„Hvað voru skipuleggjendur að hugsa?“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 20. janúar 2022 20:06 Tómas Guðbjartsson telur óráðlegt að fara hratt í afléttingar á sóttvarnatakmörkunum. Vísir Tómas Guðbjartsson læknir segir alls ekki skynsamlegt að afnema sóttvarnir með hraði. Hann skýtur á ráðherra og segir að sjá megi leifturhraða útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveirunnar á Evrópumótinu í handbolta. Tómas sendi inn skoðanagrein á Vísi fyrr í dag sem ber heitið: „Pönkast á nauðsynlegum sóttvörnum.“ Í greininni skýtur hann bæði Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrum hæstaréttardómara og lögmann. Tómas og Jón Steinar tókust á í viðtali á Bylgjunni fyrr í vikunni og sá síðarnefndi kallaði núgildandi sóttvarnatakmarkanir „móðursýki“ og „sósíalisma,“ að því er fram kemur í grein Tómasar. „Skiljanlega leggja margir við hlustir og sumum eflast fundist tillögur þessa fólks skynsamlegar [...] Þetta þýðir þó alls ekki að það sé skynsamlegt að afnema sóttvarnir með hraði - og reyndar full ástæða til að ganga hægt um gleðinnar dyr,“ segir Tómas. Landspítali geti ekki kallað inn varaþingmenn Hann tekur Evrópumótið í handbolta sem dæmi og segir að skipuleggjendur hefðu átt að viðhafa miklu betri sóttvarnir. Eins og greint hefur verið frá hafa nú sex liðsmenn íslenska landsliðsins í handbolta smitast af kórónuveirunni. „Omicron er þegar búin að eyðileggja Evrópumótið og sífellt fleiri kalla eftir því að þessu hópsmitamóti verði hætt [...] Nú eru 20.000 manns að kjassast í fullum íþróttahöllum og leikmenn knúsa hver annan eftir hvert mark,“ segir Tómas meðal annars í greininni. Læknirinn virðist ekkert botna í meintu skeytingarleysi mótshaldara og segir að Covid-sýkingar geti í verstu tilfellum reynst banvænar. Þá sérstaklega ef slík sýking ratar inn á Landspítala enda séu sjúklingar oftast veikir fyrir. „Hvað voru skipuleggjendur að hugsa? Sömu spurningu má spyrja ofangreindan ráðherra, þingmann og fyrrverandi hæstaréttardómara. Ef þau fengju að ræða gætu hæglega komið upp hópsýkingar sem leggja starfsemi Landspítalans á hliðina á nokkrum dögum.“ „Þetta er augljósa ástæðan fyrir því að sóttvarnalæknir vill nú aflétta sóttvörnum hægt og rólega. Enda getum við á Landspítala ekki kallað inn varaþingmenn líkt og gert var við nýlegar hópsýkingar á Alþingi,“ segir Tómas Guðbjartsson læknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Pönkast á nauðsynlegum sóttvörnum Undanfarna daga hafa ýmsir stigið fram og heimtað að sóttvörnum vegna COVID sé aflétt strax. Í þeim hópi er fyrrverandi dómsmálaráðherra, en þegar hún gegndi því embætti var hún yfirmaður Almannavarna og um leið sóttvarnalæknis. 20. janúar 2022 19:00 Gagnrýnir mótshaldara fyrir sóttvarnir á hótelinu í Búdapest Það var mikið áfall að greinast með kórónuveiruna segir landsliðsmaður sem gagnrýnir sóttvarnir á hóteli liðsins í Búdapest. 20. janúar 2022 16:26 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
Tómas sendi inn skoðanagrein á Vísi fyrr í dag sem ber heitið: „Pönkast á nauðsynlegum sóttvörnum.“ Í greininni skýtur hann bæði Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrum hæstaréttardómara og lögmann. Tómas og Jón Steinar tókust á í viðtali á Bylgjunni fyrr í vikunni og sá síðarnefndi kallaði núgildandi sóttvarnatakmarkanir „móðursýki“ og „sósíalisma,“ að því er fram kemur í grein Tómasar. „Skiljanlega leggja margir við hlustir og sumum eflast fundist tillögur þessa fólks skynsamlegar [...] Þetta þýðir þó alls ekki að það sé skynsamlegt að afnema sóttvarnir með hraði - og reyndar full ástæða til að ganga hægt um gleðinnar dyr,“ segir Tómas. Landspítali geti ekki kallað inn varaþingmenn Hann tekur Evrópumótið í handbolta sem dæmi og segir að skipuleggjendur hefðu átt að viðhafa miklu betri sóttvarnir. Eins og greint hefur verið frá hafa nú sex liðsmenn íslenska landsliðsins í handbolta smitast af kórónuveirunni. „Omicron er þegar búin að eyðileggja Evrópumótið og sífellt fleiri kalla eftir því að þessu hópsmitamóti verði hætt [...] Nú eru 20.000 manns að kjassast í fullum íþróttahöllum og leikmenn knúsa hver annan eftir hvert mark,“ segir Tómas meðal annars í greininni. Læknirinn virðist ekkert botna í meintu skeytingarleysi mótshaldara og segir að Covid-sýkingar geti í verstu tilfellum reynst banvænar. Þá sérstaklega ef slík sýking ratar inn á Landspítala enda séu sjúklingar oftast veikir fyrir. „Hvað voru skipuleggjendur að hugsa? Sömu spurningu má spyrja ofangreindan ráðherra, þingmann og fyrrverandi hæstaréttardómara. Ef þau fengju að ræða gætu hæglega komið upp hópsýkingar sem leggja starfsemi Landspítalans á hliðina á nokkrum dögum.“ „Þetta er augljósa ástæðan fyrir því að sóttvarnalæknir vill nú aflétta sóttvörnum hægt og rólega. Enda getum við á Landspítala ekki kallað inn varaþingmenn líkt og gert var við nýlegar hópsýkingar á Alþingi,“ segir Tómas Guðbjartsson læknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Pönkast á nauðsynlegum sóttvörnum Undanfarna daga hafa ýmsir stigið fram og heimtað að sóttvörnum vegna COVID sé aflétt strax. Í þeim hópi er fyrrverandi dómsmálaráðherra, en þegar hún gegndi því embætti var hún yfirmaður Almannavarna og um leið sóttvarnalæknis. 20. janúar 2022 19:00 Gagnrýnir mótshaldara fyrir sóttvarnir á hótelinu í Búdapest Það var mikið áfall að greinast með kórónuveiruna segir landsliðsmaður sem gagnrýnir sóttvarnir á hóteli liðsins í Búdapest. 20. janúar 2022 16:26 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
Pönkast á nauðsynlegum sóttvörnum Undanfarna daga hafa ýmsir stigið fram og heimtað að sóttvörnum vegna COVID sé aflétt strax. Í þeim hópi er fyrrverandi dómsmálaráðherra, en þegar hún gegndi því embætti var hún yfirmaður Almannavarna og um leið sóttvarnalæknis. 20. janúar 2022 19:00
Gagnrýnir mótshaldara fyrir sóttvarnir á hótelinu í Búdapest Það var mikið áfall að greinast með kórónuveiruna segir landsliðsmaður sem gagnrýnir sóttvarnir á hóteli liðsins í Búdapest. 20. janúar 2022 16:26