Turner III: Það er blessun að vera hérna og fá að taka þátt í baráttunni Árni Jóhannsson skrifar 21. janúar 2022 22:43 Robert Eugene Turner III átti frábæran leik í liði Stjörnunnar í kvöld. Vísir/Vilhelm Robert Eugene Turner III átti rosalega góðan leik fyrir Stjörnumenn sem lögðu Keflvíkinga að velli í 13. umferð Subway deildar karla fyrir í kvöld. Lokatölur voru 98-95 eftir framlengdan og kaflaskiptan leik. Turner III skoraði 42 stig fyrir sína menn, náði í 15 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Þetta skilar 50 framlagspunktum og það verður að teljast hrikalega góð frammistaða. Hann var spurður að því, í fyrst lagi, hver var munurinn á liðunum í kvöld áður en farið var í hans frammistöðu. Leikurinn var hart leikinn og jafnvel úrslitakeppnis andi sem sveif yfir vötnum. „Ég ber mikla virðingu fyrir Keflavík enda efsta liðið í deildinni og með mjög gott lið. Þegar maður spilar þessa leiki þá verður maður að sýna hjarta og berjast. Liðið okkar getur keppt við hvern sem er og við sýndum það í dag.“ „Þetta var já mjög líkt úrslitakeppni. Í hvert sinn sem tvö lið eins og þessi tvö lið keppa og berjast þá líður manni eins og það er úrslitakeppni. Það er blessun að vera hérna og fá að taka þátt í baráttu tveggja liða sem eru góð.“ Þegar talið barst að eigin frammistöðu þá var Robert fullur auðmýktar og benti á hlut þjálfara og liðsfélaga í góðu persónulegu gengi. „Ég kann að meta þegar er tekið eftir góðu frammistöðunum. Þetta snýst samt um að liðið manns treysti manni fyrir boltanum. Ég myndi ekki hafa svona mikið sjálfstraust ef þeir myndu ekki treysta mér en við treystum hvorum öðrum fyrir stóru sóknunum. Ég kann að meta liðið mitt og við vinnum hörðum höndum á hverjum degi. Þjálfarinn gefur mér svo leyfi til að taka stóru skotin og ég kann að meta það traust sem hann sýnir mér.“ Að lokum var Robert spurður út í gengi Stjörnunnar en það hefur verið upp og niður það sem af er tímabili. Eina vikuna vinna þeir Njarðvík, sem er í öðru sæti, en þá næstu kemur tap fyrir ÍR sem var þá í 10. sæti. Hann var spurður að því hvort það til útskýring á þessu. „Þetta er erfið deild. Körfubolti er leikur áhlaupa og öll lið eiga sín áhlaup og maður verður að virða hvern einasta andstæðing. Allir geta tapað og það er kannski útskýring á þessu gengi, þ.e. hversu erfið deildin er. Það skiptir samt ekki máli hvort maður vinnur eða tapar. Maður þarf að mæta í salinn næsta dag og leggja hart að sér. Þetta er hörð barátta og maraþon. Við erum samt tilbúnir í það.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 98-95 | Stjarnan kláraði toppliðið í framlengingu Stjarnan vann góðan þriggja stiga sigur er liðið tók á móti toppliði Keflavíkur í framlengdum leik í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. 21. janúar 2022 22:24 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
Hann var spurður að því, í fyrst lagi, hver var munurinn á liðunum í kvöld áður en farið var í hans frammistöðu. Leikurinn var hart leikinn og jafnvel úrslitakeppnis andi sem sveif yfir vötnum. „Ég ber mikla virðingu fyrir Keflavík enda efsta liðið í deildinni og með mjög gott lið. Þegar maður spilar þessa leiki þá verður maður að sýna hjarta og berjast. Liðið okkar getur keppt við hvern sem er og við sýndum það í dag.“ „Þetta var já mjög líkt úrslitakeppni. Í hvert sinn sem tvö lið eins og þessi tvö lið keppa og berjast þá líður manni eins og það er úrslitakeppni. Það er blessun að vera hérna og fá að taka þátt í baráttu tveggja liða sem eru góð.“ Þegar talið barst að eigin frammistöðu þá var Robert fullur auðmýktar og benti á hlut þjálfara og liðsfélaga í góðu persónulegu gengi. „Ég kann að meta þegar er tekið eftir góðu frammistöðunum. Þetta snýst samt um að liðið manns treysti manni fyrir boltanum. Ég myndi ekki hafa svona mikið sjálfstraust ef þeir myndu ekki treysta mér en við treystum hvorum öðrum fyrir stóru sóknunum. Ég kann að meta liðið mitt og við vinnum hörðum höndum á hverjum degi. Þjálfarinn gefur mér svo leyfi til að taka stóru skotin og ég kann að meta það traust sem hann sýnir mér.“ Að lokum var Robert spurður út í gengi Stjörnunnar en það hefur verið upp og niður það sem af er tímabili. Eina vikuna vinna þeir Njarðvík, sem er í öðru sæti, en þá næstu kemur tap fyrir ÍR sem var þá í 10. sæti. Hann var spurður að því hvort það til útskýring á þessu. „Þetta er erfið deild. Körfubolti er leikur áhlaupa og öll lið eiga sín áhlaup og maður verður að virða hvern einasta andstæðing. Allir geta tapað og það er kannski útskýring á þessu gengi, þ.e. hversu erfið deildin er. Það skiptir samt ekki máli hvort maður vinnur eða tapar. Maður þarf að mæta í salinn næsta dag og leggja hart að sér. Þetta er hörð barátta og maraþon. Við erum samt tilbúnir í það.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 98-95 | Stjarnan kláraði toppliðið í framlengingu Stjarnan vann góðan þriggja stiga sigur er liðið tók á móti toppliði Keflavíkur í framlengdum leik í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. 21. janúar 2022 22:24 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 98-95 | Stjarnan kláraði toppliðið í framlengingu Stjarnan vann góðan þriggja stiga sigur er liðið tók á móti toppliði Keflavíkur í framlengdum leik í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. 21. janúar 2022 22:24
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti