Erlent

Tíma­­móta­breytingar fram undan hjá BBC

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Margir velta fyrir sér hvort þetta sé upphafið að endalokum ríkisrekins fjölmiðils í Bretlandi.
Margir velta fyrir sér hvort þetta sé upphafið að endalokum ríkisrekins fjölmiðils í Bretlandi. Getty/Vuk Valcic

Fjár­fram­laga­kerfi til breska ríkis­út­varpsins tekur miklum breytingum á allra næstu árum að sögn Nadine Dorries, menningar­mála­ráð­herra Bret­lands, sem kynnti fram­tíðar­á­ætlanir ríkis­stjórnarinnar í dag. Af­nota­gjöld breska ríkis­út­varpsins verða felld niður eftir fimm ár.

Gjöldin munu standa í stað næstu tvö árin en hækka nokkuð næstu næstu þrjú ár á eftir, til ársins 2027 þegar þau verða svo lögð niður endan­lega. Þau eru 159 pund á ári í dag eða um 28 þúsund ís­lenskar krónur miðað við gengið í dag.

Dorries sagði í dag að þetta væri síðasta til­kynning ríkis­stjórnarinnar um fram­tíð af­nota­gjaldanna. Margir hafa nú á­hyggjur af fram­tíð BBC, fjár­hags­legri fram­tíð miðilsins og rit­stjórnar­sjálf­stæði undir í­halds­stjórn.

„Núna er komið að því að ræða og takast á um nýjar leiðir til fjár­mögnunar, stuðnings og sölu á frá­bæru bresku efni,“ sagði Dorries.

Sam­kvæmt frétt The Guar­dian er von á enn meiri niður­skurði í starf­semi BBC á næstunni og mun hún lík­lega vera gerð á sviði ljós­vakans, í sjón­varps- og út­varps­gerð miðilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×