Hafa áhyggjur af drykkjarvatni á Tonga vegna öskufalls Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2022 08:36 Hér á myndinni má sjá öskuskýið sem stígur upp frá eldfjallinu. Rauði bletturinn á myndinni er Ástralía. AP/NICT Miklar áhyggjur eru uppi um að vatn á eyjaklasanum Tonga verði ódrykkjarhæft vegna öskufalls frá neðansjávareldgosi sem hófst í eldfjallinu Hunga Tonga Hunga Ha'apai á laugardag. Eldgosið hófst á laugardag með svo miklum krafti að það orsakaði flóðbylgju á eyjunum og fannst höggbylgja vegna eldgossins allt til Ástralíu og Bandaríkjanna. Mikið öskufall hefur fylgt eldgosinu, sem lagst hefur yfir eyjur Tonga, en yfirvöld þar hafa nú áhyggjur af því að askan muni menga drykkjarvatn eyjanna, sem eru mjög einangraðar úti í miðju Kyrrahafi. Ástralir og Nýsjálendingar sendu fyrst í morgun flugvélar til að leggja mat á tjónið á eyjunum. Vegna öskuskýssins þótti ekki óhætt að senda vélar á staðinn fyrr en nú. Samkvæmt áströlskum fréttum er eyðileggingin talsverð en svo virðist sem alþjóðaflugvöllurinn á Tonga sé í það minnsta í fínu standi. Zed Seselja, Kyrrahafsmálaráðherra Ástralíu, sagði í útvarpsviðtali í morgun að eyðileggingin væri ekki bundin við eyjarnar sjálfar heldur hafi einnig orðið einhverjar skemmdir á mannvirkjum í Ástralíu, þar sem öldur höfðu gengið á land á laugardag og sunnudag vegna höggbylgjunnar sem fylgdi upphafi eldgossins. Þá greindi hann frá því að einnar breskrar konu sé saknað af Tonga en svo virðist vera sem ekkert mannfall hafi orðið utan þess. Eftirlitsflugvélarnar munu fljúga yfir ytri eyjarnar, sem eru bæði rafmagns-, net- og símasambandslausar og engin leið er til að hafa samskipti við íbúa eyjanna. Á hinum stærstu eyjum er þó enn eitthvert símasamband. Flugvél á vegum ástralska flughersins lagði af stað í morgun til Tonga til að meta ástandið á eyjunum.AP/LACW Emma Schwenke Yfirvöld á Tonga hafa þá óskað eftir því við erlendi ríki að sýna biðlund vegna kórónuveirufaraldursins en þessa stundina er eyríkið alveg laust við Covid-19 smit. Stjórnvöld á eyjunum þurfi að leggja mat á hvar þurfi mesta hjálp og hvaða vistir mest þörf sé á. „Við viljum ekki fá yfir okkur aðra bylgju - flóðbylgju af Covid-19,“ sagði Curtis Tu'ihalangingie, yfirmaður samskipta Tonga við Ástralíu, í samtali við Reuters. Þá sagði hann yfirvöld og diplómata Tonga hafa áhyggjur af söfnunum sem settar hefðu verið af stað af einkaaðilum fyrir Tonga og óskaði eftir því að fólk biði þess að opinber söfnun færi af stað. Þá þurfi hver sá búnaður, matvæli og annað sem sendur væri til eyjanna að fara í sóttkví og ólíklegt sé að erlendir aðilar fái að fara frá borði flugvéla sem kæmu til eyjanna. Tonga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ástralir og Nýsjálendingar senda vélar til Tonga til að kanna tjónið Flugvélar hafa verið sendar af stað frá Ástralíu og Nýja Sjálandi til að leggja mat á tjónið á Tonga eyjaklasanum eftir neðansjávareldgosið öfluga sem orsakaði flóðbylgju á eyjunum. 17. janúar 2022 06:45 Tonga-eyjar orðnar eins og tunglið Á Tonga-eyjaklasanum er umhorfs eins og á Tunglinu eftir gríðarlegt öskufall eftir neðanjarðareldgosið sem braust út í gær að sögn íbúa eyjanna. Þykkt öskulag hylur stóran hluta eyjanna alveg og hafa íbúar þeirra verið án rafmagns og símasambands síðan í gær. 16. janúar 2022 19:23 Höggbylgja frá Tonga mældist í Bolungarvík Eldgosið í neðansjávareldfjallinu Hunga Ha‘apai hefur kæft eyjaklasann í ösku. Fréttir frá eyjunum eru takmarkaðar en ekki hafa borist fregnir af dauðsföllum. 16. janúar 2022 16:54 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira
Eldgosið hófst á laugardag með svo miklum krafti að það orsakaði flóðbylgju á eyjunum og fannst höggbylgja vegna eldgossins allt til Ástralíu og Bandaríkjanna. Mikið öskufall hefur fylgt eldgosinu, sem lagst hefur yfir eyjur Tonga, en yfirvöld þar hafa nú áhyggjur af því að askan muni menga drykkjarvatn eyjanna, sem eru mjög einangraðar úti í miðju Kyrrahafi. Ástralir og Nýsjálendingar sendu fyrst í morgun flugvélar til að leggja mat á tjónið á eyjunum. Vegna öskuskýssins þótti ekki óhætt að senda vélar á staðinn fyrr en nú. Samkvæmt áströlskum fréttum er eyðileggingin talsverð en svo virðist sem alþjóðaflugvöllurinn á Tonga sé í það minnsta í fínu standi. Zed Seselja, Kyrrahafsmálaráðherra Ástralíu, sagði í útvarpsviðtali í morgun að eyðileggingin væri ekki bundin við eyjarnar sjálfar heldur hafi einnig orðið einhverjar skemmdir á mannvirkjum í Ástralíu, þar sem öldur höfðu gengið á land á laugardag og sunnudag vegna höggbylgjunnar sem fylgdi upphafi eldgossins. Þá greindi hann frá því að einnar breskrar konu sé saknað af Tonga en svo virðist vera sem ekkert mannfall hafi orðið utan þess. Eftirlitsflugvélarnar munu fljúga yfir ytri eyjarnar, sem eru bæði rafmagns-, net- og símasambandslausar og engin leið er til að hafa samskipti við íbúa eyjanna. Á hinum stærstu eyjum er þó enn eitthvert símasamband. Flugvél á vegum ástralska flughersins lagði af stað í morgun til Tonga til að meta ástandið á eyjunum.AP/LACW Emma Schwenke Yfirvöld á Tonga hafa þá óskað eftir því við erlendi ríki að sýna biðlund vegna kórónuveirufaraldursins en þessa stundina er eyríkið alveg laust við Covid-19 smit. Stjórnvöld á eyjunum þurfi að leggja mat á hvar þurfi mesta hjálp og hvaða vistir mest þörf sé á. „Við viljum ekki fá yfir okkur aðra bylgju - flóðbylgju af Covid-19,“ sagði Curtis Tu'ihalangingie, yfirmaður samskipta Tonga við Ástralíu, í samtali við Reuters. Þá sagði hann yfirvöld og diplómata Tonga hafa áhyggjur af söfnunum sem settar hefðu verið af stað af einkaaðilum fyrir Tonga og óskaði eftir því að fólk biði þess að opinber söfnun færi af stað. Þá þurfi hver sá búnaður, matvæli og annað sem sendur væri til eyjanna að fara í sóttkví og ólíklegt sé að erlendir aðilar fái að fara frá borði flugvéla sem kæmu til eyjanna.
Tonga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ástralir og Nýsjálendingar senda vélar til Tonga til að kanna tjónið Flugvélar hafa verið sendar af stað frá Ástralíu og Nýja Sjálandi til að leggja mat á tjónið á Tonga eyjaklasanum eftir neðansjávareldgosið öfluga sem orsakaði flóðbylgju á eyjunum. 17. janúar 2022 06:45 Tonga-eyjar orðnar eins og tunglið Á Tonga-eyjaklasanum er umhorfs eins og á Tunglinu eftir gríðarlegt öskufall eftir neðanjarðareldgosið sem braust út í gær að sögn íbúa eyjanna. Þykkt öskulag hylur stóran hluta eyjanna alveg og hafa íbúar þeirra verið án rafmagns og símasambands síðan í gær. 16. janúar 2022 19:23 Höggbylgja frá Tonga mældist í Bolungarvík Eldgosið í neðansjávareldfjallinu Hunga Ha‘apai hefur kæft eyjaklasann í ösku. Fréttir frá eyjunum eru takmarkaðar en ekki hafa borist fregnir af dauðsföllum. 16. janúar 2022 16:54 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira
Ástralir og Nýsjálendingar senda vélar til Tonga til að kanna tjónið Flugvélar hafa verið sendar af stað frá Ástralíu og Nýja Sjálandi til að leggja mat á tjónið á Tonga eyjaklasanum eftir neðansjávareldgosið öfluga sem orsakaði flóðbylgju á eyjunum. 17. janúar 2022 06:45
Tonga-eyjar orðnar eins og tunglið Á Tonga-eyjaklasanum er umhorfs eins og á Tunglinu eftir gríðarlegt öskufall eftir neðanjarðareldgosið sem braust út í gær að sögn íbúa eyjanna. Þykkt öskulag hylur stóran hluta eyjanna alveg og hafa íbúar þeirra verið án rafmagns og símasambands síðan í gær. 16. janúar 2022 19:23
Höggbylgja frá Tonga mældist í Bolungarvík Eldgosið í neðansjávareldfjallinu Hunga Ha‘apai hefur kæft eyjaklasann í ösku. Fréttir frá eyjunum eru takmarkaðar en ekki hafa borist fregnir af dauðsföllum. 16. janúar 2022 16:54