Ríkistjórnin samþykkti í dag frumvarp fjármálaráðherra um stuðning við veitingastaði sem þurfa að skerða opnunartíma sinn frá desember síðast liðnum fram í mars á þessu ári vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda.
Í fyrri aðgerðum var miðað við að tekjufallið væri að minnsta kosti 40 prósent. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir mælti fyrir málinu á ríkisstjórnarfundi í morgun í fjarveru Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.
Í nýjum aðgerðum geta fyrirtæki í veitingarekstri fengið allt að 500 þúsund krónur á hvert stöðugildi ef tekjufallið er á blinu 20 til 60 prósent og allt að sex hundruð þúsund krónur á stöðugildi ef tekjufallið er yfir sextíu prósentum. Hvert fyrirtæki getur að hámarki fengið 10 til 12 milljónir króna fyrir þetta tímabil.

„Þetta eru í raun styrkir fyrir aðila í veitingarekstri með vínveitingaleyfi sem hafa orðið fyrir tekjufalli vegna skerts opnunartíma,“ segir Þórdís Kolbrún. Frumvarpið var lagt fyrir þingflokka stjórnarflokkanna í dag og kemur væntanlega til umræðu fljótlega á Alþingi.
Þá kynnti Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hátt í 400 milljón króna viðbótarframlag tím ýmissa sjóða til að bæta sviðslistafólki, eins og tónlistarfólki það tekjutap sem það hefur orðið fyrir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld að auki vera að skoða frekari aðgerðir fyrir ferðaþjónustuna og viðburðafyrirtæki.
Munu framlögin í sjóðina koma tónlistarfólki að gagni sem margt hvert hefur orðiðfyrir miklu tekjutapi undanfarin tvö ár?
„Það er veriðað hugsa um þennan hóp já. Það er verið að reyna aðbeina fjármunum í ólíka sjóði þannig aðþað gagnist sem flestum,“segir Katrín Jakobsdóttir.