Bjarki: Mínir leikmenn að eflast með hverjum leiknum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. janúar 2022 21:55 Bjarki Ármann Oddson, þjálfari Þórsara. var eðlilega ánægður með fyrsta sigur liðsins á tímabilinu. Vísir/Bára Bjarki Ármann Oddsson, þjálfari Þórs Akureyri, var virkilega ánægður með fyrsta sigur síns liðs í Subway deildinni á þessu tímabili en liðið hafði tapað öllum 10 leikjum sínum hingað til. Grindvíkingar byrjuðu leikinn betur en Þórsarar voru fljótir að ná þeim og var leikurinn hnífjafn allan tímann og fór svo að Þórsarar höfðu að lokum tveggja stiga sigur eftir dramatískar lokamínútur. Bjarki á afmæli í dag og var spurður hvort þessi sigur hafi ekki verið frábær afmælisgjöf? „Jú að sjálfsögðu, bara frábært að sigra. Ég veit ekki hvort það sé eitthvað betra á afmælisdaginn, hann er nógu góður fyrir.” Þetta er þriðja tímabilið í röð sem Þór sigrar Grindavík á Akureyri en Bjarki segir Grindvíkinga vera nokkuð sveiflukennt lið en hrósaði leikmönnum sínum í hástert. „Grindavíkurliðið er mjög sveiflukennt, þeir töpuðu fyrir Vestra úti og núna fyrir okkur, þessum liðum í botnsætunum en geta svo unnið Þór Þorlákshöfn og Keflavík og öll þessi bestu lið. Þeir eru bara með hörku lið og ég veit ekki hvort það megi skrifa þetta eitthvað á vanmat hjá þeim en það sem mér fannst skipta máli fyrir okkur að við spiliðum vel í 40 mínútur, við höfum átt góða hálfleika, góða þrjá leikhluta en svo hefur dottið botninn algjörlega úr þessu og við tapað kannski með 20 stigum sem má ekki gerast og ég vil bara þakka fyrir framfarir hjá mínum leikmönnum; Kolbeinn Fannar, Dúi Þór og Ragnar stórkostlegir og þeir eru bara að eflast með hverjum leiknum og fá stærri og stærri hlutverk. Óli og Baldur með frábærar mínútur líka í þeirra hlutverkum og að sjálfsögðu munar um að fá svona gott framlag frá útlendingunum eins og í kvöld.” Dúi Þór var með 20 stig í kvöld og Reggie Keely 22 stig og voru þeir báðir að spila frábærlega og Bjarki var virkilega ánægður með frammistöðu þeirra í kvöld. „Þetta eru svona okkar menn sem búa mest til og við þurfum að styðjast mikið við þá og Reggie, sem hefur nú fengið mikla gagnrýni á sig, svaraði því aldeilis í kvöld. Hann er hörkuleikmaður og við búumst við miklu af honum og það er bara frábært að sjá hvernig hann stóð sig hérna í kvöld og Eric að svínhitta í byrjun leiks og Bouna sem var varla búinn að skora körfu fyrir fjórða leikhluta fór aldeilis í gang á mikilvægum tíma og bara frábært.” Mikill vilji var í Þórsliðinu í kvöld sem sést m.a. á því að bæði lið enda með 39 fráköst en Þórsarar hafa verið virkilega slakir í fráköstum hingað til og Bjarki heldur betur látið í sér heyra oft á hliðarlínunni þar sem hann vill fá fleiri fráköst frá sínum leikmönnum. „Þannig vil ég að mín lið spili, spili eins og ég var, svolítið trylltur, skutla sér á eftir og öskrandi og takandi fráköst. Það svíður auðvitað rosalega mikið hvað við höfum verið mikið undir í frákastabarátturinni í vetur og Grindavík með eitt besta frákastaliðið í deildinni og ég lagði gríðarlega áherslu á að við myndum frákasta. Við héldum þeim í þremur sóknarfráköstum í fyrri hálfeik og bara að taka eitt frákast af öðrum út úr leiknum. Frákastið frá Dúa hérna í lokin það bara vinnur fyrir okkur leikinn.” Þór spilar frestaðan leik við Tindastól á heimavelli á mánudaginn sem átti að fara fram á milli jóla og nýárs en covid-smit í herbúðum Tindastóls kom í veg fyrir það. Bjarki vonar að lið sitt komi fullt sjálfstrausts inn í þann leik eftir fyrsta sigurleikinn. „Er ekki sagt að fyrsti sigurinn sé sá erfiðasti? Við erum líka svolítið á eftir í undirbúningi, við erum búnir að missa menn gríðarlega mikið í meiðsli og Reggie að koma svona nýr inn í liðið sem stór hluti af okkar liði en ég hlakka bara til á mánudaginn og við förum í þann leik til að vinna eins og alla aðra”, sagði Bjarki að lokum. Subway-deild karla Þór Akureyri Tengdar fréttir Leik lokið 82-80: Þór Ak. - Grindavík | Fyrsti sigur Þórsara kom í fyrsta leik ársins Þór Ak. vann sinn fyrsta leik á tímabilinu er liðið hafði betur 82-80 gegn Grindavík fyrir norðan í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. 6. janúar 2022 20:41 Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira
Grindvíkingar byrjuðu leikinn betur en Þórsarar voru fljótir að ná þeim og var leikurinn hnífjafn allan tímann og fór svo að Þórsarar höfðu að lokum tveggja stiga sigur eftir dramatískar lokamínútur. Bjarki á afmæli í dag og var spurður hvort þessi sigur hafi ekki verið frábær afmælisgjöf? „Jú að sjálfsögðu, bara frábært að sigra. Ég veit ekki hvort það sé eitthvað betra á afmælisdaginn, hann er nógu góður fyrir.” Þetta er þriðja tímabilið í röð sem Þór sigrar Grindavík á Akureyri en Bjarki segir Grindvíkinga vera nokkuð sveiflukennt lið en hrósaði leikmönnum sínum í hástert. „Grindavíkurliðið er mjög sveiflukennt, þeir töpuðu fyrir Vestra úti og núna fyrir okkur, þessum liðum í botnsætunum en geta svo unnið Þór Þorlákshöfn og Keflavík og öll þessi bestu lið. Þeir eru bara með hörku lið og ég veit ekki hvort það megi skrifa þetta eitthvað á vanmat hjá þeim en það sem mér fannst skipta máli fyrir okkur að við spiliðum vel í 40 mínútur, við höfum átt góða hálfleika, góða þrjá leikhluta en svo hefur dottið botninn algjörlega úr þessu og við tapað kannski með 20 stigum sem má ekki gerast og ég vil bara þakka fyrir framfarir hjá mínum leikmönnum; Kolbeinn Fannar, Dúi Þór og Ragnar stórkostlegir og þeir eru bara að eflast með hverjum leiknum og fá stærri og stærri hlutverk. Óli og Baldur með frábærar mínútur líka í þeirra hlutverkum og að sjálfsögðu munar um að fá svona gott framlag frá útlendingunum eins og í kvöld.” Dúi Þór var með 20 stig í kvöld og Reggie Keely 22 stig og voru þeir báðir að spila frábærlega og Bjarki var virkilega ánægður með frammistöðu þeirra í kvöld. „Þetta eru svona okkar menn sem búa mest til og við þurfum að styðjast mikið við þá og Reggie, sem hefur nú fengið mikla gagnrýni á sig, svaraði því aldeilis í kvöld. Hann er hörkuleikmaður og við búumst við miklu af honum og það er bara frábært að sjá hvernig hann stóð sig hérna í kvöld og Eric að svínhitta í byrjun leiks og Bouna sem var varla búinn að skora körfu fyrir fjórða leikhluta fór aldeilis í gang á mikilvægum tíma og bara frábært.” Mikill vilji var í Þórsliðinu í kvöld sem sést m.a. á því að bæði lið enda með 39 fráköst en Þórsarar hafa verið virkilega slakir í fráköstum hingað til og Bjarki heldur betur látið í sér heyra oft á hliðarlínunni þar sem hann vill fá fleiri fráköst frá sínum leikmönnum. „Þannig vil ég að mín lið spili, spili eins og ég var, svolítið trylltur, skutla sér á eftir og öskrandi og takandi fráköst. Það svíður auðvitað rosalega mikið hvað við höfum verið mikið undir í frákastabarátturinni í vetur og Grindavík með eitt besta frákastaliðið í deildinni og ég lagði gríðarlega áherslu á að við myndum frákasta. Við héldum þeim í þremur sóknarfráköstum í fyrri hálfeik og bara að taka eitt frákast af öðrum út úr leiknum. Frákastið frá Dúa hérna í lokin það bara vinnur fyrir okkur leikinn.” Þór spilar frestaðan leik við Tindastól á heimavelli á mánudaginn sem átti að fara fram á milli jóla og nýárs en covid-smit í herbúðum Tindastóls kom í veg fyrir það. Bjarki vonar að lið sitt komi fullt sjálfstrausts inn í þann leik eftir fyrsta sigurleikinn. „Er ekki sagt að fyrsti sigurinn sé sá erfiðasti? Við erum líka svolítið á eftir í undirbúningi, við erum búnir að missa menn gríðarlega mikið í meiðsli og Reggie að koma svona nýr inn í liðið sem stór hluti af okkar liði en ég hlakka bara til á mánudaginn og við förum í þann leik til að vinna eins og alla aðra”, sagði Bjarki að lokum.
Subway-deild karla Þór Akureyri Tengdar fréttir Leik lokið 82-80: Þór Ak. - Grindavík | Fyrsti sigur Þórsara kom í fyrsta leik ársins Þór Ak. vann sinn fyrsta leik á tímabilinu er liðið hafði betur 82-80 gegn Grindavík fyrir norðan í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. 6. janúar 2022 20:41 Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira
Leik lokið 82-80: Þór Ak. - Grindavík | Fyrsti sigur Þórsara kom í fyrsta leik ársins Þór Ak. vann sinn fyrsta leik á tímabilinu er liðið hafði betur 82-80 gegn Grindavík fyrir norðan í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. 6. janúar 2022 20:41