Um raforkusölu til neytenda Hinrik Örn Bjarnason skrifar 19. janúar 2022 17:31 N1 tekur virkan þátt í samkeppni sem er í sölu rafmagns til íslenskra heimila og fyrirtækja og er stolt af því að leiða þá samkeppni með lægsta verði. Um leið er fyrirtækið í þeirri stöðu að hafa verið valið orkusali til þrautavara. Nokkur gagnrýni hefur verið á þá framkvæmd og þá helst frá samkeppnisfyrirtækjum í raforkusölu. Tilefni er til að skýra nokkra þætti sem þá sölu varðar. Fyrir komu N1 Rafmagns (þá Íslensk Orkumiðlun) á markað var lítil sem engin samkeppni á raforkumarkaði og stjórnuðu raforkusalar í eigu ríkis og borgar verði rafmagns. N1 Rafmagn sá tækifæri í því, hóf að bjóða lægsta raforkuverð sem völ var á og af þeim sökum verið valið raforkusali til þrautavara í þeim tilfellum þar sem fólk velur ekki raforkusala sjálft. Áskoranir fylgja því að verða þeim úti um orku sem til fyrirtækisins koma eftir þessari leið. Stuttu eftir að N1 Rafmagn var valinn söluaðili til þrautavara frá 1. júní 2020 kom í ljós að erfitt var að gera ráð fyrir viðskiptum einstaklinga og fyrirtækja sem komu í gegnum þrautavaraleið við innkaup. Fjöldi viðskiptavina er óþekkt stærð á hverjum tíma fyrir sig. Leiddi það til þess að N1 Rafmagn þurfti að jafnaði að kaupa raforku fyrir þessa einstaklinga á skammtímamarkaði og jafnvel jöfnunarmarkaði. Á þeim mörkuðum eru verð hærri og hefur fyrirtækið því neyðst til að rukka þrautavaraviðskiptavini í samræmi við það, því annars væri tap á viðskiptunum. Við bætist svo að viðskiptavinum sem til N1 Rafmagns koma í gegnum þrautavaraleið stjórnvalda fylgja engar upplýsingar aðrar en kennitala og heimilisfang. Því er ekki hægt að benda þeim á að skrái þeir sig í bein viðskipti til N1 Rafmagns, fáist uppgefið raforkuverð samkvæmt gjaldskrá. Persónuverndarlög gera slík samskipti óheimil og þar með eru hendur N1 Rafmagns bundnar. Hafi þessir viðskiptavinir samband er þeim ávallt bent á að uppsett verð fáist ef þeir skrá sig sjálfir í viðskipti. Þá er betur hægt að gera ráð fyrir þeim í innkaupum sem á endanum eru hagstæðari. N1 setur sig ekki á móti því að þetta fyrirkomulag söluaðila til þrautavara verði tekið til endurskoðunar af hálfu Orkustofnunar, enda ætti það að vera markmiðið að orkusali geti gert ráð fyrir þessum viðskiptavinum í langtímainnkaupum sínum á orku. Styðjum við hverjar þær aðgerðir sem ýtt geta undir að fólk velji sér orkusala sjálft og njóti þannig þeirra kjara sem það sjálft kýs. En um leið verður ekki séð að hægt sé að skylda sölufyrirtæki raforku til þess að selja raforku með tapi. Í því efni eru keppinautar fyrirtækisins okkur líklega sammála. Varðandi samkeppni á raforkumarkaði má benda á samanburð milli þeirra fyrirtækja sem bjóða lægsta og hæsta verð á raforku en þær upplýsingar eru ávallt aðgengilegar á svæði Aurbjargar. Þar sést að sá raforkusali sem er hæstur verðleggur sína kílóvattstund 37% hærra en sá lægsti. Með grófum útreikningum má sjá að eigandi heimilis getur sparað sér útgjöld sem nema fjórum mánuðum af raforkuverði með því að skrá sig hjá þeim sem best býður. Lifi samkeppnin. Höfundur er framkvæmdastjóri N1. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Neytendur Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
N1 tekur virkan þátt í samkeppni sem er í sölu rafmagns til íslenskra heimila og fyrirtækja og er stolt af því að leiða þá samkeppni með lægsta verði. Um leið er fyrirtækið í þeirri stöðu að hafa verið valið orkusali til þrautavara. Nokkur gagnrýni hefur verið á þá framkvæmd og þá helst frá samkeppnisfyrirtækjum í raforkusölu. Tilefni er til að skýra nokkra þætti sem þá sölu varðar. Fyrir komu N1 Rafmagns (þá Íslensk Orkumiðlun) á markað var lítil sem engin samkeppni á raforkumarkaði og stjórnuðu raforkusalar í eigu ríkis og borgar verði rafmagns. N1 Rafmagn sá tækifæri í því, hóf að bjóða lægsta raforkuverð sem völ var á og af þeim sökum verið valið raforkusali til þrautavara í þeim tilfellum þar sem fólk velur ekki raforkusala sjálft. Áskoranir fylgja því að verða þeim úti um orku sem til fyrirtækisins koma eftir þessari leið. Stuttu eftir að N1 Rafmagn var valinn söluaðili til þrautavara frá 1. júní 2020 kom í ljós að erfitt var að gera ráð fyrir viðskiptum einstaklinga og fyrirtækja sem komu í gegnum þrautavaraleið við innkaup. Fjöldi viðskiptavina er óþekkt stærð á hverjum tíma fyrir sig. Leiddi það til þess að N1 Rafmagn þurfti að jafnaði að kaupa raforku fyrir þessa einstaklinga á skammtímamarkaði og jafnvel jöfnunarmarkaði. Á þeim mörkuðum eru verð hærri og hefur fyrirtækið því neyðst til að rukka þrautavaraviðskiptavini í samræmi við það, því annars væri tap á viðskiptunum. Við bætist svo að viðskiptavinum sem til N1 Rafmagns koma í gegnum þrautavaraleið stjórnvalda fylgja engar upplýsingar aðrar en kennitala og heimilisfang. Því er ekki hægt að benda þeim á að skrái þeir sig í bein viðskipti til N1 Rafmagns, fáist uppgefið raforkuverð samkvæmt gjaldskrá. Persónuverndarlög gera slík samskipti óheimil og þar með eru hendur N1 Rafmagns bundnar. Hafi þessir viðskiptavinir samband er þeim ávallt bent á að uppsett verð fáist ef þeir skrá sig sjálfir í viðskipti. Þá er betur hægt að gera ráð fyrir þeim í innkaupum sem á endanum eru hagstæðari. N1 setur sig ekki á móti því að þetta fyrirkomulag söluaðila til þrautavara verði tekið til endurskoðunar af hálfu Orkustofnunar, enda ætti það að vera markmiðið að orkusali geti gert ráð fyrir þessum viðskiptavinum í langtímainnkaupum sínum á orku. Styðjum við hverjar þær aðgerðir sem ýtt geta undir að fólk velji sér orkusala sjálft og njóti þannig þeirra kjara sem það sjálft kýs. En um leið verður ekki séð að hægt sé að skylda sölufyrirtæki raforku til þess að selja raforku með tapi. Í því efni eru keppinautar fyrirtækisins okkur líklega sammála. Varðandi samkeppni á raforkumarkaði má benda á samanburð milli þeirra fyrirtækja sem bjóða lægsta og hæsta verð á raforku en þær upplýsingar eru ávallt aðgengilegar á svæði Aurbjargar. Þar sést að sá raforkusali sem er hæstur verðleggur sína kílóvattstund 37% hærra en sá lægsti. Með grófum útreikningum má sjá að eigandi heimilis getur sparað sér útgjöld sem nema fjórum mánuðum af raforkuverði með því að skrá sig hjá þeim sem best býður. Lifi samkeppnin. Höfundur er framkvæmdastjóri N1.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar