Áfram í varðhaldi eftir að hafa gengið í gildru lögreglu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. janúar 2022 11:08 Lögregla lagði gildru fyrir parið. Vísir/Vilhelm Kona sem er annar helmingur pars sem gekk í gildu lögreglu eftir að hafa verið grunað um stórfellt fíkniefnabrot mun sitja áfram í gæsluvarðhaldi fram í næsta mánuð. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis, eftir að konan kærði úrskurð héraðsdóms til Landsréttar. Parið hefur verið ákært fyrir að hafa flutt inn fjögur kíló af kókaíni hingað til lands með flutningaskipinu Mistral, í eigu Smyril Line, í október á síðasta ári. Fíkniefnin fundust vandlega falin í gólfi bifreiðar við tollskoðun hér á landi. Lögregla greip til þess ráðs að skipta út kókaíninu fyrir gerviefni. Tveimur dögum eftir tollskoðun bílsins sótti parið bílinn á tollsvæði Smyril Line í Þorlákshöfn og óku bílnum að heimili sínu í Reykjavík, en parið er búsett hér á landi. Lögreglan fylgdist grannt með parinu en maðurinn sótti gerviefnin sem falin voru í bílnum degi eftir komu þeirra til Reykjavíkur. Maðurinn var umsvifalaust handtekinn af lögreglu og konan var handtekin á heimili sínu skömmu síðar. Neita bæði sök Í úrskurði Landsréttar kemur fram að í skýrslutökum vegna málsins sagðist konan kannast við meintan innflutning á efnunum, maðurinn neitaði hins vegar að tjá sig um hin meintu brot. Við þingfestingu málsins neituðu þau bæði sök. Í greinargerð lögreglu segir að konan liggi undir sterkum grun um stórfelld fíkniefnalagabrot sem þyki mjög alvarleg og geti varðað allt að tólf ára fangelsi. Landsréttur staðfesti sem fyrr segir úrskurð héraðsdóms og þarf konan að sæta gæsluvarðhaldi til 8. febrúar næstkomandi. Dómsmál Lögreglumál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Stórfellt fíkniefnasmygl með Smyril Line: Fjórum kílóum af kókaíni skipt út fyrir gerviefni Karl og kona á þrítugs- og fertugsaldri hafa verið ákærð fyrir að hafa flutt inn fjögur kíló af kókaíni hingað til lands með flutningaskipinu Mistral, í eigu Smyril Line, í október á síðasta ári. Fíkniefnin fundust vandlega falin í gólfi bifreiðar við tollskoðun hér á landi. 8. janúar 2022 09:04 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis, eftir að konan kærði úrskurð héraðsdóms til Landsréttar. Parið hefur verið ákært fyrir að hafa flutt inn fjögur kíló af kókaíni hingað til lands með flutningaskipinu Mistral, í eigu Smyril Line, í október á síðasta ári. Fíkniefnin fundust vandlega falin í gólfi bifreiðar við tollskoðun hér á landi. Lögregla greip til þess ráðs að skipta út kókaíninu fyrir gerviefni. Tveimur dögum eftir tollskoðun bílsins sótti parið bílinn á tollsvæði Smyril Line í Þorlákshöfn og óku bílnum að heimili sínu í Reykjavík, en parið er búsett hér á landi. Lögreglan fylgdist grannt með parinu en maðurinn sótti gerviefnin sem falin voru í bílnum degi eftir komu þeirra til Reykjavíkur. Maðurinn var umsvifalaust handtekinn af lögreglu og konan var handtekin á heimili sínu skömmu síðar. Neita bæði sök Í úrskurði Landsréttar kemur fram að í skýrslutökum vegna málsins sagðist konan kannast við meintan innflutning á efnunum, maðurinn neitaði hins vegar að tjá sig um hin meintu brot. Við þingfestingu málsins neituðu þau bæði sök. Í greinargerð lögreglu segir að konan liggi undir sterkum grun um stórfelld fíkniefnalagabrot sem þyki mjög alvarleg og geti varðað allt að tólf ára fangelsi. Landsréttur staðfesti sem fyrr segir úrskurð héraðsdóms og þarf konan að sæta gæsluvarðhaldi til 8. febrúar næstkomandi.
Dómsmál Lögreglumál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Stórfellt fíkniefnasmygl með Smyril Line: Fjórum kílóum af kókaíni skipt út fyrir gerviefni Karl og kona á þrítugs- og fertugsaldri hafa verið ákærð fyrir að hafa flutt inn fjögur kíló af kókaíni hingað til lands með flutningaskipinu Mistral, í eigu Smyril Line, í október á síðasta ári. Fíkniefnin fundust vandlega falin í gólfi bifreiðar við tollskoðun hér á landi. 8. janúar 2022 09:04 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Stórfellt fíkniefnasmygl með Smyril Line: Fjórum kílóum af kókaíni skipt út fyrir gerviefni Karl og kona á þrítugs- og fertugsaldri hafa verið ákærð fyrir að hafa flutt inn fjögur kíló af kókaíni hingað til lands með flutningaskipinu Mistral, í eigu Smyril Line, í október á síðasta ári. Fíkniefnin fundust vandlega falin í gólfi bifreiðar við tollskoðun hér á landi. 8. janúar 2022 09:04