útleysingu hjá álveri Rio Tinto í Straumsvík. Við það hafi tíðnihögg komið á rafkerfið og dælan stöðvast. Síðan hafi ekki verið hægt að koma henni af stað. Fram kemur í tilkynningu að þegar í stað hafi undirbúningur viðgerða hafist en útvega hafi þurft efni, mannskap og krana til að hífa dæluna upp úr holunni. Það hafi ekki verið hægt í gær vegna veðurs. Varadæla sé á staðnum og verði sett niður í stað þeirrar biluðu. Talið er að verkið gæti tekið um to daga og því gert ráð fyrir að fullur þrýstingur verði kominn á kerfið á miðvikudagsmorgun. Gripið hafi verið til ýmissa ráðstafana til að auka magn heits vatns inn á kerfið svo áhrif bilunarinnar verði sem minnst á heimili á svæðinu. Búið sé að tengja aðra heitavatnsholu í Laugalandi inn á kerfið, haft hafi verið samband við stórnotendur um að minnka notkun eins og hægt er og stýringum kerfisins hafi verið breytt Veitur hvetja fólk til að gæta þess að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en nauðsyn krefur til að spara heita vatnið en um 90% allrar notkunar fari í húshitun.
Rangárþing ytra Rangárþing eystra Ásahreppur Orkumál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira