Ralf sáttur með De Gea og segir eðlilegt að Ronaldo hafi verið pirraður Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. janúar 2022 22:45 Ronaldo var ekki sáttur þegar hann var tekinn af velli. Twitter/MirrorFootball Það var glaður Ralf Rangnick sem ræddi við fjölmiðla að loknum 3-1 sigri sinna manna í Manchester United á Brentford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Hann var þó ekki sáttur með frammistöðuna í fyrri hálfleik. „Það voru engin læti í hálfleik en augljóslega þurfum við að breyta nokkrum hlutum. Fyrri hálfleikur var ekki góður þegar kemur að mörgum þáttum leiksins. Í þeim síðari spiluðum við af meiri ákefð, fórum hærra upp á völlinn og fórum að taka réttar ákvarðanir þegar við vorum með boltann. Svo skoruðum við, sem er breytir öllu.“ „Anthony Elanga hélt áfram uppteknum hætti frá því á Villa Park. Hann var frábær í síðari hálfleik, vann mikið án bolta og skoraði svo fyrsta mark leiksins,“ sagði Rangnick um hinn 19 ára gamla markaskorara sinn. „Ég er mjög ánægður fyrir hönd allra ungu leikmanna minna í kvöld, þrír ungir og enskir markaskorarar,“ bætti Þjóðverjinn við en ásamt Elanga skoruðu þeir Mason Greenwood og Marcus Rashford. Það virðist sem Rangnick hafði aðeins ruglast í viðtalinu en þó Elanga komi vissulega úr akademíu Manchester United líkt og hinir tveir markaskorarar kvöldsins þá er hann fæddur í Svíþjóð og hefur leikið með yngri landsliðum Svía. Um David De Gea „Hann hefur verið að spila svona í nokkrar vikur núna, frábærar markvörslur í fyrri hálfleik. hann er einn besti markvörður í heimi að mínu mati.“ Um pirring Cristiano „Þetta er venjulegt, framherji vill vera inn á og skora mörk. Hann var hins vegar að koma til baka eftir meiðsli og það var mikilvægt að muna að við eigum annan leik innan skamms,“ sagði Rangnick um sjáanlegan pirring Ronaldo er hann var tekinn af velli í stöðunni 2-0. Cristiano Ronaldo after being subbed off pic.twitter.com/hkJHzDJSVF— B/R Football (@brfootball) January 19, 2022 „Eftir það sem gerðist á Villa Park (þar sem Man Utd henti frá sér 2-0 forystu) þá þurftum við að verja forystuna að þessu sinni. Það var mikilvægt fyrir okkur að fara í fimm manna vörn og þó við höfum ekki haldið hreinu var mikilvægt fyrir okkur að sjá til þess að ekkert annað gerðist,“ sagði Rangnick að lokum. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira
„Það voru engin læti í hálfleik en augljóslega þurfum við að breyta nokkrum hlutum. Fyrri hálfleikur var ekki góður þegar kemur að mörgum þáttum leiksins. Í þeim síðari spiluðum við af meiri ákefð, fórum hærra upp á völlinn og fórum að taka réttar ákvarðanir þegar við vorum með boltann. Svo skoruðum við, sem er breytir öllu.“ „Anthony Elanga hélt áfram uppteknum hætti frá því á Villa Park. Hann var frábær í síðari hálfleik, vann mikið án bolta og skoraði svo fyrsta mark leiksins,“ sagði Rangnick um hinn 19 ára gamla markaskorara sinn. „Ég er mjög ánægður fyrir hönd allra ungu leikmanna minna í kvöld, þrír ungir og enskir markaskorarar,“ bætti Þjóðverjinn við en ásamt Elanga skoruðu þeir Mason Greenwood og Marcus Rashford. Það virðist sem Rangnick hafði aðeins ruglast í viðtalinu en þó Elanga komi vissulega úr akademíu Manchester United líkt og hinir tveir markaskorarar kvöldsins þá er hann fæddur í Svíþjóð og hefur leikið með yngri landsliðum Svía. Um David De Gea „Hann hefur verið að spila svona í nokkrar vikur núna, frábærar markvörslur í fyrri hálfleik. hann er einn besti markvörður í heimi að mínu mati.“ Um pirring Cristiano „Þetta er venjulegt, framherji vill vera inn á og skora mörk. Hann var hins vegar að koma til baka eftir meiðsli og það var mikilvægt að muna að við eigum annan leik innan skamms,“ sagði Rangnick um sjáanlegan pirring Ronaldo er hann var tekinn af velli í stöðunni 2-0. Cristiano Ronaldo after being subbed off pic.twitter.com/hkJHzDJSVF— B/R Football (@brfootball) January 19, 2022 „Eftir það sem gerðist á Villa Park (þar sem Man Utd henti frá sér 2-0 forystu) þá þurftum við að verja forystuna að þessu sinni. Það var mikilvægt fyrir okkur að fara í fimm manna vörn og þó við höfum ekki haldið hreinu var mikilvægt fyrir okkur að sjá til þess að ekkert annað gerðist,“ sagði Rangnick að lokum.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira