Fimm létust í átökunum en fólkið var sannfært um að kosningasvindl hafi orsakað tap Trump, líkt og hann sjálfur hefur hamrað á.
Biden sakaði Trump í gær um að spinna lygavef um lögmæti kosninganna. Hann bætti því við að Trump og stuðningsmenn hans héldu hnífi að hálsi lýðræðisins í Bandaríkjunum.
Trump ætlaði sjálfur að halda ræðu í tilefni dagsins og hafði hann boðað blaðamannafund á hóteli sínu í Mar-a-Lago í Flórída þar sem hann dvelur.
Þrýstingur frá Repúblikönum og öðrum stuðningsmönnum hans kom þó í veg fyrir að nokkuð yrði af slíku.
Hann sendi þó frá sér yfirlýsingar í gríð og erg í gær þar sem hann hélt áfram að hamra á því að svindlað hafi verið í kosningunum. Stuðningsmönnum hans hefur aldrei tekist að færa sönnur á neitt slíkt, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.