Kallar eftir breytingum á þingi og nýjum kosningalögum Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2022 23:24 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í Atlanta í Georgíu. AP/Patrick Semansky Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í dag að hann væri hlynntur því að fella niður regluna um aukinn meirihluta í öldungadeildinni, svo Demókratar gætu komið nýjum kosningalögum þar í gegn. Hann sagði það nauðsynlegt til að vernda „hjarta og sál“ lýðræðisins í Bandaríkjunum. Í ræðu sem hann hélt í Atlanta í Georgíu sagðist Biden hafa átt hljóðlátar umræður við marga öldungadeildarþingmenn á undanförnum mánuðum. „Ég er þreyttur á því að hafa hljótt,“ sagði Biden. Ég mun ekki gefa eftir. Ég mun ekki hopa.“ Biden var öldungadeildarþingmaður í áratugi og gagnrýndi hann þingdeildina í ræðu sinni. Hann sagði hana hafa versnað til muna og sagði að fyrir ekki svo löngu síðan hefði umræða um kosningarétt fólks ekki fylgt flokkslínum eins og nú. Hlusta má á ræðu Kamölu Harris, varaforseta, og svo ræðu Bidens hér að neðan. Happening now: President Biden delivers remarks on the urgent need to pass legislation to protect the constitutional right to vote and the integrity of our elections. https://t.co/BW0s18hYJp— The White House (@WhiteHouse) January 11, 2022 Hann rifjaði upp að hann hefði sjálfur unnið með mjög umdeildum þingmönnum sem aðhylltust aðskilnaðarstefnu að því að semja ný lög sem forsetar Repúblikanaflokksins skrifuðu svo undir. Nú sé reglan um aukinn meirihluta ítrekað notuð til að stöðva gang frumvarpa og jafnvel koma í veg fyrir umræðu um þau. „Þetta skiptir máli fyrir okkur öll. Markmið fyrrverandi forsetans [Donalds Trump] og bandamanna hans er að útiloka alla þá sem kjósa gegn honum. Það er svo einfalt,“ sagði Biden. Reglan um aukinn meirihluta Reglan segir til um að þörf sé á 60 atkvæðum af hundrað fyrir flest frumvörp en á ensku kallast þessi regla „filibuster“. Hún felur í raun í sér að hvaða þingmaður sem er getur tafið störf þingsins með málþófi, nema minnst 60 þingmenn greiði atkvæði gegn því. Á árum áður þurftu þingmenn að standa í pontu og halda ræður til að stöðva störf þingsins með málþófi en því var breytt á þá leið að þingmenn þyrftu bara að lýsa því yfir að þeir ætluðu að tefja störf þingsins og ekki standa í pontu. Það þarf þó einungis 51 atkvæði til að fella regluna niður. Demókratar felldu regluna niður tímabundið þegar Repúblikanar stóðu í vegi margra sem Barack Obama hafði tilnefnt til fjölmargra opinberra embætta og Repúblikanar felldu niður regluna varðandi tilnefningu hæstaréttardómara í forsetatíð Donalds Trump. Deildin skiptist nú 50-50 milli Demókrata- og Repúblikanaflokksins og ræður atkvæði Kamölu Harris, varaforseta, úrslitum. Óttast aðgerðir Repúblikana Þessi yfirlýsing Bidens er til komin vegna aðgerða Repúblikana í fjölmörgum ríkjum Bandaríkjanna sem snúa að kosningum. Viðleitni þeirra snýr meðal annars að því að gera flokksmeðlimum auðveldara að snúa niðurstöðum kosninga í Bandaríkjunum. Hún byggir á grunni ósanninda Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um að umfangsmikið svindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020 gegn Joe Biden. Þetta á við í minnst nítján ríkjum þar sem Repúblikanar eru í meirihluta á ríkisþingjum. Margar af þessum aðgerðum munu koma niður á fólki sem er heilt yfir talið líklegra til að kjósa Demókrataflokkinn. Þar á meðal eru þeldökkir Bandaríkjamenn í þéttbýlum kjördæmum. Til marks um það má benda á að í fjórum fjölmennustu sýslum Atlanta í Georgíu hefur móttökustöðum fyrir utankjörfundaratkvæði verið fækkað úr 94 árið 2020 í 23 í næstu kosningum. Georgía skipti gífurlegu máli í síðustu kosningum og skyldu einungis tæplega þrettán þúsund atkvæði þá Biden og Trump að. Trump-liðar vörðu gífurlega miklu púðri í að reyna að breyta niðurstöðu kosninganna þar. Sjá einnig: Repúblikanar vilja stjórna hverjir kjósa og hvernig atkvæði eru talin Demókratar hafa reynt að koma frumvarpi um lög um kosningar í gegnum þingið en eftir þrjár atkvæðagreiðslur í öldungadeildinni hefur það ekki gengið. Frumvarpið kallast á ensku „Freedom to vote act“ og myndi gera töluverðar breytingar á fyrirkomulagi kosninga í Bandaríkjunum. Það hefur tekið nokkrum breytingum frá því það var fyrst lagt fram í fulltrúadeildinni í mars. Það var samið í kjölfar árásar stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi forseta, á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar. Fólkið réðst á þingið með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember í fyrra á grundvelli ítrekaðra ósannra yfirlýsinga Trumps og bandamanna hans um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, sagði í dag Demókratar yrðu að koma frumvarpinu í gegnum þingið. Nýjasta útgáfa frumvarpsins hefði töluvert minni áhrif en fyrsta útgáfa þess. Það sem frumvarpið myndi meðal annars gera er að leggja landlægar reglur varðandi framkvæmd kosninga í Bandaríkjunum, takmarka möguleika embættismanna til að teikna kjördæmi upp flokkum sínum í hag og auka gagnsæi varðandi framlög sem snúa að kosningum, svo opinbera þyrfti frá hverjum slík framlög komi. Frumvarpið á einnig að gera kjördag að frídegi í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Kosningafrumvarp Demókrata stöðvað í þriðja sinn Litlar líkur eru þó á því að Demókratar muni gera breytingar á reglunni um aukinn meirihluta þar sem þingmenn flokksins eru ekki sammála um að þau eigi að gera það. Joe Manchin, þingmaður frá Vestur-Virginíu sem þykir íhaldssamari en gengur og gerist í Demókrataflokknum, sagði til að mynda í dag að ekki ætti að gera neinar breytingar án aðkomu Repúblikanaflokksins. Þar á bæ eru allir þingmenn andvígir því að gera umræddar breytingar. Þá bendir AP fréttaveitan á að ef kosningafrumvarpið færi í gegn væri það orðið of seint til að hafa áhrif á þingkosningarnar í nóvember. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Biden segir Trump ógn við lýðræðið Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar í dag að marka það að ár er liðið frá því stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, réðust á þinghúsið. Það gerðu þau með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. 6. janúar 2022 14:14 Íhaldsmaður sökkvir innviðaáætlun Bidens Charles E. Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir að þingmenn muni greiða atkvæði um innviðafrumvarp Joes Biden, forseta. Það er þrátt fyrir að einn af þingmönnum flokksins hafi svo gott sem gert út af við vonir um að frumvarpið verði samþykkt. 20. desember 2021 16:56 Hættir á þingi til að stýra fyrirtæki Trumps Devin Nunes, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Kaliforníu, ætlar að hætta á þingi í lok mánaðarins til að taka að sér stjórn nýs fjölmiðlafyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Fyrirtækið heitir Trump Media & Technology Group og mun Nunes taka við stjórn þess í byrjun næsta árs. 7. desember 2021 15:03 Kosningastarfsmenn kæra vegna falsfrétta í Georgíu og hótana Tveir kosningastarfsmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa höfðað mál gegn hægri-öfgasíðunni Gateway Pundit vegna falsfrétta á vefnum um að þær hafi framið kosningasvik í forsetakosningunum í fyrra. Fréttaflutningur miðilsins hafi leitt til þess að þær hafi verið ofsóttar og áreittar. 2. desember 2021 23:49 Abrams gerir aðra tilraun til að verða næsti ríkisstjóri Georgíu Demókratinn Stacey Abrams hyggst gera aðra tilraun til að verða næsti ríkisstjóri Georgíuríkis í Bandaríkjunum. Í kosningum 2018 beið hún lægri hlut gegn Repúblikananum Brian Kemp, sem vann með 55 þúsund atkvæða mun. 2. desember 2021 08:12 Árangur Repúblikana skekur Demókrataflokkinn Demókratar hafa áhyggjur af því að niðurstöður ríkisstjórakosninga í Virginíu gefi til kynna að þingkosningarnar á næsta ári muni reynast flokknum erfiðar. Ríkisstjóri Virginíu, sem er Demókrati, tókst ekki að halda embættinu og það þrátt fyrir að Joe Biden, forseti, hafi sigrað Donald Trump með tíu prósentustigum í Virginíu í fyrra. 3. nóvember 2021 14:12 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Í ræðu sem hann hélt í Atlanta í Georgíu sagðist Biden hafa átt hljóðlátar umræður við marga öldungadeildarþingmenn á undanförnum mánuðum. „Ég er þreyttur á því að hafa hljótt,“ sagði Biden. Ég mun ekki gefa eftir. Ég mun ekki hopa.“ Biden var öldungadeildarþingmaður í áratugi og gagnrýndi hann þingdeildina í ræðu sinni. Hann sagði hana hafa versnað til muna og sagði að fyrir ekki svo löngu síðan hefði umræða um kosningarétt fólks ekki fylgt flokkslínum eins og nú. Hlusta má á ræðu Kamölu Harris, varaforseta, og svo ræðu Bidens hér að neðan. Happening now: President Biden delivers remarks on the urgent need to pass legislation to protect the constitutional right to vote and the integrity of our elections. https://t.co/BW0s18hYJp— The White House (@WhiteHouse) January 11, 2022 Hann rifjaði upp að hann hefði sjálfur unnið með mjög umdeildum þingmönnum sem aðhylltust aðskilnaðarstefnu að því að semja ný lög sem forsetar Repúblikanaflokksins skrifuðu svo undir. Nú sé reglan um aukinn meirihluta ítrekað notuð til að stöðva gang frumvarpa og jafnvel koma í veg fyrir umræðu um þau. „Þetta skiptir máli fyrir okkur öll. Markmið fyrrverandi forsetans [Donalds Trump] og bandamanna hans er að útiloka alla þá sem kjósa gegn honum. Það er svo einfalt,“ sagði Biden. Reglan um aukinn meirihluta Reglan segir til um að þörf sé á 60 atkvæðum af hundrað fyrir flest frumvörp en á ensku kallast þessi regla „filibuster“. Hún felur í raun í sér að hvaða þingmaður sem er getur tafið störf þingsins með málþófi, nema minnst 60 þingmenn greiði atkvæði gegn því. Á árum áður þurftu þingmenn að standa í pontu og halda ræður til að stöðva störf þingsins með málþófi en því var breytt á þá leið að þingmenn þyrftu bara að lýsa því yfir að þeir ætluðu að tefja störf þingsins og ekki standa í pontu. Það þarf þó einungis 51 atkvæði til að fella regluna niður. Demókratar felldu regluna niður tímabundið þegar Repúblikanar stóðu í vegi margra sem Barack Obama hafði tilnefnt til fjölmargra opinberra embætta og Repúblikanar felldu niður regluna varðandi tilnefningu hæstaréttardómara í forsetatíð Donalds Trump. Deildin skiptist nú 50-50 milli Demókrata- og Repúblikanaflokksins og ræður atkvæði Kamölu Harris, varaforseta, úrslitum. Óttast aðgerðir Repúblikana Þessi yfirlýsing Bidens er til komin vegna aðgerða Repúblikana í fjölmörgum ríkjum Bandaríkjanna sem snúa að kosningum. Viðleitni þeirra snýr meðal annars að því að gera flokksmeðlimum auðveldara að snúa niðurstöðum kosninga í Bandaríkjunum. Hún byggir á grunni ósanninda Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um að umfangsmikið svindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020 gegn Joe Biden. Þetta á við í minnst nítján ríkjum þar sem Repúblikanar eru í meirihluta á ríkisþingjum. Margar af þessum aðgerðum munu koma niður á fólki sem er heilt yfir talið líklegra til að kjósa Demókrataflokkinn. Þar á meðal eru þeldökkir Bandaríkjamenn í þéttbýlum kjördæmum. Til marks um það má benda á að í fjórum fjölmennustu sýslum Atlanta í Georgíu hefur móttökustöðum fyrir utankjörfundaratkvæði verið fækkað úr 94 árið 2020 í 23 í næstu kosningum. Georgía skipti gífurlegu máli í síðustu kosningum og skyldu einungis tæplega þrettán þúsund atkvæði þá Biden og Trump að. Trump-liðar vörðu gífurlega miklu púðri í að reyna að breyta niðurstöðu kosninganna þar. Sjá einnig: Repúblikanar vilja stjórna hverjir kjósa og hvernig atkvæði eru talin Demókratar hafa reynt að koma frumvarpi um lög um kosningar í gegnum þingið en eftir þrjár atkvæðagreiðslur í öldungadeildinni hefur það ekki gengið. Frumvarpið kallast á ensku „Freedom to vote act“ og myndi gera töluverðar breytingar á fyrirkomulagi kosninga í Bandaríkjunum. Það hefur tekið nokkrum breytingum frá því það var fyrst lagt fram í fulltrúadeildinni í mars. Það var samið í kjölfar árásar stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi forseta, á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar. Fólkið réðst á þingið með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember í fyrra á grundvelli ítrekaðra ósannra yfirlýsinga Trumps og bandamanna hans um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, sagði í dag Demókratar yrðu að koma frumvarpinu í gegnum þingið. Nýjasta útgáfa frumvarpsins hefði töluvert minni áhrif en fyrsta útgáfa þess. Það sem frumvarpið myndi meðal annars gera er að leggja landlægar reglur varðandi framkvæmd kosninga í Bandaríkjunum, takmarka möguleika embættismanna til að teikna kjördæmi upp flokkum sínum í hag og auka gagnsæi varðandi framlög sem snúa að kosningum, svo opinbera þyrfti frá hverjum slík framlög komi. Frumvarpið á einnig að gera kjördag að frídegi í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Kosningafrumvarp Demókrata stöðvað í þriðja sinn Litlar líkur eru þó á því að Demókratar muni gera breytingar á reglunni um aukinn meirihluta þar sem þingmenn flokksins eru ekki sammála um að þau eigi að gera það. Joe Manchin, þingmaður frá Vestur-Virginíu sem þykir íhaldssamari en gengur og gerist í Demókrataflokknum, sagði til að mynda í dag að ekki ætti að gera neinar breytingar án aðkomu Repúblikanaflokksins. Þar á bæ eru allir þingmenn andvígir því að gera umræddar breytingar. Þá bendir AP fréttaveitan á að ef kosningafrumvarpið færi í gegn væri það orðið of seint til að hafa áhrif á þingkosningarnar í nóvember.
Reglan um aukinn meirihluta Reglan segir til um að þörf sé á 60 atkvæðum af hundrað fyrir flest frumvörp en á ensku kallast þessi regla „filibuster“. Hún felur í raun í sér að hvaða þingmaður sem er getur tafið störf þingsins með málþófi, nema minnst 60 þingmenn greiði atkvæði gegn því. Á árum áður þurftu þingmenn að standa í pontu og halda ræður til að stöðva störf þingsins með málþófi en því var breytt á þá leið að þingmenn þyrftu bara að lýsa því yfir að þeir ætluðu að tefja störf þingsins og ekki standa í pontu. Það þarf þó einungis 51 atkvæði til að fella regluna niður. Demókratar felldu regluna niður tímabundið þegar Repúblikanar stóðu í vegi margra sem Barack Obama hafði tilnefnt til fjölmargra opinberra embætta og Repúblikanar felldu niður regluna varðandi tilnefningu hæstaréttardómara í forsetatíð Donalds Trump. Deildin skiptist nú 50-50 milli Demókrata- og Repúblikanaflokksins og ræður atkvæði Kamölu Harris, varaforseta, úrslitum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Biden segir Trump ógn við lýðræðið Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar í dag að marka það að ár er liðið frá því stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, réðust á þinghúsið. Það gerðu þau með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. 6. janúar 2022 14:14 Íhaldsmaður sökkvir innviðaáætlun Bidens Charles E. Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir að þingmenn muni greiða atkvæði um innviðafrumvarp Joes Biden, forseta. Það er þrátt fyrir að einn af þingmönnum flokksins hafi svo gott sem gert út af við vonir um að frumvarpið verði samþykkt. 20. desember 2021 16:56 Hættir á þingi til að stýra fyrirtæki Trumps Devin Nunes, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Kaliforníu, ætlar að hætta á þingi í lok mánaðarins til að taka að sér stjórn nýs fjölmiðlafyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Fyrirtækið heitir Trump Media & Technology Group og mun Nunes taka við stjórn þess í byrjun næsta árs. 7. desember 2021 15:03 Kosningastarfsmenn kæra vegna falsfrétta í Georgíu og hótana Tveir kosningastarfsmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa höfðað mál gegn hægri-öfgasíðunni Gateway Pundit vegna falsfrétta á vefnum um að þær hafi framið kosningasvik í forsetakosningunum í fyrra. Fréttaflutningur miðilsins hafi leitt til þess að þær hafi verið ofsóttar og áreittar. 2. desember 2021 23:49 Abrams gerir aðra tilraun til að verða næsti ríkisstjóri Georgíu Demókratinn Stacey Abrams hyggst gera aðra tilraun til að verða næsti ríkisstjóri Georgíuríkis í Bandaríkjunum. Í kosningum 2018 beið hún lægri hlut gegn Repúblikananum Brian Kemp, sem vann með 55 þúsund atkvæða mun. 2. desember 2021 08:12 Árangur Repúblikana skekur Demókrataflokkinn Demókratar hafa áhyggjur af því að niðurstöður ríkisstjórakosninga í Virginíu gefi til kynna að þingkosningarnar á næsta ári muni reynast flokknum erfiðar. Ríkisstjóri Virginíu, sem er Demókrati, tókst ekki að halda embættinu og það þrátt fyrir að Joe Biden, forseti, hafi sigrað Donald Trump með tíu prósentustigum í Virginíu í fyrra. 3. nóvember 2021 14:12 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Biden segir Trump ógn við lýðræðið Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar í dag að marka það að ár er liðið frá því stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, réðust á þinghúsið. Það gerðu þau með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. 6. janúar 2022 14:14
Íhaldsmaður sökkvir innviðaáætlun Bidens Charles E. Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir að þingmenn muni greiða atkvæði um innviðafrumvarp Joes Biden, forseta. Það er þrátt fyrir að einn af þingmönnum flokksins hafi svo gott sem gert út af við vonir um að frumvarpið verði samþykkt. 20. desember 2021 16:56
Hættir á þingi til að stýra fyrirtæki Trumps Devin Nunes, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Kaliforníu, ætlar að hætta á þingi í lok mánaðarins til að taka að sér stjórn nýs fjölmiðlafyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Fyrirtækið heitir Trump Media & Technology Group og mun Nunes taka við stjórn þess í byrjun næsta árs. 7. desember 2021 15:03
Kosningastarfsmenn kæra vegna falsfrétta í Georgíu og hótana Tveir kosningastarfsmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa höfðað mál gegn hægri-öfgasíðunni Gateway Pundit vegna falsfrétta á vefnum um að þær hafi framið kosningasvik í forsetakosningunum í fyrra. Fréttaflutningur miðilsins hafi leitt til þess að þær hafi verið ofsóttar og áreittar. 2. desember 2021 23:49
Abrams gerir aðra tilraun til að verða næsti ríkisstjóri Georgíu Demókratinn Stacey Abrams hyggst gera aðra tilraun til að verða næsti ríkisstjóri Georgíuríkis í Bandaríkjunum. Í kosningum 2018 beið hún lægri hlut gegn Repúblikananum Brian Kemp, sem vann með 55 þúsund atkvæða mun. 2. desember 2021 08:12
Árangur Repúblikana skekur Demókrataflokkinn Demókratar hafa áhyggjur af því að niðurstöður ríkisstjórakosninga í Virginíu gefi til kynna að þingkosningarnar á næsta ári muni reynast flokknum erfiðar. Ríkisstjóri Virginíu, sem er Demókrati, tókst ekki að halda embættinu og það þrátt fyrir að Joe Biden, forseti, hafi sigrað Donald Trump með tíu prósentustigum í Virginíu í fyrra. 3. nóvember 2021 14:12