Menning

„Einhvers konar op milli hugans og raunveruleikans“

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Listamaðurinn Baldvin Einarsson vinnur með op sem minna á bréfalúgur. 
Listamaðurinn Baldvin Einarsson vinnur með op sem minna á bréfalúgur.  Vilhelm Gunnarsson/Vísir

„Húsið er oft myndlíking fyrir manneskjuna eða hugann og hvað verður þá bréfalúgan í tengslum við það?

Einhvers konar op milli hugans og veruleikans - eða eitthvað svoleiðis,“ 

segir listamaðurinn Baldvin Einarsson. Baldvin stendur fyrir sýningunni Op í D sal Listasafns Reykjavíkur en safnið býður listamönnum sem hafa mótandi áhrif á íslenska myndlistarsenu að halda sína fyrstu einkasýningu í opinberu safni hjá þeim.

Sýningin samanstendur af 24 verkum sem umlykja áhorfandann og minna á bréfalúgur. Fyrir ofan lúgurnar eru svo ólíkar fullyrðingar og gefst sýningargestum tækifæri til að rölta um rýmið og máta sig við hinar ýmsu valkosti. Baldvin er að þessu sinni viðmælandi í þáttunum KÚNST en þáttinn má sjá í heild sinni hér:

Klippa: KÚNST - Baldvin Einarsson

Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×