Fyrri hugmyndir um Janssen löngu úreltar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. janúar 2022 08:52 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í svari til heilbrigðisráðuneytisins að í delta-bylgjunni hafi fólk með einn skammt af Janssen verið þrisvar sinnum líklegra til að smitast en þeir sem voru með tvo skammta af öðru bóluefni. vísir/vilhelm Allar hugmyndir um góða virkni eins skammts af bóluefni Janssen gegn kórónuveirunni úreltust um leið og ný afbrigði veirunnar, delta og ómíkron, tóku yfir. Gegn þeim virkar Janssen alveg eins og hin bóluefnin; einn skammtur af Janssen verndar mun minna en tveir skammtar af öðrum efnum og því ákvað heilbrigðisráðuneytið að líta það sömu augum og hin bóluefnin þegar það breytti reglum um sóttkví þríbólusettra. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn umboðsmanns Alþingis sem óskaði í vikunni eftir upplýsingum frá ráðuneytinu um það hvers vegna breytingar á reglum um sóttkví næðu ekki til þeirra sem hefðu aðeins fengið einn örvunarskammt í kjölfar bólusetningar með bóluefni Janssen. Með breytingunum er einstaklingum sem eru þríbólusettir minnst fjórtán dögum áður en þeir eru útsettir fyrir smiti meðal annars heimilt að sækja vinnu, skóla og matvöruverslanir á meðan þeir eru í sóttkví. Margir þeir sem höfðu þegið einn örvunarskammt eftir að hafa hlotið grunnbólusetningu með Janssen undruðust að reglurnar næðu ekki til þeirra nema þeir hefðu einnig fengið þriðju sprautu. Þrefalt líklegri til að smitast Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn umboðsmanns Alþingis segir að við gerð nýju reglnanna hafi verið ákveðið að fylgja nýjustu læknisfræðilegu þekkingu á Covid-19 og þeim bóluefnum sem notuð hafa verið gegn sjúkdómnum. Þannig sé tekið mið af því „hversu vel ætla megi að einstaklingar séu varðir gegn COVID-19 í reynd en ekki endilega hvort markaðsleyfi bóluefnisins miði grunnbólusetningu við einn eða tvo skammta,“ eins og segir í svarinu. Við gerð þess ráðfærði heilbrigðisráðuneytið sig við sóttvarnalækni sem bendir meðal annars á að í ljós hafi komið, síðasta sumar þegar delta-afbrigðið tók yfir hér á landi, að smittíðni þeirra sem höfðu fengið einn skammt af Janssen væri þreföld miðað við smittíðni þeirra sem höfðu fengið tvo skammta af öðrum bóluefnum. Allar rannsóknir nú bendi þá til þess að einn skammtur af Janssen veiti sambærilega vernd og einn skammtur af öðrum bóluefnum og að grunnbólusetning með Janssen og einn örvunarskammtur með öðru bóluefni verndi eins vel og tveir skammtar af öðrum efnum. Því ætti að líta á það sem grunnbólusetningu við gerð sóttvarnareglna í framtíðinni þrátt fyrir að markaðsleyfi Janssen geri ráð fyrir að einn skammtur veiti grunnbólusetningu. Sóttvarnalæknir bendir á að einn skammtur af Janssen hafi virkað eins vel og til var ætlast gegn upprunalega afbrigði veirunnar en um leið og meira smitandi afbrigði hafi skotið upp kollinum hafi þetta misræmi komið fram. Því virðist sem svo að allar fyrri hugmyndir um Janssen séu fyrir bí í augum heilbrigðisyfirvalda og ef þeir sem fengu upprunalega Janssen vilja sleppa við ströngustu sóttkvíarreglur verða þeir að fá sér þriðja skammtinn af bóluefni. Þeir geta átt von á að fá boð í hann frá janúarlokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn umboðsmanns Alþingis sem óskaði í vikunni eftir upplýsingum frá ráðuneytinu um það hvers vegna breytingar á reglum um sóttkví næðu ekki til þeirra sem hefðu aðeins fengið einn örvunarskammt í kjölfar bólusetningar með bóluefni Janssen. Með breytingunum er einstaklingum sem eru þríbólusettir minnst fjórtán dögum áður en þeir eru útsettir fyrir smiti meðal annars heimilt að sækja vinnu, skóla og matvöruverslanir á meðan þeir eru í sóttkví. Margir þeir sem höfðu þegið einn örvunarskammt eftir að hafa hlotið grunnbólusetningu með Janssen undruðust að reglurnar næðu ekki til þeirra nema þeir hefðu einnig fengið þriðju sprautu. Þrefalt líklegri til að smitast Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn umboðsmanns Alþingis segir að við gerð nýju reglnanna hafi verið ákveðið að fylgja nýjustu læknisfræðilegu þekkingu á Covid-19 og þeim bóluefnum sem notuð hafa verið gegn sjúkdómnum. Þannig sé tekið mið af því „hversu vel ætla megi að einstaklingar séu varðir gegn COVID-19 í reynd en ekki endilega hvort markaðsleyfi bóluefnisins miði grunnbólusetningu við einn eða tvo skammta,“ eins og segir í svarinu. Við gerð þess ráðfærði heilbrigðisráðuneytið sig við sóttvarnalækni sem bendir meðal annars á að í ljós hafi komið, síðasta sumar þegar delta-afbrigðið tók yfir hér á landi, að smittíðni þeirra sem höfðu fengið einn skammt af Janssen væri þreföld miðað við smittíðni þeirra sem höfðu fengið tvo skammta af öðrum bóluefnum. Allar rannsóknir nú bendi þá til þess að einn skammtur af Janssen veiti sambærilega vernd og einn skammtur af öðrum bóluefnum og að grunnbólusetning með Janssen og einn örvunarskammtur með öðru bóluefni verndi eins vel og tveir skammtar af öðrum efnum. Því ætti að líta á það sem grunnbólusetningu við gerð sóttvarnareglna í framtíðinni þrátt fyrir að markaðsleyfi Janssen geri ráð fyrir að einn skammtur veiti grunnbólusetningu. Sóttvarnalæknir bendir á að einn skammtur af Janssen hafi virkað eins vel og til var ætlast gegn upprunalega afbrigði veirunnar en um leið og meira smitandi afbrigði hafi skotið upp kollinum hafi þetta misræmi komið fram. Því virðist sem svo að allar fyrri hugmyndir um Janssen séu fyrir bí í augum heilbrigðisyfirvalda og ef þeir sem fengu upprunalega Janssen vilja sleppa við ströngustu sóttkvíarreglur verða þeir að fá sér þriðja skammtinn af bóluefni. Þeir geta átt von á að fá boð í hann frá janúarlokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira