Grunsamlegt veðmálamynstur í kringum gult spjald vekur athygli enska knattspyrnusambandsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. janúar 2022 07:01 Leikmaður Arsenal gæti hafa grætt á tá og fingri er hann nældi sér í gult spjald fyrr á leiktíðinni. Alastair Grant/Getty Images Enska knattspyrnusambandið skoðar nú undarlegt veðmálamynstur í kringum gult spjald sem leikmaður Arsenal fékk fyrr á leiktíðinni. Samkvæmt frétt The Athletic um málið hafa veðmálafyrirtæki látið ensku úrvalsdeildina vita að í ákveðnum leik Arsenal hafi óhemju háar upphæðir verið lagðar undir á að ákveðinn leikmaður liðsins myndi fá gult spjald. „Enska knattspyrnusambandið veit af málinu og er að rannsaka það,“ segir í yfirlýsingu sambandsins. Í frétt The Athletic kemur einnig fram að fjölmiðillinn viti um hvaða leikmann er að ræða. Blaðamenn vilji þó ekki gefa það upp sökum persónuverndarlaga. The FA is investigating a yellow card received by an Arsenal player in a Premier League fixture this season, amid concerns of suspicious betting patterns.— The Athletic UK (@TheAthleticUK) January 19, 2022 Einnig kemur fram að fjöldi veðmálafyrirtækja hafi staðfest að veðmálamynstrið í kringum gula spjaldið hafi verið mjög óvenjulegt. Veðmál sem þessu eru talin algeng um heim allan en eru einkar sjaldgæf í ensku úrvalsdeildinni þar sem leikmenn þar eru nær allir á mjög svo góðum launum. Samkvæmt tísti frá notendanum Fob_Blog þann 18. desember má sjá að miklar upphæðir voru lagðar undir á að Granit Xhaka, miðjumaður Arsenal, myndi fá gult spjald í leik Leeds United og Arsenal þann sama dag. 65K matched on Xhaka to be carded. Matched on betfair at 2.56 about 10 mins to go. For conetext most books we re about 2.88 PREMATCH. Very strange. Anyone know what that s about? pic.twitter.com/FQRco2Atwe— FoG (@FoG_BLoG) December 18, 2021 Þar kemur fram að tæpar 67 þúsund evrur hafi verið lagðar undir, það gera tæplega 10 milljónir íslenskra króna. Arsenal vann leikinn 4-1 og Xhaka nældi sér í gult spjald þegar fjórar mínútur voru til leiksloka. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira
Samkvæmt frétt The Athletic um málið hafa veðmálafyrirtæki látið ensku úrvalsdeildina vita að í ákveðnum leik Arsenal hafi óhemju háar upphæðir verið lagðar undir á að ákveðinn leikmaður liðsins myndi fá gult spjald. „Enska knattspyrnusambandið veit af málinu og er að rannsaka það,“ segir í yfirlýsingu sambandsins. Í frétt The Athletic kemur einnig fram að fjölmiðillinn viti um hvaða leikmann er að ræða. Blaðamenn vilji þó ekki gefa það upp sökum persónuverndarlaga. The FA is investigating a yellow card received by an Arsenal player in a Premier League fixture this season, amid concerns of suspicious betting patterns.— The Athletic UK (@TheAthleticUK) January 19, 2022 Einnig kemur fram að fjöldi veðmálafyrirtækja hafi staðfest að veðmálamynstrið í kringum gula spjaldið hafi verið mjög óvenjulegt. Veðmál sem þessu eru talin algeng um heim allan en eru einkar sjaldgæf í ensku úrvalsdeildinni þar sem leikmenn þar eru nær allir á mjög svo góðum launum. Samkvæmt tísti frá notendanum Fob_Blog þann 18. desember má sjá að miklar upphæðir voru lagðar undir á að Granit Xhaka, miðjumaður Arsenal, myndi fá gult spjald í leik Leeds United og Arsenal þann sama dag. 65K matched on Xhaka to be carded. Matched on betfair at 2.56 about 10 mins to go. For conetext most books we re about 2.88 PREMATCH. Very strange. Anyone know what that s about? pic.twitter.com/FQRco2Atwe— FoG (@FoG_BLoG) December 18, 2021 Þar kemur fram að tæpar 67 þúsund evrur hafi verið lagðar undir, það gera tæplega 10 milljónir íslenskra króna. Arsenal vann leikinn 4-1 og Xhaka nældi sér í gult spjald þegar fjórar mínútur voru til leiksloka.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira