Erlent

Koma á út­göngu­banni í fimm milljóna borg

Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Sýnataka í kínversku stórborginni Anyang í Henan-héraði.
Sýnataka í kínversku stórborginni Anyang í Henan-héraði. Getty

Kínversk yfirvöld hafa nú gripið til útgöngubanns í þriðju borginni í röð á stuttum tíma. Ástæðan er útbreiðsla kórónuveirunnar í landinu og nú síðast voru það íbúar í Anyang í Henan-héraði sem þurftu að sætta sig við slíkar takmarkanir.

Um fimm og hálf milljón manna búa í borginni og þurfa nú um tuttugu milljónir manna í Kína að sæta slíku útgöngubanni. Áður hafði útgöngubanni verið komið á í borginni Xi‘an þar sem búa um þrettán milljónir manna og sömu sögu er að segja um íbúa Yuzhou þar sem búa um 1,1 milljón manna.

Ómíkronafbrigði kórónuveirunnar er nú að komast á flug í Kína í fyrsta sinn og því er gripið til þessara hörðu aðgerða.

Guardian segir frá því að 58 hafi greinst smitaðir af kórónuveirunni í Anyang í gær og hafa því alls 84 smit greinst í borginni síðan á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×