Stefnir í verulegar breytingar á íslenskum leigubílamarkaði Snorri Másson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 5. janúar 2022 22:00 Ívar Freyr Sturluson markaðs- og sölustjóri hjá Parka Lausnum. Vísir Allt stefnir í verulegar breytingar í átt til frjálsræðis á íslenskum leigubílamarkaði ef frumvarp innviðaráðherra nær fram að ganga. Íslenskt fyrirtæki er tilbúið með app með sextíu þúsund notendum. Eftir að eftirlitsstofnun EFTA lýsti yfir vanþóknun á íslensku regluverki um leigubíla hér um árið blása vindar breytinga í greininni. Í frumvarpi sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hyggst leggja fram á komandi þingi, er mælt með því að afnumdar verði takmarkanir á heildarfjölda starfsleyfa fyrir leigubílstjóra á Íslandi. Á þessari stundu mega færri en 700 bílstjórar að starfa. Auk þess verða þeir að starfa við þar til gerða stöð en því á líka að breyta. Þeir ættu því að geta starfað sjálfstætt, ef af verður. Ívar Freyr Sturluson, markaðs- og sölustjóri Parka Lausna, segir að vinna sé komin vel á veg. Búist er við töluverðum breytingum á núgildandi kerfi, nái frumvarpið fram að ganga. „Núna erum við bara að biðla til bílstjóra um að hafa samband og við erum að opna á fyrirtækjahlutann, þannig að fyrirtæki geta bókað í reikning. Svo um leið og við erum komin með fjöldan í bílstjórum þá opnum við á almenna notendur,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Ívar fór ásamt öðrum frumkvöðlum af stað með appið Drivers fyrir nokkrum árum. Forritið féll sannarlega ekki í frjóan jarðveg á meðal fyrirtækja á fleti fyrir. Drivers hefur nú runnið inn í appið Parka, sem um sextíu þúsund manns nota til að greiða stöðumælagjöld. „Við fengum einhverja 150 bílstjóra til að skrá sig í byrjun en svo kom bara höggið frá Hreyfli og hinum stöðvunum þar sem þeir í rauninni voru með dulbúnar hótanir um brottrekstur af stöðinni; gerist bílstjóri sekur - eða „sekur“ - um að sækja sér ferðir annars staðar. Og þá sérstaklega í appinu okkar sem er náttúrulega bara brot á lögum og kom skýrt fram í úrskurði frá Samkeppniseftirliti,“ segir Ívar. Leigubílar Stafræn þróun Samkeppnismál Neytendur Tengdar fréttir Ísland fær spark í rassinn vegna reglna um leigubíla Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur reglur á Íslandi um leigubílaleyfi ekki vera í samræmi við EES-samninginn. Í dag sendi stofnunin íslenskum stjórnvöldum rökstutt álit vegna brota á EES-reglum um staðfesturétt á leigubifreiðamarkaðinum. 10. nóvember 2021 13:00 ESA tekur fyrsta skrefið í samningsbrotamáli gegn Íslandi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tók í dag fyrsta skrefið í meðferð samningsbrotamáls gegn Íslandi þegar formleg áminning var send stjórnvöldum með athugasemdum við lagaumhverfi leigubifreiðaksturs hér á landi. 20. janúar 2021 17:39 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Eftir að eftirlitsstofnun EFTA lýsti yfir vanþóknun á íslensku regluverki um leigubíla hér um árið blása vindar breytinga í greininni. Í frumvarpi sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hyggst leggja fram á komandi þingi, er mælt með því að afnumdar verði takmarkanir á heildarfjölda starfsleyfa fyrir leigubílstjóra á Íslandi. Á þessari stundu mega færri en 700 bílstjórar að starfa. Auk þess verða þeir að starfa við þar til gerða stöð en því á líka að breyta. Þeir ættu því að geta starfað sjálfstætt, ef af verður. Ívar Freyr Sturluson, markaðs- og sölustjóri Parka Lausna, segir að vinna sé komin vel á veg. Búist er við töluverðum breytingum á núgildandi kerfi, nái frumvarpið fram að ganga. „Núna erum við bara að biðla til bílstjóra um að hafa samband og við erum að opna á fyrirtækjahlutann, þannig að fyrirtæki geta bókað í reikning. Svo um leið og við erum komin með fjöldan í bílstjórum þá opnum við á almenna notendur,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Ívar fór ásamt öðrum frumkvöðlum af stað með appið Drivers fyrir nokkrum árum. Forritið féll sannarlega ekki í frjóan jarðveg á meðal fyrirtækja á fleti fyrir. Drivers hefur nú runnið inn í appið Parka, sem um sextíu þúsund manns nota til að greiða stöðumælagjöld. „Við fengum einhverja 150 bílstjóra til að skrá sig í byrjun en svo kom bara höggið frá Hreyfli og hinum stöðvunum þar sem þeir í rauninni voru með dulbúnar hótanir um brottrekstur af stöðinni; gerist bílstjóri sekur - eða „sekur“ - um að sækja sér ferðir annars staðar. Og þá sérstaklega í appinu okkar sem er náttúrulega bara brot á lögum og kom skýrt fram í úrskurði frá Samkeppniseftirliti,“ segir Ívar.
Leigubílar Stafræn þróun Samkeppnismál Neytendur Tengdar fréttir Ísland fær spark í rassinn vegna reglna um leigubíla Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur reglur á Íslandi um leigubílaleyfi ekki vera í samræmi við EES-samninginn. Í dag sendi stofnunin íslenskum stjórnvöldum rökstutt álit vegna brota á EES-reglum um staðfesturétt á leigubifreiðamarkaðinum. 10. nóvember 2021 13:00 ESA tekur fyrsta skrefið í samningsbrotamáli gegn Íslandi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tók í dag fyrsta skrefið í meðferð samningsbrotamáls gegn Íslandi þegar formleg áminning var send stjórnvöldum með athugasemdum við lagaumhverfi leigubifreiðaksturs hér á landi. 20. janúar 2021 17:39 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Ísland fær spark í rassinn vegna reglna um leigubíla Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur reglur á Íslandi um leigubílaleyfi ekki vera í samræmi við EES-samninginn. Í dag sendi stofnunin íslenskum stjórnvöldum rökstutt álit vegna brota á EES-reglum um staðfesturétt á leigubifreiðamarkaðinum. 10. nóvember 2021 13:00
ESA tekur fyrsta skrefið í samningsbrotamáli gegn Íslandi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tók í dag fyrsta skrefið í meðferð samningsbrotamáls gegn Íslandi þegar formleg áminning var send stjórnvöldum með athugasemdum við lagaumhverfi leigubifreiðaksturs hér á landi. 20. janúar 2021 17:39