Grunsamlegt veðmálamynstur í kringum gult spjald vekur athygli enska knattspyrnusambandsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. janúar 2022 07:01 Leikmaður Arsenal gæti hafa grætt á tá og fingri er hann nældi sér í gult spjald fyrr á leiktíðinni. Alastair Grant/Getty Images Enska knattspyrnusambandið skoðar nú undarlegt veðmálamynstur í kringum gult spjald sem leikmaður Arsenal fékk fyrr á leiktíðinni. Samkvæmt frétt The Athletic um málið hafa veðmálafyrirtæki látið ensku úrvalsdeildina vita að í ákveðnum leik Arsenal hafi óhemju háar upphæðir verið lagðar undir á að ákveðinn leikmaður liðsins myndi fá gult spjald. „Enska knattspyrnusambandið veit af málinu og er að rannsaka það,“ segir í yfirlýsingu sambandsins. Í frétt The Athletic kemur einnig fram að fjölmiðillinn viti um hvaða leikmann er að ræða. Blaðamenn vilji þó ekki gefa það upp sökum persónuverndarlaga. The FA is investigating a yellow card received by an Arsenal player in a Premier League fixture this season, amid concerns of suspicious betting patterns.— The Athletic UK (@TheAthleticUK) January 19, 2022 Einnig kemur fram að fjöldi veðmálafyrirtækja hafi staðfest að veðmálamynstrið í kringum gula spjaldið hafi verið mjög óvenjulegt. Veðmál sem þessu eru talin algeng um heim allan en eru einkar sjaldgæf í ensku úrvalsdeildinni þar sem leikmenn þar eru nær allir á mjög svo góðum launum. Samkvæmt tísti frá notendanum Fob_Blog þann 18. desember má sjá að miklar upphæðir voru lagðar undir á að Granit Xhaka, miðjumaður Arsenal, myndi fá gult spjald í leik Leeds United og Arsenal þann sama dag. 65K matched on Xhaka to be carded. Matched on betfair at 2.56 about 10 mins to go. For conetext most books we re about 2.88 PREMATCH. Very strange. Anyone know what that s about? pic.twitter.com/FQRco2Atwe— FoG (@FoG_BLoG) December 18, 2021 Þar kemur fram að tæpar 67 þúsund evrur hafi verið lagðar undir, það gera tæplega 10 milljónir íslenskra króna. Arsenal vann leikinn 4-1 og Xhaka nældi sér í gult spjald þegar fjórar mínútur voru til leiksloka. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira
Samkvæmt frétt The Athletic um málið hafa veðmálafyrirtæki látið ensku úrvalsdeildina vita að í ákveðnum leik Arsenal hafi óhemju háar upphæðir verið lagðar undir á að ákveðinn leikmaður liðsins myndi fá gult spjald. „Enska knattspyrnusambandið veit af málinu og er að rannsaka það,“ segir í yfirlýsingu sambandsins. Í frétt The Athletic kemur einnig fram að fjölmiðillinn viti um hvaða leikmann er að ræða. Blaðamenn vilji þó ekki gefa það upp sökum persónuverndarlaga. The FA is investigating a yellow card received by an Arsenal player in a Premier League fixture this season, amid concerns of suspicious betting patterns.— The Athletic UK (@TheAthleticUK) January 19, 2022 Einnig kemur fram að fjöldi veðmálafyrirtækja hafi staðfest að veðmálamynstrið í kringum gula spjaldið hafi verið mjög óvenjulegt. Veðmál sem þessu eru talin algeng um heim allan en eru einkar sjaldgæf í ensku úrvalsdeildinni þar sem leikmenn þar eru nær allir á mjög svo góðum launum. Samkvæmt tísti frá notendanum Fob_Blog þann 18. desember má sjá að miklar upphæðir voru lagðar undir á að Granit Xhaka, miðjumaður Arsenal, myndi fá gult spjald í leik Leeds United og Arsenal þann sama dag. 65K matched on Xhaka to be carded. Matched on betfair at 2.56 about 10 mins to go. For conetext most books we re about 2.88 PREMATCH. Very strange. Anyone know what that s about? pic.twitter.com/FQRco2Atwe— FoG (@FoG_BLoG) December 18, 2021 Þar kemur fram að tæpar 67 þúsund evrur hafi verið lagðar undir, það gera tæplega 10 milljónir íslenskra króna. Arsenal vann leikinn 4-1 og Xhaka nældi sér í gult spjald þegar fjórar mínútur voru til leiksloka.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira