Stríðsmennirnir tömdu Nautin og Morant mátti sín lítils gegn Dončić Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. janúar 2022 10:01 Leikmenn Chicago Bulls eyddu nóttinni í eltingaleik við Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors. Stacy Revere/Getty Images Alls fóru níu leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þar ber helst að nefna stórsigur Golden State Warriors á Chicago Bulls sem og stórsigur Dallas Mavericks á Memphis Grizzlies. Eftir að hafa tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum var komið að skuldadögum hjá stríðsmönnunum í Golden State. Þeir tóku topplið Austurdeildarinnar og völtuðu hreinlega yfir það í nótt. Leikurinn var aldrei spennandi og var svo gott sem búinn í hálfleik, staðan þá 78-47 Golden State í vil. Fór það svo að GSW vann leikinn með 42 stiga mun, lokatölur 138-96. Það hefur munað um minna hjá Chicago að Zach LaVine fór meiddur af velli snemma leiks. Liðið því án Alex Caruso og LaVine í nótt og reyndist það of stór biti. Stigahæstur Nautanna var Coby White með 20 stig en Nikola Vučević kom þar á eftir með 19 stig og 14 fráköst. The rookie was cooking tonight @JonathanKuming6 leads the game in scoring with 25 PTS on 10-of-12 shooting to lift the @warriors to the huge win! pic.twitter.com/GrmiFr22Ab— NBA (@NBA) January 15, 2022 Hjá Golden State var nýliðinn Jonathan Kuminga stigahæstur með 25 stig en þar á eftir komu Jordan Poole með 22, Andrew Wiggns með 21 og Stephen Curry með 19 stig. Skógarbirnirnir frá Memphis hafa verið á góðu róli undanfarin og eiga það hinum stórkostlega Ja Morant að þakka. Hann átti hins vegar ekki roð í Slóvenann Luka Dončić í nótt er Memphis tapaði með 27 stiga mun fyrir Dallas, lokatölur 85-112. Luka gets fancy for his 40th career triple-double @dallasmavs x #PhantomCam pic.twitter.com/FW3IQnR5E5— NBA (@NBA) January 15, 2022 Ólíkt hinum stórleik næturinnar var þessi jafn og spennandi framan af. Memphis leiddi í hálfleik, 55-50. Í síðari hálfleik hrundi hins vegar leikur þeirra og liðið skoraði aðeins 30 stig á meðan sóknarleikur Dallas blómstraði. Dončić endaði leikinn með tvöfalda þrennu, hann skoraði 27 stig, tók 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Var þetta 40. þrenna Dončić á ferlinum. Ja Morant endaði með 19 stig, fimm fráköst og átta stoðsendingar. @luka7doncic drops 27 PTS, 12 REB and 10 AST for his 40th career triple-double in the @dallasmavs W! pic.twitter.com/dUzDuVXpLd— NBA (@NBA) January 15, 2022 Devin Booker skoraði 35 stig er Sólirnar frá Phoenix unnu Indiana Pacers sannfærandi, 112-94. Tyler Herro skoraði 24 stig og Jimmy Butler bætti við 23 ásamt 10 stoðsendingum er Miami Heat vann sex stiga sigur á Atlanta Hawks, 124-118. Trae Young með 24 stig í liði Hawks. Þá skoraði Joel Embiid 25 stig og tók 13 fráköst í góðum sigri Philadelphia 76ers á Boston Celtics. Jaylen Brown stigahæstur hjá Celtics með 21 stig á meðan Jayson Tatum skoraði 20 stig og tók 11 fráköst. Önnur úrslit Charlotte Hornets 109-116 Orlando Magic Detroit Pistons 103-87 Toronto Raptors San Antonio Spurs 109-114 Cleveland Cavaliers Sacramento Kings 126-114 Houston Rockets NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Eftir að hafa tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum var komið að skuldadögum hjá stríðsmönnunum í Golden State. Þeir tóku topplið Austurdeildarinnar og völtuðu hreinlega yfir það í nótt. Leikurinn var aldrei spennandi og var svo gott sem búinn í hálfleik, staðan þá 78-47 Golden State í vil. Fór það svo að GSW vann leikinn með 42 stiga mun, lokatölur 138-96. Það hefur munað um minna hjá Chicago að Zach LaVine fór meiddur af velli snemma leiks. Liðið því án Alex Caruso og LaVine í nótt og reyndist það of stór biti. Stigahæstur Nautanna var Coby White með 20 stig en Nikola Vučević kom þar á eftir með 19 stig og 14 fráköst. The rookie was cooking tonight @JonathanKuming6 leads the game in scoring with 25 PTS on 10-of-12 shooting to lift the @warriors to the huge win! pic.twitter.com/GrmiFr22Ab— NBA (@NBA) January 15, 2022 Hjá Golden State var nýliðinn Jonathan Kuminga stigahæstur með 25 stig en þar á eftir komu Jordan Poole með 22, Andrew Wiggns með 21 og Stephen Curry með 19 stig. Skógarbirnirnir frá Memphis hafa verið á góðu róli undanfarin og eiga það hinum stórkostlega Ja Morant að þakka. Hann átti hins vegar ekki roð í Slóvenann Luka Dončić í nótt er Memphis tapaði með 27 stiga mun fyrir Dallas, lokatölur 85-112. Luka gets fancy for his 40th career triple-double @dallasmavs x #PhantomCam pic.twitter.com/FW3IQnR5E5— NBA (@NBA) January 15, 2022 Ólíkt hinum stórleik næturinnar var þessi jafn og spennandi framan af. Memphis leiddi í hálfleik, 55-50. Í síðari hálfleik hrundi hins vegar leikur þeirra og liðið skoraði aðeins 30 stig á meðan sóknarleikur Dallas blómstraði. Dončić endaði leikinn með tvöfalda þrennu, hann skoraði 27 stig, tók 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Var þetta 40. þrenna Dončić á ferlinum. Ja Morant endaði með 19 stig, fimm fráköst og átta stoðsendingar. @luka7doncic drops 27 PTS, 12 REB and 10 AST for his 40th career triple-double in the @dallasmavs W! pic.twitter.com/dUzDuVXpLd— NBA (@NBA) January 15, 2022 Devin Booker skoraði 35 stig er Sólirnar frá Phoenix unnu Indiana Pacers sannfærandi, 112-94. Tyler Herro skoraði 24 stig og Jimmy Butler bætti við 23 ásamt 10 stoðsendingum er Miami Heat vann sex stiga sigur á Atlanta Hawks, 124-118. Trae Young með 24 stig í liði Hawks. Þá skoraði Joel Embiid 25 stig og tók 13 fráköst í góðum sigri Philadelphia 76ers á Boston Celtics. Jaylen Brown stigahæstur hjá Celtics með 21 stig á meðan Jayson Tatum skoraði 20 stig og tók 11 fráköst. Önnur úrslit Charlotte Hornets 109-116 Orlando Magic Detroit Pistons 103-87 Toronto Raptors San Antonio Spurs 109-114 Cleveland Cavaliers Sacramento Kings 126-114 Houston Rockets NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira