Tveir karlmenn og kona ákærð fyrir amfetamínframleiðslu í Kjós Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. janúar 2022 10:45 Kolbrún Bendiktsdóttir er varahéraðssaksóknari. Vísir/vilhelm Héraðssaksóknari hefur ákært tvo karlmenn og konu fyrir amfetamínframleiðslu í sumarbústað í Kjós. Mennirnir, Jónas Árni Lúðvíksson og Steingrímur Þór Ólafsson, eru báðir með dóma á bakinu; Jónas hlaut dóm í Papeyjarmálinu svokallaða árið 2009 og Steingrímur var framseldur til Íslands frá Venesúela í tengslum við VSK-málið svokallað. Fólkið var handtekið í janúar 2020. Fram kemur í ákæru að Jónas og Steingrímur hafi verið handteknir við Suðurlandsveg í Reykjavík eftir að lögregla fylgdi þeim úr sumarbústaðnum í Miðdal í Kjósarhreppi en Jónas hafi kastað fíkniefnum út úr bifreiðinni við handtöku. Konan var handtekin í sumarbústaðnum. Vill ýmsa muni gerða upptæka Lögregla lagði hald á rúm 12 grömm af amfetamíni í sumarbústaðnum og rúm 20 grömm í bifreiðinni. Þá er Jónas ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum 254 grömm af amfetamíni sem fundust á heimili hans. Steingrímur er jafnframt ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum fimm lítra af vökva sem innihélt amfetamínbasa, sem þó fundust á heimili annars manns. Konan er einnig ákærð fyrir að hafa haft fjórtán kannabisplöntur í sinni vörslu og að hafa ræktað slíkar plöntur um nokkurt skeið. Þá krefst saksóknari upptöku á ýmsum munum í tengslum við málið, til dæmis öryggisgrímu, mæliglösum, glerskálum, stórum sprautum, þremur IKEA-flöskum og rafmagnseldunarhellu. Reikna má með að saksóknari telji þessa muni hafa verið notaða við amfetamínframleiðsluna. Einnig krefst saksóknari upptöku á Rolex-armbandsúri sem lagt var hald á við rannsókn málsins. Áður komist í kast við lögin Málið vakti talsverða athygli þegar það kom upp í janúar fyrir nú tveimur árum. Sex voru upphaflega úrskurðuð í gæsluvarðhald en í febrúar 2020 voru Jónas og Steingrímur einir eftir í varðhaldi. Jónas Árni Lúðvíksson hefur komist í kast við lögin meðal annars í Papeyjarmálinu svokallaða árið 2009. Hann hlaut fimm ára dóm fyrir að hafa tekið við efnum við komuna til landsins á Djúpavogi. Jónas var árið 2007 ákærður fyrir kókaínsmygl ásamt Rúnari Þór Róbertssyni. Þeir voru báðir sýknaðir í málinu en Rúnar Þór hlaut sömuleiðis dóm í Papeyjarmálinu. Steingrímur hlaut 30 mánaða fangelsisdóm fyrir peningaþvætti árið 2017 í VSK-málinu svokallaða. Hann var handtekinn í Venesúela árið 2010 og framseldur þaðan vegna málsins. 240 milljónir króna sem sviknar voru út úr endurgreiðslukerfi skattsins á tæpu einu ári gufuðu upp. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjósarhreppur Lögreglumál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Tveir eftir í gæsluvarðhaldi Jónas Árni Lúðvíksson og Steingrímur Þór Ólafsson hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 5. mars grunaðir um aðild að framleiðslu á amfetamíni og peningaþvætti. 7. febrúar 2020 15:19 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Fólkið var handtekið í janúar 2020. Fram kemur í ákæru að Jónas og Steingrímur hafi verið handteknir við Suðurlandsveg í Reykjavík eftir að lögregla fylgdi þeim úr sumarbústaðnum í Miðdal í Kjósarhreppi en Jónas hafi kastað fíkniefnum út úr bifreiðinni við handtöku. Konan var handtekin í sumarbústaðnum. Vill ýmsa muni gerða upptæka Lögregla lagði hald á rúm 12 grömm af amfetamíni í sumarbústaðnum og rúm 20 grömm í bifreiðinni. Þá er Jónas ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum 254 grömm af amfetamíni sem fundust á heimili hans. Steingrímur er jafnframt ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum fimm lítra af vökva sem innihélt amfetamínbasa, sem þó fundust á heimili annars manns. Konan er einnig ákærð fyrir að hafa haft fjórtán kannabisplöntur í sinni vörslu og að hafa ræktað slíkar plöntur um nokkurt skeið. Þá krefst saksóknari upptöku á ýmsum munum í tengslum við málið, til dæmis öryggisgrímu, mæliglösum, glerskálum, stórum sprautum, þremur IKEA-flöskum og rafmagnseldunarhellu. Reikna má með að saksóknari telji þessa muni hafa verið notaða við amfetamínframleiðsluna. Einnig krefst saksóknari upptöku á Rolex-armbandsúri sem lagt var hald á við rannsókn málsins. Áður komist í kast við lögin Málið vakti talsverða athygli þegar það kom upp í janúar fyrir nú tveimur árum. Sex voru upphaflega úrskurðuð í gæsluvarðhald en í febrúar 2020 voru Jónas og Steingrímur einir eftir í varðhaldi. Jónas Árni Lúðvíksson hefur komist í kast við lögin meðal annars í Papeyjarmálinu svokallaða árið 2009. Hann hlaut fimm ára dóm fyrir að hafa tekið við efnum við komuna til landsins á Djúpavogi. Jónas var árið 2007 ákærður fyrir kókaínsmygl ásamt Rúnari Þór Róbertssyni. Þeir voru báðir sýknaðir í málinu en Rúnar Þór hlaut sömuleiðis dóm í Papeyjarmálinu. Steingrímur hlaut 30 mánaða fangelsisdóm fyrir peningaþvætti árið 2017 í VSK-málinu svokallaða. Hann var handtekinn í Venesúela árið 2010 og framseldur þaðan vegna málsins. 240 milljónir króna sem sviknar voru út úr endurgreiðslukerfi skattsins á tæpu einu ári gufuðu upp. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjósarhreppur Lögreglumál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Tveir eftir í gæsluvarðhaldi Jónas Árni Lúðvíksson og Steingrímur Þór Ólafsson hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 5. mars grunaðir um aðild að framleiðslu á amfetamíni og peningaþvætti. 7. febrúar 2020 15:19 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Tveir eftir í gæsluvarðhaldi Jónas Árni Lúðvíksson og Steingrímur Þór Ólafsson hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 5. mars grunaðir um aðild að framleiðslu á amfetamíni og peningaþvætti. 7. febrúar 2020 15:19