Fangelsinu var komið á fót í kjölfar árásanna á Tvíburaturnana þann 9. september 2001 og hefur hlotið mikla gagnrýni í gegnum tíðina fyrir harðneskjulega meðferð fanga.
Rúmlega 780 manns hafa afplánað refsingu í fangelsinu en margir fanganna hafa aldrei verið formlega ákærðir. Lengi hafa verið orðrómar um að fangar hafi verið pyntaðir í fangelsinu.
Joe Biden Bandaríkjaforseti lofaði að loka fangelsinu áður en forsetatíð hans rynni sitt skeið á enda. Barack Obama, fyrrum forseti Bandaríkjanna, hafði lofaði því sama árið 2009, en Donald Trump hafði hins vegar ekki í hyggju að láta loka fangelsinu.
Biden mætir andspyrnu frá þjóðþingi Bandaríkjanna, en meðlimir þingsins segja að hvergi sé hægt að flytja þá fanga sem enn eru í fangelsinu. Deutsche Welle greinir frá.
„Sú pattstaða [löggjafans] sem lengi hefur verið uppi gerir það að verkum núgildandi lagaákvæði skerða getu framkvæmdavaldsins til að ákveða hvar, og þá hvenær, lögsækja á fanga í Guantanamo Bay fangelsinu og hvert á að senda þá að því loknu,“ sagði Biden Bandaríkjaforseti í nýlegu ávarpi.