Ekkert stöðvar Ja Morant og „Memphis-mafíuna“ ekki einu sinni GSW með Klay Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2022 07:30 Ja Morant fagnar körfu í sigri Memphis Grizzlies á móti Golden State Warriors í nótt. AP/Brandon Dill Memphis Grizzlies hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt með því að vinna flottan sigur á liði Golden State Warriors. Memphis-liðið hefur nú unnið tíu síðustu leiki sína. Ja Morant skoraði 29 stig í 116-108 sigri Memphis Grizzlies á Golden State Warriors þar á meðal fimm þeirra á lokamínútu leiksins. Morant var einnig með átta stoðsendingar og fimm fráköst. Ja puts the finishing touches on the @memgrizz 10TH WIN IN A ROW! pic.twitter.com/JaK3WlNn47— NBA (@NBA) January 12, 2022 Ziaire Williams og Tyus Jones voru báðir með sautján stig en Jones hitti úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum og var lykilmaður í fjórða leikhlutanum sem Memphis-liðið vann 29-18. Tvær þriggja stiga körfur í röð frá Tyus Jones komu Memphis yfir í 109-100 þegar 3:33 voru eftir. Tyus Jones is 5-5 from deep Grizzlies up 7 with 3:00 left on NBA TV pic.twitter.com/NSoUh7TpNY— NBA (@NBA) January 12, 2022 Golden State hafði skorað 39 stig í þriðja leikhlutanum og virtist ætla að landa sigrinum en heimamenn héldu Steph, Klay og félögum í átján stigum í fjórða leikhlutanum. Stephen Curry var stigahæstur með 27 stig en Klay Thompson skoraði 14 stig í sínum öðrum leik eftir endurkomu sína eftir 31 mánaða fjarveru vegna meiðsla. Andrew Wiggins og Gary Payton II skoruðu báðir þrettán stig. Curry var með þrennu því hann tók einnig 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Phoenix Suns nýtti sér þetta og er nú eina liðið með besta árangurinn í deildinni eftir 99-95 útisigur á Toronto Raptors. Devin Booker skoraði 16 stig og körfuna sem kom Suns yfir í blálokin en Chris Paul hvar með 15 stig og 12 stoðsendingar. Jae Crowder var stigahæstur hjá Phoenix með 19 stig og Deandre Ayton skoraði 16 stig en þetta er í fyrsta sinn í NBA sögunni sem Suns vinnu 31 af fyrstu 40 leikjum sínum á tímabili. Toronto liðið var á mikilli siglingu og búið að vinna sex leiki í röð fyrir leikinn. OG Anunoby skoraði 25 stig fyrir Toronto, Pascal Siakam var með 22 stig og Fred VanVleet skoraði 21 stig í fyrsta tapi liðsins síðan 28. desember. C L U T C H!Brandon Ingram knocks it down for the @PelicansNBA WIN! pic.twitter.com/C57bQyEUj3— NBA (@NBA) January 12, 2022 Brandon Ingram kórónaði frábæra 33 stiga frammistöðu sína með því að skora þrjár þriggja stiga körfur á síðustu 73 sekúndum leiksins þar af tryggði hann New Orleans Pelicans 128-125 sigur á Minnesota Timberwolves með þristi þegar minna en sekúnda var eftir. Coming off of his 27 point 22 rebound performance, Kyle Kuzma is 5-5 FGM for 11 PTS for the @WashWizards on NBA League Pass!Watch Now: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/KoAAPa4rNY— NBA (@NBA) January 12, 2022 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Memphis Grizzlies - Golden State Warriors 116-108 Washington Wizards - Oklahoma City Thunder 122-118 Toronto Raptors - Phoenix Suns 95-99 New Orleans Pelicans - Minnesota Timberwolves 128-125 Chicago Bulls - Detroit Pistons 133-87 Los Angeles Clippers - Denver Nuggets 87-85 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Toppleikur á Króknum Í beinni: Álftanes - KR | Ögurstund fyrir heimamenn? Í beinni: Stjarnan - Haukar | Toppur og botn en allt getur gerst Í beinni: Njarðvík - Höttur | Geta unnið fjórða í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Sjá meira
Ja Morant skoraði 29 stig í 116-108 sigri Memphis Grizzlies á Golden State Warriors þar á meðal fimm þeirra á lokamínútu leiksins. Morant var einnig með átta stoðsendingar og fimm fráköst. Ja puts the finishing touches on the @memgrizz 10TH WIN IN A ROW! pic.twitter.com/JaK3WlNn47— NBA (@NBA) January 12, 2022 Ziaire Williams og Tyus Jones voru báðir með sautján stig en Jones hitti úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum og var lykilmaður í fjórða leikhlutanum sem Memphis-liðið vann 29-18. Tvær þriggja stiga körfur í röð frá Tyus Jones komu Memphis yfir í 109-100 þegar 3:33 voru eftir. Tyus Jones is 5-5 from deep Grizzlies up 7 with 3:00 left on NBA TV pic.twitter.com/NSoUh7TpNY— NBA (@NBA) January 12, 2022 Golden State hafði skorað 39 stig í þriðja leikhlutanum og virtist ætla að landa sigrinum en heimamenn héldu Steph, Klay og félögum í átján stigum í fjórða leikhlutanum. Stephen Curry var stigahæstur með 27 stig en Klay Thompson skoraði 14 stig í sínum öðrum leik eftir endurkomu sína eftir 31 mánaða fjarveru vegna meiðsla. Andrew Wiggins og Gary Payton II skoruðu báðir þrettán stig. Curry var með þrennu því hann tók einnig 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Phoenix Suns nýtti sér þetta og er nú eina liðið með besta árangurinn í deildinni eftir 99-95 útisigur á Toronto Raptors. Devin Booker skoraði 16 stig og körfuna sem kom Suns yfir í blálokin en Chris Paul hvar með 15 stig og 12 stoðsendingar. Jae Crowder var stigahæstur hjá Phoenix með 19 stig og Deandre Ayton skoraði 16 stig en þetta er í fyrsta sinn í NBA sögunni sem Suns vinnu 31 af fyrstu 40 leikjum sínum á tímabili. Toronto liðið var á mikilli siglingu og búið að vinna sex leiki í röð fyrir leikinn. OG Anunoby skoraði 25 stig fyrir Toronto, Pascal Siakam var með 22 stig og Fred VanVleet skoraði 21 stig í fyrsta tapi liðsins síðan 28. desember. C L U T C H!Brandon Ingram knocks it down for the @PelicansNBA WIN! pic.twitter.com/C57bQyEUj3— NBA (@NBA) January 12, 2022 Brandon Ingram kórónaði frábæra 33 stiga frammistöðu sína með því að skora þrjár þriggja stiga körfur á síðustu 73 sekúndum leiksins þar af tryggði hann New Orleans Pelicans 128-125 sigur á Minnesota Timberwolves með þristi þegar minna en sekúnda var eftir. Coming off of his 27 point 22 rebound performance, Kyle Kuzma is 5-5 FGM for 11 PTS for the @WashWizards on NBA League Pass!Watch Now: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/KoAAPa4rNY— NBA (@NBA) January 12, 2022 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Memphis Grizzlies - Golden State Warriors 116-108 Washington Wizards - Oklahoma City Thunder 122-118 Toronto Raptors - Phoenix Suns 95-99 New Orleans Pelicans - Minnesota Timberwolves 128-125 Chicago Bulls - Detroit Pistons 133-87 Los Angeles Clippers - Denver Nuggets 87-85 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Memphis Grizzlies - Golden State Warriors 116-108 Washington Wizards - Oklahoma City Thunder 122-118 Toronto Raptors - Phoenix Suns 95-99 New Orleans Pelicans - Minnesota Timberwolves 128-125 Chicago Bulls - Detroit Pistons 133-87 Los Angeles Clippers - Denver Nuggets 87-85
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Toppleikur á Króknum Í beinni: Álftanes - KR | Ögurstund fyrir heimamenn? Í beinni: Stjarnan - Haukar | Toppur og botn en allt getur gerst Í beinni: Njarðvík - Höttur | Geta unnið fjórða í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Sjá meira