Chiesa bjargaði stigi fyrir Juventus 6. janúar 2022 21:39 Federico Chiesa skoraði jöfnunarmark Juventus í kvöld. Stefano Guidi/Getty Images Federico Chiesa bjargaði stigi fyrir Juventus er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Napoli í stórleik kvöldsins í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Liðin sátu í þriðja og fimmta sæti deildarinnar og þurftu bæði á sigri að halda í kvöld. Napoli freistar þess að halda í við Milan-liðin tvö á toppnum og Juventus er að eltast við Meistaradeildarsæti. Gestirnir í Napoli komust yfir á 23. mínút með marki frá Dries Mertens og staðan var því 0-1 þegar flautað var til hálfleiks. Federico Chiesa jafnaði metin fyrir heimamenn á 54. mínútu, en það reyndist seinasta mark leiksins. Niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli og liðin sitja því enn í þriðja og fimmta sæti deildarinnar. Napoli situr í því þriðja með 40 stig eftir 20 leiki, sex stigum á eftir Inter sem á einn leik til góða. Juventus situr hins vegar í fimmta sæti með 35 stig, þremur stigum á eftir Atalanta sem situr í fjórða og seinasta Meistaradeildarsætinu og á einnig leik til góða. Ítalski boltinn
Federico Chiesa bjargaði stigi fyrir Juventus er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Napoli í stórleik kvöldsins í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Liðin sátu í þriðja og fimmta sæti deildarinnar og þurftu bæði á sigri að halda í kvöld. Napoli freistar þess að halda í við Milan-liðin tvö á toppnum og Juventus er að eltast við Meistaradeildarsæti. Gestirnir í Napoli komust yfir á 23. mínút með marki frá Dries Mertens og staðan var því 0-1 þegar flautað var til hálfleiks. Federico Chiesa jafnaði metin fyrir heimamenn á 54. mínútu, en það reyndist seinasta mark leiksins. Niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli og liðin sitja því enn í þriðja og fimmta sæti deildarinnar. Napoli situr í því þriðja með 40 stig eftir 20 leiki, sex stigum á eftir Inter sem á einn leik til góða. Juventus situr hins vegar í fimmta sæti með 35 stig, þremur stigum á eftir Atalanta sem situr í fjórða og seinasta Meistaradeildarsætinu og á einnig leik til góða.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti