Sanchez tryggði Inter Ofurbikarinn á síðustu mínútu framlengingar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. janúar 2022 23:00 Sanchez fagnar sigurmarki sínu. Emilio Andreoli/Getty Images Það var heldur betur dramatík er Ítalíumeistarar Inter og Juventus mættust í leiknum um ítalska Ofurbikarinn í knattspyrnu í kvöld. Sigurmarkið kom á lokamínútu framlengingar eftir að staðan var jöfn 1-1 að loknum venjulegum leiktíma. Juventus komst yfir um miðbik fyrri hálfleik þegar Álvaro Morata gaf fyrir á miðjumanninn Weston McKennie sem skoraði með skalla af stuttu færi. Adam var þó ekki lengi í paradís en tíu mínútum síðar fengu Ítalíumeistararnir vítaspyrnu er Mattia De Sciglio braut á Daniele Doveri innan vítateigs. Á punktinn steig argentíski framherjinn Lautaro Martinez og skoraði hann af öruggi. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún í hálfleik. Síðari hálfleikur var markalaus en bæði lið gerðu urmul skiptinga. Þegar stundarfjórðungur var til loka venjulega leiktíma kom Alexis Sanchez inn af bekknum. Talað hefur verið um að Inter sé tilbúið að leyfa honum að fara frítt í janúar en Sanchez minnti heldur betur á sig í kvöld. Staðan var enn jöfn 1-1 eftir 90 mínútur, því þurfti að framlengja. Það stefndi allt í vítaspyrnukeppni en á lokamínútu framlengingarinnar skoraði Sanchez eftir darraðardans í vítateig Juventus. | PARTY TIME Pure Nerazzurri joy after @Alexis_Sanchez's winner! pic.twitter.com/9ukEC8gvTb— Inter (@Inter_en) January 12, 2022 Sanchez fagnaði með því að rífa sig úr búningnum sem og treyjunni sem var þar undir. Hann fékk gult spjald fyrir en gat vart verið meira sama. Staðan orðin 2-1 og var leikurinn flautaður af í kjölfarið. Ítalíumeistarar Inter vinna þar með Ofurbikarinn 2022. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Sjá meira
Juventus komst yfir um miðbik fyrri hálfleik þegar Álvaro Morata gaf fyrir á miðjumanninn Weston McKennie sem skoraði með skalla af stuttu færi. Adam var þó ekki lengi í paradís en tíu mínútum síðar fengu Ítalíumeistararnir vítaspyrnu er Mattia De Sciglio braut á Daniele Doveri innan vítateigs. Á punktinn steig argentíski framherjinn Lautaro Martinez og skoraði hann af öruggi. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún í hálfleik. Síðari hálfleikur var markalaus en bæði lið gerðu urmul skiptinga. Þegar stundarfjórðungur var til loka venjulega leiktíma kom Alexis Sanchez inn af bekknum. Talað hefur verið um að Inter sé tilbúið að leyfa honum að fara frítt í janúar en Sanchez minnti heldur betur á sig í kvöld. Staðan var enn jöfn 1-1 eftir 90 mínútur, því þurfti að framlengja. Það stefndi allt í vítaspyrnukeppni en á lokamínútu framlengingarinnar skoraði Sanchez eftir darraðardans í vítateig Juventus. | PARTY TIME Pure Nerazzurri joy after @Alexis_Sanchez's winner! pic.twitter.com/9ukEC8gvTb— Inter (@Inter_en) January 12, 2022 Sanchez fagnaði með því að rífa sig úr búningnum sem og treyjunni sem var þar undir. Hann fékk gult spjald fyrir en gat vart verið meira sama. Staðan orðin 2-1 og var leikurinn flautaður af í kjölfarið. Ítalíumeistarar Inter vinna þar með Ofurbikarinn 2022.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Sjá meira