Viðskipti erlent

Fyrsta fyrirtæki sögunnar til að vera metið á þrjár billjónir dollara

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Apple er verðmætasta fyrirtæki sögunnar.
Apple er verðmætasta fyrirtæki sögunnar. Getty/Eric Thayer

Bandaríski tæknirisinn Apple varð í gær fyrsta fyrirtæki sögunnar til að vera metið á þrjár billjónir Bandaríkjadala. Hlutabréfaverð í fyrirtækinu hefur hækkað um heil 5.800 prósent síðan Steve Jobs, einn af stofnendum fyrirtækisins kynnti iPhone símann árið 2007.

Fyrirtækið lækkaði þó örlítið undir lok dags í kauphöllinni í New York og er nú „aðeins“ metið á 2,99 billjónir dollara. 

Apple er eitt af þeim fyrirtækjum sem hafa komið vel út úr faraldri kórónuveirunnar, enda hefur fólk keppst við að sanka að sér allskyns græjum innilokað í faraldrinum. 

Það vekur einnig athygli að það tók Apple aðeins sextán mánuði rúma að hækka úr tveimur billjónum í þrjár billjónir. Apple varð einnig fyrsta fyrirtæki sögunnar til að verða metið á eina billjón dollara en það gerðist árið 2018.

Þess má geta að billjón dollarar eru þúsund milljarðar og gengi dollarsins er nú um 130 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×