Kyrie snýr aftur: „Enginn í NBA hefur það sem Nets hefur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. janúar 2022 19:46 Þríeyki Brooklyn Nets: Kevin Durant, James Harden og nú Kyrie Irving. Jim Davis/Getty Images Hinn óbólusetti Kyrie Irving mun spila sinn fyrsta leik á tímabilinu í NBA-deildinni í körfubolta þegar Brooklyn Nets sækir Indiana Pacers heim í nótt. Kyrie Irving er einn þeirra sem hafa ekki látið bólusetja sig gegn kórónuveirunni. Sökum þess hefur hann orðið af mörgum milljónum Bandaríkjadala þar sem hann hefur ekki enn spilað leik með Brooklyn Nets á tímabilinu. Fjölmörg lið í NBA-deildinni hafa sett þá kröfu að leikmenn séu bólusettir ef þeir ætla sér að spila í höllum þeirra. Nets er eitt þeirra félaga og því hefur Kyrie ekki mátt spila né æfa með Nets. Fyrir nokkru síðan var staðfest að hann gæti æft með Brooklyn þegar liðið ferðast sem og spilað þá útileiki þar sem heimaliðið leyfir óbólusettum leikmönnum að taka þátt. Hann þarf þó alltaf að uppfylla ákveðin skilyrði, skila neikvæðum prófum áður en hann mætir á æfingu eða í leik og þar fram eftir götunum. Eftir að tilkynnt var um endurkomu Kyrie nældi hann sér í veiruna og því hefur endurkoman tafist. Nú er hún loks að verða að veruleika. Fyrrverandi NBA-goðsagnirnar Shaquille O´Neal og Charles Barkley láta gamminn geysa í þætti sínum NBA on TNT. Þeir – ásamt fleirum – eru vægast sagt spenntir fyrir því að sjá Kyrie í Brooklyn-treyjunni. Uncle Drew makes his return to the Nets Big 3 @NBAonTNT pic.twitter.com/xzGwdsFR5m— Bleacher Report (@BleacherReport) January 5, 2022 Með Kyrie Irving, James Harden og hinn óstöðvandi Kevin Durant er fátt ef eitthvað sem getur stöðvað Brooklyn Nets að þeirra mati. Nets er sem stendur í 2. sæti Austurdeildarinnar með 23 sigra og 12 töp eftir 35 leiki. Eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð er ljóst að endurkoma Kyrie gæti ekki komið á betri tíma þar. Nú er bara að bíða og sjá hvort hversu ryðgaður Kyrie er eftir nokkra mánaða pásu. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Kyrie Irving er einn þeirra sem hafa ekki látið bólusetja sig gegn kórónuveirunni. Sökum þess hefur hann orðið af mörgum milljónum Bandaríkjadala þar sem hann hefur ekki enn spilað leik með Brooklyn Nets á tímabilinu. Fjölmörg lið í NBA-deildinni hafa sett þá kröfu að leikmenn séu bólusettir ef þeir ætla sér að spila í höllum þeirra. Nets er eitt þeirra félaga og því hefur Kyrie ekki mátt spila né æfa með Nets. Fyrir nokkru síðan var staðfest að hann gæti æft með Brooklyn þegar liðið ferðast sem og spilað þá útileiki þar sem heimaliðið leyfir óbólusettum leikmönnum að taka þátt. Hann þarf þó alltaf að uppfylla ákveðin skilyrði, skila neikvæðum prófum áður en hann mætir á æfingu eða í leik og þar fram eftir götunum. Eftir að tilkynnt var um endurkomu Kyrie nældi hann sér í veiruna og því hefur endurkoman tafist. Nú er hún loks að verða að veruleika. Fyrrverandi NBA-goðsagnirnar Shaquille O´Neal og Charles Barkley láta gamminn geysa í þætti sínum NBA on TNT. Þeir – ásamt fleirum – eru vægast sagt spenntir fyrir því að sjá Kyrie í Brooklyn-treyjunni. Uncle Drew makes his return to the Nets Big 3 @NBAonTNT pic.twitter.com/xzGwdsFR5m— Bleacher Report (@BleacherReport) January 5, 2022 Með Kyrie Irving, James Harden og hinn óstöðvandi Kevin Durant er fátt ef eitthvað sem getur stöðvað Brooklyn Nets að þeirra mati. Nets er sem stendur í 2. sæti Austurdeildarinnar með 23 sigra og 12 töp eftir 35 leiki. Eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð er ljóst að endurkoma Kyrie gæti ekki komið á betri tíma þar. Nú er bara að bíða og sjá hvort hversu ryðgaður Kyrie er eftir nokkra mánaða pásu. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik