Höggbylgja frá Tonga mældist í Bolungarvík Smári Jökull Jónsson skrifar 16. janúar 2022 16:54 Myndin er tekin úr Himawari-8, gervihnetti á vegum japanskra veðuryfirvalda. Vísir/AP Eldgosið í neðansjávareldfjallinu Hunga Ha‘apai hefur kæft eyjaklasann í ösku. Fréttir frá eyjunum eru takmarkaðar en ekki hafa borist fregnir af dauðsföllum. Eldgosið hófst snemma í gærmorgun og olli flóðbylgju á Tonga eyjunum. Bylgjan var rúmlega metri á hæð og voru gefnar út viðvaranir bæði í Tonga og í Nýja-Sjálandi. Forsætisráðherra Nýja Sjálands, Jacinda Ardern, segir flóðbylgjuna hafa valdið skemmdum víða, skolað bátum á haf út sem lágu við bryggju og eyðilagt verslanir við ströndina en þetta kemur fram í frétt BBC um málið. This family were in church. They d just finish having choir practice and the tsunami hit pic.twitter.com/DLLFRJ9BAc— KNOWKNEE (@JohnnyTeisi) January 15, 2022 Vegna öskufallsins hafa íbúar verið hvattir til þess að neyta vatns úr flöskum og bera grímur sér til verndar en fín askan mengaði vatnsból á svæðinu. Eins og áður segir eru litlar fréttir um áhrif eldgossins og öskufallsins á Tonga en net- og símasamband hefur verið takmarkað síðan nokkrum klukkustundum áður en eldgosið hófst. Jacinda Ardern segir enn fremur að unnið sé að því að koma á rafmagni á nýjan leik og segir farsímanetið smám saman vera að komast í gagnið aftur. Höggbylgja frá gosinu mældist á Íslandi Í kjölfar eldgossins mældist gríðarleg höggbylgja sem varð vart um allan heim og meðal annars hér á Íslandi. Daníel Freyr Jónsson jarðfræðingur birti færslu á Twitter þar sem kom fram að bylgjunnar hefði fyrst orðið vart í Bolungarvík auk þess sem bylgjan mældist á fleiri stöðum hér á landi. And here is Iceland this afternoon. It first hit Bolungarvík (far north-west). pic.twitter.com/ZENZy1EmcU— Daníel Freyr (@danielfj91) January 15, 2022 Þá hafa fjölmörg myndbönd birst á samfélagsmiðlum sem sýna mögnuð myndbönd úr gervihnöttum þar sem umfang sprenginga í eldfjallinu sjást. The violent eruption a few hours ago of the Hunga Tonga-Hunga Ha apai volcano captured by satellites GOES-West and Himawari-8. pic.twitter.com/PzV5v9apF6— Wonder of Science (@wonderofscience) January 15, 2022 Tonga Nýja-Sjáland Eldgos og jarðhræringar Bolungarvík Tengdar fréttir Flóðbylgja skall á Tonga Flóðbylgja skall á höfuðborg eyríkisins Tonga í Kyrrahafi í morgun. Bylgjan var ekki nema rúmur metri á hæð og ekki er talið að neinn hafi látist í flóðbylgjunni. 15. janúar 2022 09:54 Bandaríkin og Japan vara við flóðbylgju Yfirvöld í Bandaríkjunum og Japan hafa varað fólk við því að vera í nálægð við strendur Kyrrahafsins vegna hættu á að flóðbylgja skelli á þær. Flóðbylgja skall á höfuðborg eyríkisins Tonga í morgun vegna neðarsjávareldgoss sem hófst fyrr í morgun. 15. janúar 2022 22:37 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Eldgosið hófst snemma í gærmorgun og olli flóðbylgju á Tonga eyjunum. Bylgjan var rúmlega metri á hæð og voru gefnar út viðvaranir bæði í Tonga og í Nýja-Sjálandi. Forsætisráðherra Nýja Sjálands, Jacinda Ardern, segir flóðbylgjuna hafa valdið skemmdum víða, skolað bátum á haf út sem lágu við bryggju og eyðilagt verslanir við ströndina en þetta kemur fram í frétt BBC um málið. This family were in church. They d just finish having choir practice and the tsunami hit pic.twitter.com/DLLFRJ9BAc— KNOWKNEE (@JohnnyTeisi) January 15, 2022 Vegna öskufallsins hafa íbúar verið hvattir til þess að neyta vatns úr flöskum og bera grímur sér til verndar en fín askan mengaði vatnsból á svæðinu. Eins og áður segir eru litlar fréttir um áhrif eldgossins og öskufallsins á Tonga en net- og símasamband hefur verið takmarkað síðan nokkrum klukkustundum áður en eldgosið hófst. Jacinda Ardern segir enn fremur að unnið sé að því að koma á rafmagni á nýjan leik og segir farsímanetið smám saman vera að komast í gagnið aftur. Höggbylgja frá gosinu mældist á Íslandi Í kjölfar eldgossins mældist gríðarleg höggbylgja sem varð vart um allan heim og meðal annars hér á Íslandi. Daníel Freyr Jónsson jarðfræðingur birti færslu á Twitter þar sem kom fram að bylgjunnar hefði fyrst orðið vart í Bolungarvík auk þess sem bylgjan mældist á fleiri stöðum hér á landi. And here is Iceland this afternoon. It first hit Bolungarvík (far north-west). pic.twitter.com/ZENZy1EmcU— Daníel Freyr (@danielfj91) January 15, 2022 Þá hafa fjölmörg myndbönd birst á samfélagsmiðlum sem sýna mögnuð myndbönd úr gervihnöttum þar sem umfang sprenginga í eldfjallinu sjást. The violent eruption a few hours ago of the Hunga Tonga-Hunga Ha apai volcano captured by satellites GOES-West and Himawari-8. pic.twitter.com/PzV5v9apF6— Wonder of Science (@wonderofscience) January 15, 2022
Tonga Nýja-Sjáland Eldgos og jarðhræringar Bolungarvík Tengdar fréttir Flóðbylgja skall á Tonga Flóðbylgja skall á höfuðborg eyríkisins Tonga í Kyrrahafi í morgun. Bylgjan var ekki nema rúmur metri á hæð og ekki er talið að neinn hafi látist í flóðbylgjunni. 15. janúar 2022 09:54 Bandaríkin og Japan vara við flóðbylgju Yfirvöld í Bandaríkjunum og Japan hafa varað fólk við því að vera í nálægð við strendur Kyrrahafsins vegna hættu á að flóðbylgja skelli á þær. Flóðbylgja skall á höfuðborg eyríkisins Tonga í morgun vegna neðarsjávareldgoss sem hófst fyrr í morgun. 15. janúar 2022 22:37 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Flóðbylgja skall á Tonga Flóðbylgja skall á höfuðborg eyríkisins Tonga í Kyrrahafi í morgun. Bylgjan var ekki nema rúmur metri á hæð og ekki er talið að neinn hafi látist í flóðbylgjunni. 15. janúar 2022 09:54
Bandaríkin og Japan vara við flóðbylgju Yfirvöld í Bandaríkjunum og Japan hafa varað fólk við því að vera í nálægð við strendur Kyrrahafsins vegna hættu á að flóðbylgja skelli á þær. Flóðbylgja skall á höfuðborg eyríkisins Tonga í morgun vegna neðarsjávareldgoss sem hófst fyrr í morgun. 15. janúar 2022 22:37