Hefur aldrei látið húðflúra hægri handlegginn þar sem hann er „aðeins til að skora með“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. janúar 2022 23:00 Mikill munur er á handleggjum Malik Monk. Katelyn Mulcahy/Getty Images Það hefur ekki mikið gengið upp hjá Los Angeles Lakers það sem af er leiktíð í NBA-deildinni en Malik Monk hefur hins vegar komið skemmtilega á óvart þar sem ekki var búist við miklu af leikmanni sem Charlotte Hornets leyfði að fara á frjálsri sölu í sumar. Malik Monk verður 24 ára gamall þann 4. febrúar næstkomandi. Charlotte Hornets valdi hann í nýliðavalinu árið 2017 og voru miklar vonir bundnar við leikmanninn sem var sá 11. í valinu það árið. Vera hans í Charlotte var hins vegar enginn dans á rósum og á endanum fékk hann ekki áframhaldandi samning hjá félaginu. Hann var því frjáls ferða sinna í sumar en í viðtali við The Athletic segir Monk að fá félög hafi verið spennt yfir því að fá hann í sínar raðir. "It kind of hit me hard when nobody really wanted me besides the Lakers. So I just put fuel in my tank and just held it in until the time, until I get time to play and prove I can play for a long period of time. That s what I m doing right now." https://t.co/JKvNKmyANi— Bill Oram (@billoram) January 4, 2022 Á endanum samdi hann við Los Angeles Lakers á töluvert lægri samning en hann hefði reiknað með fyrir nokkrum árum. Hann endaði á að skrifa undir svokallaðan eins árs lágmarkssamning við Lakers. „Það var frekar þungt högg þegar enginn vildi fá mig fyrir utan Lakers. Það var virkilega erfitt,“ sagði Monk meðal annars í viðtalinu. Nick Young er átrúnaðargoð Monk, að vissu leyti þar að segja.vísir/getty Það virðist vera kaldhæðni örlaganna að Monk sé mættur til Lakers en ástæða þess að leikmaðurinn hefur ekki enn látið húðflúra hægri handlegg sinn eru ummæli sem fyrrverandi leikmaður Lakers lét hafa eftir sér um árið. Nick Young fer ekki beint í sögubækurnar fyrir frammistöður sínar í treyju Los Angels Lakers. Þrátt fyrir að vera með fjölda húðflúra þá var hægri handleggur Young algjörlega laus við allt blek. Ástæðan var einföld, hægri handleggurinn var eingöngu til að skora með (e. strictly for buckets). Þetta tengdi Monk við og hugsaði með sér „nú er komið að mér.“ Nick Young, in a text to ESPN, on Malik Monk adopting his strictly buckets policy banning tattoos on his shooting arm: I m Mr. Miyagi and he s LaRusso. The power of the no tat on the right arm is like wax on, wax off for buckets — Dave McMenamin (@mcten) January 5, 2022 Þó Monk hafi ekki raðað inn stigum í treyju Hornets og látinn fara frítt í sumar þá hefur hann heldur betur fundi sig í Englaborginni. Hann er stór ástæða þess að Lakers hefur unnið síðustu þrjá leiki og virðist mögulega vera að rétta úr kútnum. Í stórsigrinm á Portland Trail Blazers skoraði Monk 18 stig. Aðeins LeBron James skoraði fleiri stig í liði Lakers. Í naumum sigri á Minnesota Timberwolves skoraði Monk 22 stig. Aðeins LeBron James skoraði fleiri stig í liði Lakers. Í sigrinum á Sacramento Kings skoraði Monk 24 stig. Aðeins LeBron James skoraði fleiri stig í liði Lakers. Big-time buckets from Malik Monk @Lakers and Kings in Q4 on NBA TV! pic.twitter.com/TVvdOBAGEl— NBA (@NBA) January 5, 2022 „Þú verður alltaf að veðja á sjálfan þig,“ sagði Monk að endingu við The Athletic. Hann missti ekki trú á sjálfum sér og er nú að uppskera. Körfubolti NBA Húðflúr Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Sjá meira
Malik Monk verður 24 ára gamall þann 4. febrúar næstkomandi. Charlotte Hornets valdi hann í nýliðavalinu árið 2017 og voru miklar vonir bundnar við leikmanninn sem var sá 11. í valinu það árið. Vera hans í Charlotte var hins vegar enginn dans á rósum og á endanum fékk hann ekki áframhaldandi samning hjá félaginu. Hann var því frjáls ferða sinna í sumar en í viðtali við The Athletic segir Monk að fá félög hafi verið spennt yfir því að fá hann í sínar raðir. "It kind of hit me hard when nobody really wanted me besides the Lakers. So I just put fuel in my tank and just held it in until the time, until I get time to play and prove I can play for a long period of time. That s what I m doing right now." https://t.co/JKvNKmyANi— Bill Oram (@billoram) January 4, 2022 Á endanum samdi hann við Los Angeles Lakers á töluvert lægri samning en hann hefði reiknað með fyrir nokkrum árum. Hann endaði á að skrifa undir svokallaðan eins árs lágmarkssamning við Lakers. „Það var frekar þungt högg þegar enginn vildi fá mig fyrir utan Lakers. Það var virkilega erfitt,“ sagði Monk meðal annars í viðtalinu. Nick Young er átrúnaðargoð Monk, að vissu leyti þar að segja.vísir/getty Það virðist vera kaldhæðni örlaganna að Monk sé mættur til Lakers en ástæða þess að leikmaðurinn hefur ekki enn látið húðflúra hægri handlegg sinn eru ummæli sem fyrrverandi leikmaður Lakers lét hafa eftir sér um árið. Nick Young fer ekki beint í sögubækurnar fyrir frammistöður sínar í treyju Los Angels Lakers. Þrátt fyrir að vera með fjölda húðflúra þá var hægri handleggur Young algjörlega laus við allt blek. Ástæðan var einföld, hægri handleggurinn var eingöngu til að skora með (e. strictly for buckets). Þetta tengdi Monk við og hugsaði með sér „nú er komið að mér.“ Nick Young, in a text to ESPN, on Malik Monk adopting his strictly buckets policy banning tattoos on his shooting arm: I m Mr. Miyagi and he s LaRusso. The power of the no tat on the right arm is like wax on, wax off for buckets — Dave McMenamin (@mcten) January 5, 2022 Þó Monk hafi ekki raðað inn stigum í treyju Hornets og látinn fara frítt í sumar þá hefur hann heldur betur fundi sig í Englaborginni. Hann er stór ástæða þess að Lakers hefur unnið síðustu þrjá leiki og virðist mögulega vera að rétta úr kútnum. Í stórsigrinm á Portland Trail Blazers skoraði Monk 18 stig. Aðeins LeBron James skoraði fleiri stig í liði Lakers. Í naumum sigri á Minnesota Timberwolves skoraði Monk 22 stig. Aðeins LeBron James skoraði fleiri stig í liði Lakers. Í sigrinum á Sacramento Kings skoraði Monk 24 stig. Aðeins LeBron James skoraði fleiri stig í liði Lakers. Big-time buckets from Malik Monk @Lakers and Kings in Q4 on NBA TV! pic.twitter.com/TVvdOBAGEl— NBA (@NBA) January 5, 2022 „Þú verður alltaf að veðja á sjálfan þig,“ sagði Monk að endingu við The Athletic. Hann missti ekki trú á sjálfum sér og er nú að uppskera.
Körfubolti NBA Húðflúr Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Sjá meira