Stefán tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega um málið á Twittersíðu sinni í dag. Þar segist hann hafa beitt þáverandi kærustu sína ofbeldi árið 2013 og að það hafi ekki verið í fyrsta skipti sem hann varð uppvís að slíkri hegðun.
Árið 2013 beitti ég þáverandi kærustu mína ofbeldi og hefur hún nú stigið fram og sagt frá. Því miður var þetta ekki í fyrsta skipti sem ég varð uppvís að slíku ofbeldi en það átti sér einnig stað í mínu fyrsta sambandi. Ég iðrast innilega fyrir það sem ég gerði, 1/2
— Stefán Hannesson (@StefanHannesson) January 21, 2022
Þá segir hann að hann iðrist gjörða sinna og hafi leitað sér hjálpar hjá sálfræðingi til þess að geta horfst í augu við þær.
„Varðandi Gagnamagnið, þá tilkynnti ég hópnum í fyrra að ég kæmi ekki fram með þeim ef við yrðum beðin um það í framtíðinni. Á þeim tíma hefði ég átt að tilkynna það opinberlega. Ábyrgðin er mín, skömmin er mín,“ segir Stefán.
Líkt og Fréttablaðið greindi frá í dag tilkynnti Hulda Kristín Kolbrúnardóttir, meðlimur Gagnamagnsins, að einn meðlimur þess hefði sagt skilið við hljómsveitina vegna ásakana á hendur honum.
„Hann játar og segir sig svo úr bandinu, við ákváðum aftur að ekki opinbera það þar sem ég hélt að við værum að halda í hennar ósk að ekki opinbera,“ Sagði Hulda Kristín á Twitter, án þess þó að nafngreina Stefán.
— Huldaluv (@huldaluv) January 20, 2022