„Algjörlega óviðráðanlegar aðstæður“ Samúel Karl Ólason og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 13. janúar 2022 18:46 Á myndbandinu hér að neðan má sjá aðstæður á Háreksstaðaleið á Jökuldalsheiði í gærkvöldi. Ökumaður stærðarinnar vöruflutningabíls lenti í miklu basli á Háreksstaðaleið seinni partinn í gær í gríðarlegu hvassviðri og hálku. Framkvæmdastjóri Smyril Line þakkar fyrir að ekki hafi farið illa en einn reyndasti bílstjóri fyrirtækisins var undir stýri. Á myndbandinu hér að neðan má sjá aðstæður á Háreksstaðaleið á Jökuldalsheiði í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu náði bílstjóri á kranabíl myndbandinu að neðan og fylgdist með því sem fram fór. Litlu munaði að árekstur yrði en fólksbílar komu úr hinni áttinni á sama tíma og flutningabíllinn rásaði á veginum. Linda B. Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line, segist hafa fengið myndbandið sent úr mörgum áttum í gær og um leið hafi verið farið í að gera greiningu á málinu. Flutningabíllinn hafi verið á negldum dekkjum og allt eins og það átti að vera. Vagninn hafi auk þess verið á keðjum. Veðuraðstæður hafi verið kannaðar fyrir brottför en svo hafi vindhviðurnar á leiðinni orðið svakalegar. „Það kemur svakaleg vindhviða ofan í mikla hálku og hann ræður ekkert við neitt. Það var enginn séns að rétta vagninn við,“ segir Linda. Um algjörlega óviðráðanlegar aðstæður hafi verið að ræða en sem betur fer hafi einn reyndasti bílstjóri landsins verið við stýri. Flutningabíllinn sé verulega stór og taki á sig mikinn vind. Hún þakkar fyrir að ekki hafi orðið nein slys á fólki. Smyril Line leggi mikið upp úr að skoða aðstæður fyrir flutninga og raunar sé legið yfir veðurspá á akstursdeildinni. „Við bíðum af okkur alls kyns veður,“ segir Linda. Þessar hviður hafi ekki gert boð á undan sér. Samgönguslys Múlaþing Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Á myndbandinu hér að neðan má sjá aðstæður á Háreksstaðaleið á Jökuldalsheiði í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu náði bílstjóri á kranabíl myndbandinu að neðan og fylgdist með því sem fram fór. Litlu munaði að árekstur yrði en fólksbílar komu úr hinni áttinni á sama tíma og flutningabíllinn rásaði á veginum. Linda B. Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line, segist hafa fengið myndbandið sent úr mörgum áttum í gær og um leið hafi verið farið í að gera greiningu á málinu. Flutningabíllinn hafi verið á negldum dekkjum og allt eins og það átti að vera. Vagninn hafi auk þess verið á keðjum. Veðuraðstæður hafi verið kannaðar fyrir brottför en svo hafi vindhviðurnar á leiðinni orðið svakalegar. „Það kemur svakaleg vindhviða ofan í mikla hálku og hann ræður ekkert við neitt. Það var enginn séns að rétta vagninn við,“ segir Linda. Um algjörlega óviðráðanlegar aðstæður hafi verið að ræða en sem betur fer hafi einn reyndasti bílstjóri landsins verið við stýri. Flutningabíllinn sé verulega stór og taki á sig mikinn vind. Hún þakkar fyrir að ekki hafi orðið nein slys á fólki. Smyril Line leggi mikið upp úr að skoða aðstæður fyrir flutninga og raunar sé legið yfir veðurspá á akstursdeildinni. „Við bíðum af okkur alls kyns veður,“ segir Linda. Þessar hviður hafi ekki gert boð á undan sér.
Samgönguslys Múlaþing Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira