Enski boltinn

Smitum fækkar í ensku úrvalsdeildinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Í fyrsta sinn í tvo mánuði fækkaði smitum í ensku úrvalsdeildinni milli vikna.
Í fyrsta sinn í tvo mánuði fækkaði smitum í ensku úrvalsdeildinni milli vikna. Naomi Baker/Getty Images

Smitum fækkar milli vikna meðal leikmanna og starfsfólks ensku úrvalsdeildarinnar í fyrsta skipti í tvo mánuði.

Alls voru 94 kórónuveirusmit innan deildarinnar vikuna 27. desember til 2. janúar, en þá voru tekin 14.250 sýni.

Vikuna á undan, frá 19. til 26. desember, greindust hins vegar 103 kórónuveirusmit annan deildarinnar, en aldrei hafa fleiri greinst smitaðir á einni viku.

Deildin hefur reynt eftir fremsta megni að halda sínu striki og í sameiningu við forráðamenn félaganna var ákveðið að spila á milli jóla og nýárs, þrátt fyrir háværar mótmælisraddir nokkurra þjálfara. Ekki hefur þó tekist að leika alla þá leiki sem áttu að fara fram, en alls hefur 17 leikjum verið frestað á seinustu vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×