Bríet frumsýnir Cold Feet og nýtt tónlistarmyndband Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 20. janúar 2022 12:01 Bríet í ísköldu glerboxinu þar sem hún eyddi fjórum klukkutímum Instagram: @brietelfar Vísir og Stöð 2 Vísir kynna frumsýningu á tónlistarmyndbandinu Cold Feet með söngkonunni Bríeti. Lagið kemur út á miðnætti í kvöld inn á allar helstu streymisveitur. Hér má hlusta á lagið á Lífinu á Vísi ásamt tónlistarmyndbandinu: Myndbandið er í senn hrátt, einlægt og kraftmikið þar sem Bríet er stödd í glerboxi í kuldanum umkringd fjalllendi. Tökur fóru fram veturinn 2019 á stysta degi ársins sem blandast vel inn í angist textans, þar sem Bríet syngur meðal annars um að ætla ekki að hinkra við ef manneskjan sem hún elskar er eitthvað efins. Tilfinningin í laginu er innilokunarkennd Bríet hefur beðið lengi eftir að gefa lagið út og í viðtali við blaðamann Vísis segist hún hafa farið í gegnum allan tilfinningaskalann í tengslum við það: „Ég er búin að sitja á þessu efni í þrjú ár núna og hef flakkað á milli þess að elska lagið, fundist það fáránlega lélegt, elskað það aftur og meira en ég gerði áður, ekki viljað gefa það út og farið svo sama hringinn í gegnum allar þessar tilfinningar aftur og aftur. Svo þetta ástarsamband mitt við þetta lag og tónlistarmyndband er nú loks að verða opinbert og fólk fær að njóta með.“ Lagið er samið af Bríeti sjálfri og Pálma Ragnari Ásgeirssyni og við undirbúning myndbandsins fékk Bríet til liðs við sig öflugan hóp skapandi fólks. „Ég vildi að myndbandið myndi lýsa tilfinningunni í laginu. Innilokunarkennd. Ég byrjaði hugmyndavinnuna með Álfheiðu mörtu og Svanhildi Grétu sem þróaðist í það að ég og Kristinn Arnar, krassasig, gerðum myndbandið.“ View this post on Instagram A post shared by krassasig (@krassasig) Mikilvægt að vinna hratt við krefjandi aðstæður „Það var alveg hreint ótrúlegt að fylgjast með þessu öllu saman ganga upp því aðstæður voru virkilega erfiðar. Við höfðum fjögurra tíma ramma til þess að taka myndbandið upp á stysta degi ársins,“ segir Bríet og bætir við að mikill tími hafi farið í að hanna og búa til glerkassann sem og að fara í gegnum hvern einasta ramma úr myndbandinu. View this post on Instagram A post shared by BRI ET (@brietelfar) Óviðráðanlegur kuldi spilaði svo veigamikið hlutverk í tökunum. „Ég man enn þá eftir því hversu kalt það var að vera í þessum kassa fullum af köldu vatni í fjóra tíma. En mikið var þetta allt þess virði og, eins og skáldið segir, hvað gerir maður ekki fyrir listina?“ Tónlist Menning Tengdar fréttir Bríet frumsýnir glænýtt tónlistarmyndband á Vísi og Stöð 2 Vísi Tónlistarkonan Bríet sendir frá sér lagið Cold Feet næstkomandi föstudag, 21. janúar. 19. janúar 2022 20:00 Nýtt lag væntanlegt frá Bríeti Íslenska súperstjarnan og söngkonan Bríet er flestum kunnug þar sem hún hefur sungið sig inn í hjörtu landsmanna á síðastliðnum árum. 5. janúar 2022 20:01 Kosning fyrir Hlustendaverðlaunin 2022 hafin Hlustendaverðlaunin 2022 verða haldin laugardaginn 19. mars en þetta er í níunda skipti sem hátíðin fer fram. 18. janúar 2022 12:05 Bríet gerði áhorfendur agndofa í Hörpu Söngkonan Bríet hélt tvenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu á föstudag. Á tónleikunum sýndi þessi listakona enn og aftur hversu ótrúlega hæfileikarík og fjölhæf hún er. 25. október 2021 09:40 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Lagið kemur út á miðnætti í kvöld inn á allar helstu streymisveitur. Hér má hlusta á lagið á Lífinu á Vísi ásamt tónlistarmyndbandinu: Myndbandið er í senn hrátt, einlægt og kraftmikið þar sem Bríet er stödd í glerboxi í kuldanum umkringd fjalllendi. Tökur fóru fram veturinn 2019 á stysta degi ársins sem blandast vel inn í angist textans, þar sem Bríet syngur meðal annars um að ætla ekki að hinkra við ef manneskjan sem hún elskar er eitthvað efins. Tilfinningin í laginu er innilokunarkennd Bríet hefur beðið lengi eftir að gefa lagið út og í viðtali við blaðamann Vísis segist hún hafa farið í gegnum allan tilfinningaskalann í tengslum við það: „Ég er búin að sitja á þessu efni í þrjú ár núna og hef flakkað á milli þess að elska lagið, fundist það fáránlega lélegt, elskað það aftur og meira en ég gerði áður, ekki viljað gefa það út og farið svo sama hringinn í gegnum allar þessar tilfinningar aftur og aftur. Svo þetta ástarsamband mitt við þetta lag og tónlistarmyndband er nú loks að verða opinbert og fólk fær að njóta með.“ Lagið er samið af Bríeti sjálfri og Pálma Ragnari Ásgeirssyni og við undirbúning myndbandsins fékk Bríet til liðs við sig öflugan hóp skapandi fólks. „Ég vildi að myndbandið myndi lýsa tilfinningunni í laginu. Innilokunarkennd. Ég byrjaði hugmyndavinnuna með Álfheiðu mörtu og Svanhildi Grétu sem þróaðist í það að ég og Kristinn Arnar, krassasig, gerðum myndbandið.“ View this post on Instagram A post shared by krassasig (@krassasig) Mikilvægt að vinna hratt við krefjandi aðstæður „Það var alveg hreint ótrúlegt að fylgjast með þessu öllu saman ganga upp því aðstæður voru virkilega erfiðar. Við höfðum fjögurra tíma ramma til þess að taka myndbandið upp á stysta degi ársins,“ segir Bríet og bætir við að mikill tími hafi farið í að hanna og búa til glerkassann sem og að fara í gegnum hvern einasta ramma úr myndbandinu. View this post on Instagram A post shared by BRI ET (@brietelfar) Óviðráðanlegur kuldi spilaði svo veigamikið hlutverk í tökunum. „Ég man enn þá eftir því hversu kalt það var að vera í þessum kassa fullum af köldu vatni í fjóra tíma. En mikið var þetta allt þess virði og, eins og skáldið segir, hvað gerir maður ekki fyrir listina?“
Tónlist Menning Tengdar fréttir Bríet frumsýnir glænýtt tónlistarmyndband á Vísi og Stöð 2 Vísi Tónlistarkonan Bríet sendir frá sér lagið Cold Feet næstkomandi föstudag, 21. janúar. 19. janúar 2022 20:00 Nýtt lag væntanlegt frá Bríeti Íslenska súperstjarnan og söngkonan Bríet er flestum kunnug þar sem hún hefur sungið sig inn í hjörtu landsmanna á síðastliðnum árum. 5. janúar 2022 20:01 Kosning fyrir Hlustendaverðlaunin 2022 hafin Hlustendaverðlaunin 2022 verða haldin laugardaginn 19. mars en þetta er í níunda skipti sem hátíðin fer fram. 18. janúar 2022 12:05 Bríet gerði áhorfendur agndofa í Hörpu Söngkonan Bríet hélt tvenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu á föstudag. Á tónleikunum sýndi þessi listakona enn og aftur hversu ótrúlega hæfileikarík og fjölhæf hún er. 25. október 2021 09:40 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Bríet frumsýnir glænýtt tónlistarmyndband á Vísi og Stöð 2 Vísi Tónlistarkonan Bríet sendir frá sér lagið Cold Feet næstkomandi föstudag, 21. janúar. 19. janúar 2022 20:00
Nýtt lag væntanlegt frá Bríeti Íslenska súperstjarnan og söngkonan Bríet er flestum kunnug þar sem hún hefur sungið sig inn í hjörtu landsmanna á síðastliðnum árum. 5. janúar 2022 20:01
Kosning fyrir Hlustendaverðlaunin 2022 hafin Hlustendaverðlaunin 2022 verða haldin laugardaginn 19. mars en þetta er í níunda skipti sem hátíðin fer fram. 18. janúar 2022 12:05
Bríet gerði áhorfendur agndofa í Hörpu Söngkonan Bríet hélt tvenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu á föstudag. Á tónleikunum sýndi þessi listakona enn og aftur hversu ótrúlega hæfileikarík og fjölhæf hún er. 25. október 2021 09:40