Um misopin bréf til skólafólks Ragnar Þór Pétursson skrifar 13. janúar 2022 08:30 Margrét Pétursdóttir skrifar opið bréf til skólastjórnenda í Sunnulækjarskóla á Selfossi þar sem hún biður um umfjöllun um það efni sem tekið er til umfjöllunar í skólum landsins í námi með ungmennum. Hún telur ákvörðun um að nota íslensku sjónvarpsþættina Brot vera mjög misráðna enda sé um að ræða umfjöllunarefni sem geti skaðað viðkvæm börn, þrátt fyrir fyrirheit kennara um að gæta varfærni. Þetta opna bréf birtist fáum dögum eftir að skólafólk hefur móttekið straum bréfa frá reiðu fólki sem telur að hin fyrrnefndu hafi gerst sek um hræðilega glæpi gegn börnum með því að hindra ekki bólusetningar. Það er fullkomlega eðlilegt að almenningur, foreldrar og hagaðilar hafi skoðanir á skólastarfi og námsefni. Það er líka eðlilegt að koma slíkum skoðunum á framfæri og ég tek undir ósk Margrétar um málefnalega umræðu. Að stórum hluta er samfélagið sjálft umfjöllunarefni skólanna. Þeir hafa það að frumtilgangi að undirbúa nemendur fyrir líf í lýðræðislegu samfélagi. Það hefur orðið allnokkuð erfiðara að finna uppbyggilega fleti á þeirri meginkröfu eftir því sem samfélagið hefur orðið aðgreindara og óumburðarlyndara. Í skólum vinna kennarar sem eru mjög áfram um að vanda störf sín jafnvel við mjög krefjandi aðstæður. Þeim ber að fylgja markmiðum aðalnámskrár og ein leið til þess er að hugsa út fyrir kassann og tengja námið við veruleika nemendanna. Kennarar eru fagfólk sem við getum verið stolt af. Í þeim tilfellum sem hér ræðir um er annarsvegar gerð athugasemd við það að notað sé sem kveikja sjónvarpsefni sem í erlendum efnisveitum er flokkað sem bannað börnum og hinsvegar við það að kennarar beiti sér ekki gegn bólusetningum. Fyrst hið fyrra: Þættirnir Brot, sem Sunnulækjarskóli á Selfossi, notar sem kveikju í náminu, voru sýndir á RÚV og við það tækifæri var búin til skapandi verkefnasmiðja sem meðal annars snerist um það að setja sig í spor lögreglu við lausn glæpa. Nemendur gátu horft á þættina í Sjónvarpinu en þar voru þeir kynntir þannig að atriði í þáttunum væru ekki við hæfi ungra barna (sjá hér). Í hinum hefðbundna íslenska skilningi felur það í sér að þættirnir séu bannaðir innan 12 ára. Slíkt efni hlýtur að vera eðlilegt að nýta í kennslu þeirra nemenda sem hér um ræðir (nemendur voru í sjöunda bekk) - það er eðlileg viðleitni skóla til að brúa bilið yfir í menningu samtíma síns. Nú veit ég ekki hvort þættirnir sem Margrét vísar til á Netflix séu aðrir þættir en þeir sem sýndir voru á Íslandi og ég geri ráð fyrir því að við því yrði brugðist ef svo væri. En umfjöllunarefnin sem Margrét talar um væru þau sömu, þar á meðal ofbeldið sem rætt er um. En hvort það er tilefni til opins bréfs í fjölmiðlum að útlönd hafi aðra staðla um áhorfsaldur en Íslendingar og að það sé barnaverndarmál ef kennarar gangi gegn hinum erlendu stöðlum verða aðrir að dæma um en ég. Mér þykir býsna djúpt tekið í árinni. Þvert á móti hefði ég haldið að hér gæfist tilvalið tækifæri til að fjalla um og taka á viðkvæmu máli á faglegan hátt. Erfið mál eru viðfangsefni skólanna. Um andúð á bólusetningum og tilraunir til að draga kennara inn í þá samfélagsdeilu sem ólgar og brennur er það að segja að grunnhugmyndin um lýðræðislegan skóla mun aldrei passa inn í samfélag sem ekki virðir lýðræðið. Fólk á rétt á allskonar skoðunum og eðlilegt er að það hafi vettvang til að tjá þær. Þú mátt trúa því að jörðin sé innan við fimm þúsund ára gömul og að sóttvarnarlæknir sé handbendi lyfjafyrirtækja. En þú hefur ekki rétt á að reisa múra þinna eigin skoðana utan um börnin þín. Þau eiga sjálfstæðan rétt á menntun. Til þeirra sem sinna henni á að gera miklar kröfur og þau sem kenna eiga að gera til sín miklar kröfur. Menntun á Íslandi er ekki fullkomin - enda er ekkert fullkomið sem á rætur sínar í raunveruleikanum. Henni er hinsvegar sinnt af metnaðarfullu fólki sem svo sannarlega reynir að gera sitt besta. Það á betra skilið en svo að sitja reglulega undir tundurskeytum vantrausts frá samfélaginu. Við höfum séð hvað verður um menntakerfin í slíkri menningu. Þau fordæmi eru til að varast. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Pétursson Skóla - og menntamál Grunnskólar Árborg Börn og uppeldi Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Margrét Pétursdóttir skrifar opið bréf til skólastjórnenda í Sunnulækjarskóla á Selfossi þar sem hún biður um umfjöllun um það efni sem tekið er til umfjöllunar í skólum landsins í námi með ungmennum. Hún telur ákvörðun um að nota íslensku sjónvarpsþættina Brot vera mjög misráðna enda sé um að ræða umfjöllunarefni sem geti skaðað viðkvæm börn, þrátt fyrir fyrirheit kennara um að gæta varfærni. Þetta opna bréf birtist fáum dögum eftir að skólafólk hefur móttekið straum bréfa frá reiðu fólki sem telur að hin fyrrnefndu hafi gerst sek um hræðilega glæpi gegn börnum með því að hindra ekki bólusetningar. Það er fullkomlega eðlilegt að almenningur, foreldrar og hagaðilar hafi skoðanir á skólastarfi og námsefni. Það er líka eðlilegt að koma slíkum skoðunum á framfæri og ég tek undir ósk Margrétar um málefnalega umræðu. Að stórum hluta er samfélagið sjálft umfjöllunarefni skólanna. Þeir hafa það að frumtilgangi að undirbúa nemendur fyrir líf í lýðræðislegu samfélagi. Það hefur orðið allnokkuð erfiðara að finna uppbyggilega fleti á þeirri meginkröfu eftir því sem samfélagið hefur orðið aðgreindara og óumburðarlyndara. Í skólum vinna kennarar sem eru mjög áfram um að vanda störf sín jafnvel við mjög krefjandi aðstæður. Þeim ber að fylgja markmiðum aðalnámskrár og ein leið til þess er að hugsa út fyrir kassann og tengja námið við veruleika nemendanna. Kennarar eru fagfólk sem við getum verið stolt af. Í þeim tilfellum sem hér ræðir um er annarsvegar gerð athugasemd við það að notað sé sem kveikja sjónvarpsefni sem í erlendum efnisveitum er flokkað sem bannað börnum og hinsvegar við það að kennarar beiti sér ekki gegn bólusetningum. Fyrst hið fyrra: Þættirnir Brot, sem Sunnulækjarskóli á Selfossi, notar sem kveikju í náminu, voru sýndir á RÚV og við það tækifæri var búin til skapandi verkefnasmiðja sem meðal annars snerist um það að setja sig í spor lögreglu við lausn glæpa. Nemendur gátu horft á þættina í Sjónvarpinu en þar voru þeir kynntir þannig að atriði í þáttunum væru ekki við hæfi ungra barna (sjá hér). Í hinum hefðbundna íslenska skilningi felur það í sér að þættirnir séu bannaðir innan 12 ára. Slíkt efni hlýtur að vera eðlilegt að nýta í kennslu þeirra nemenda sem hér um ræðir (nemendur voru í sjöunda bekk) - það er eðlileg viðleitni skóla til að brúa bilið yfir í menningu samtíma síns. Nú veit ég ekki hvort þættirnir sem Margrét vísar til á Netflix séu aðrir þættir en þeir sem sýndir voru á Íslandi og ég geri ráð fyrir því að við því yrði brugðist ef svo væri. En umfjöllunarefnin sem Margrét talar um væru þau sömu, þar á meðal ofbeldið sem rætt er um. En hvort það er tilefni til opins bréfs í fjölmiðlum að útlönd hafi aðra staðla um áhorfsaldur en Íslendingar og að það sé barnaverndarmál ef kennarar gangi gegn hinum erlendu stöðlum verða aðrir að dæma um en ég. Mér þykir býsna djúpt tekið í árinni. Þvert á móti hefði ég haldið að hér gæfist tilvalið tækifæri til að fjalla um og taka á viðkvæmu máli á faglegan hátt. Erfið mál eru viðfangsefni skólanna. Um andúð á bólusetningum og tilraunir til að draga kennara inn í þá samfélagsdeilu sem ólgar og brennur er það að segja að grunnhugmyndin um lýðræðislegan skóla mun aldrei passa inn í samfélag sem ekki virðir lýðræðið. Fólk á rétt á allskonar skoðunum og eðlilegt er að það hafi vettvang til að tjá þær. Þú mátt trúa því að jörðin sé innan við fimm þúsund ára gömul og að sóttvarnarlæknir sé handbendi lyfjafyrirtækja. En þú hefur ekki rétt á að reisa múra þinna eigin skoðana utan um börnin þín. Þau eiga sjálfstæðan rétt á menntun. Til þeirra sem sinna henni á að gera miklar kröfur og þau sem kenna eiga að gera til sín miklar kröfur. Menntun á Íslandi er ekki fullkomin - enda er ekkert fullkomið sem á rætur sínar í raunveruleikanum. Henni er hinsvegar sinnt af metnaðarfullu fólki sem svo sannarlega reynir að gera sitt besta. Það á betra skilið en svo að sitja reglulega undir tundurskeytum vantrausts frá samfélaginu. Við höfum séð hvað verður um menntakerfin í slíkri menningu. Þau fordæmi eru til að varast. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar