Breiðablik og KR áttu að mætast klukkan 18:15 í fyrri leik kvöldsins í Subway-deild karla en leiknum hefur verið frestað. Sömu sögu er að segja af stórleik Vals og KR á mánudaginn.
Þá hefur tveimur leikjum í 1. deild karla og einum leik í 1. deild kvenna verið frestað. Um er að ræða leiki Hauka og Selfoss og Hattar og Selfoss í 1. deild karla og KR og Stjörnunnar í 1. deild kvenna.
Ekki hefur verið fundinn nýr leiktími fyrir leikina sem um ræðir en staðan verður tekin í byrjun næstu viku.
Einn leikur er á dagskrá í Subway-deild karla í kvöld. Klukkan 20:15 taka Íslandsmeistarar Þórs Þ. á móti Njarðvík. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.