Hrútarnir sannfærandi og mæta Tom Brady og meisturunum næst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2022 11:00 Útherjinn Odell Beckham Jr. og leikstjórnandinn Matthew Stafford eru að ná vel saman hjá Los Angeles Rams. AP/Mark J. Terrill Los Angeles Rams liðið varð í nótt áttunda og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum deildanna í úrslitakeppni NFL en þau fara síðan fram um næstu helgi. Rams vann þá sannfærandi 34-11 sigur á Arizona Cardinals á heimavelli sínum SoFi Stadium sem mun líka hýsa Super Bowl leikinn í næsta mánuði. Rams-liðið er vel mannað lið og til alls líklegt í ár. Leikstjórnandi þess, Matthew Stafford, hefur verið lengi í deildinni en fagnaði sínum fyrsta sigri í úrslitakeppni í þessum leik. Hann var í þrettán ár hjá Detriot Lions án þess að vinna leik á stóra sviðinu. Stafford átti tvær snertimarkssendingar í leiknum og skoraði síðan eitt snertimark sjálfur. Liðið komst í 28-0 í upphafi þriðja leikhlutans og leikurinn í nótt var því ekki mjög spennandi. Útherjarnir frábæru, Odell Beckham Jr. og Cooper Kupp, skoruðu báðir snertimark og þá er hlauparinn Cam Akers, sem sleit hásin í júlí, aftur kominn á fullt og var hann öflugur í leiknum í nótt. Vörnin er líka gríðarlega sterk og skoraði eitt snertimark eftir að hafa komist inn í sendingu leikstjórnanda Arizona Cardinals, Kyler Murray. Það voru alltof margir ójafnir leikir í fyrstu umferð úrslitakeppninnar um helgina en það eru líkur á því að það breytist um næstu helgi. NFL-deildin hefur nú raða upp leikjunum en þeir verða allir sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Undanúrslit deildanna hefjast í Tennessee á laugardaginn en tveir leikir eru á laugardag og tveir á sunnudag. Sigurvegararnir komast í úrslitaleik deildanna viku seinna. Green Bay Packers og Tennessee Titans voru efstu lið deildanna og sátu hjá í fyrstu umferðinni. Nú koma þau bæði inn. Með sigrinum í nótt tryggði Los Angeles Rams liðið sér leik á móti Tom Brady og félögum í Tampa Bay Buccaneers. Sá leikur er fyrri leikurinn á sunnudaginn en liðin eru í Þjóðardeildinni. Hinn leikurinn í Þjóðardeildinni er leikur Green Bay Packers á móti San Francisco 49ers, sem er seinni leikurinn á laugardaginn. Í Ameríkudeildinni spila Tennessee Titans og Cincinnati Bengals á laugardaginn og það lið sem hefur betur mætir sigurvegaranum úr leik Kansas City Chiefs og Buffalo Bills sem er lokaleikur helgarinnar. Undanúrslit deildanna í úrslitakeppni NFL 2022: Laugardagur 22. janúar Klukkan 21.30 á S2 Sport 2: Tennessee Titans - Cincinnati Bengals (Ameríkudeild) Klukkan 01:15 á S2 Sport 2: Green Bay Packers - San Francisco 49ers (Þjóðardeild) Sunnudagur 23. janúar Klukkan 20:00 á S2 Sport 2: Tampa Bay Buccaneers - Los Angeles Rams (Þjóðardeild) Klukkan 23:30 á S2 Sport 2: Kansas City Chiefs - Buffalo Bills (Ameríkudeild) NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Fleiri fréttir Warholm setti fyrsta heimsmetið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Hollywood-liðið komið upp í B-deild Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Elvar stigahæstur í öruggum sigri Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið 105 ár liðin frá „fyrsta“ Ólympíugulli Íslands Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Sjá meira
Rams vann þá sannfærandi 34-11 sigur á Arizona Cardinals á heimavelli sínum SoFi Stadium sem mun líka hýsa Super Bowl leikinn í næsta mánuði. Rams-liðið er vel mannað lið og til alls líklegt í ár. Leikstjórnandi þess, Matthew Stafford, hefur verið lengi í deildinni en fagnaði sínum fyrsta sigri í úrslitakeppni í þessum leik. Hann var í þrettán ár hjá Detriot Lions án þess að vinna leik á stóra sviðinu. Stafford átti tvær snertimarkssendingar í leiknum og skoraði síðan eitt snertimark sjálfur. Liðið komst í 28-0 í upphafi þriðja leikhlutans og leikurinn í nótt var því ekki mjög spennandi. Útherjarnir frábæru, Odell Beckham Jr. og Cooper Kupp, skoruðu báðir snertimark og þá er hlauparinn Cam Akers, sem sleit hásin í júlí, aftur kominn á fullt og var hann öflugur í leiknum í nótt. Vörnin er líka gríðarlega sterk og skoraði eitt snertimark eftir að hafa komist inn í sendingu leikstjórnanda Arizona Cardinals, Kyler Murray. Það voru alltof margir ójafnir leikir í fyrstu umferð úrslitakeppninnar um helgina en það eru líkur á því að það breytist um næstu helgi. NFL-deildin hefur nú raða upp leikjunum en þeir verða allir sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Undanúrslit deildanna hefjast í Tennessee á laugardaginn en tveir leikir eru á laugardag og tveir á sunnudag. Sigurvegararnir komast í úrslitaleik deildanna viku seinna. Green Bay Packers og Tennessee Titans voru efstu lið deildanna og sátu hjá í fyrstu umferðinni. Nú koma þau bæði inn. Með sigrinum í nótt tryggði Los Angeles Rams liðið sér leik á móti Tom Brady og félögum í Tampa Bay Buccaneers. Sá leikur er fyrri leikurinn á sunnudaginn en liðin eru í Þjóðardeildinni. Hinn leikurinn í Þjóðardeildinni er leikur Green Bay Packers á móti San Francisco 49ers, sem er seinni leikurinn á laugardaginn. Í Ameríkudeildinni spila Tennessee Titans og Cincinnati Bengals á laugardaginn og það lið sem hefur betur mætir sigurvegaranum úr leik Kansas City Chiefs og Buffalo Bills sem er lokaleikur helgarinnar. Undanúrslit deildanna í úrslitakeppni NFL 2022: Laugardagur 22. janúar Klukkan 21.30 á S2 Sport 2: Tennessee Titans - Cincinnati Bengals (Ameríkudeild) Klukkan 01:15 á S2 Sport 2: Green Bay Packers - San Francisco 49ers (Þjóðardeild) Sunnudagur 23. janúar Klukkan 20:00 á S2 Sport 2: Tampa Bay Buccaneers - Los Angeles Rams (Þjóðardeild) Klukkan 23:30 á S2 Sport 2: Kansas City Chiefs - Buffalo Bills (Ameríkudeild) NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
Undanúrslit deildanna í úrslitakeppni NFL 2022: Laugardagur 22. janúar Klukkan 21.30 á S2 Sport 2: Tennessee Titans - Cincinnati Bengals (Ameríkudeild) Klukkan 01:15 á S2 Sport 2: Green Bay Packers - San Francisco 49ers (Þjóðardeild) Sunnudagur 23. janúar Klukkan 20:00 á S2 Sport 2: Tampa Bay Buccaneers - Los Angeles Rams (Þjóðardeild) Klukkan 23:30 á S2 Sport 2: Kansas City Chiefs - Buffalo Bills (Ameríkudeild)
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Fleiri fréttir Warholm setti fyrsta heimsmetið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Hollywood-liðið komið upp í B-deild Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Elvar stigahæstur í öruggum sigri Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið 105 ár liðin frá „fyrsta“ Ólympíugulli Íslands Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti