Guðmundur: Búinn að trúa á þessa uppbyggingu alla tíð Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2022 19:05 Strákarnir okkar hópuðust saman í markinu og fögnuðu eftir að Viktor Gísli Hallgrímsson varði síðasta skot leiksins, vítakast, og sigurinn ótrúlegi var endanlega í höfn. Getty/Sanjin Strukic Guðmundur Guðmundsson var sigurreifur og leit um öxl í viðtali eftir sigurinn stórkostlega á Ólympíumeisturum Frakklands á EM í handbolta í kvöld. „Í fyrsta lagi miðað við þær aðstæður sem við vorum komnar í, og fá svo þær fréttir að tveir lykilmenn í viðbót hefðu dottið út, átta allt í allt, og við að spila á móti Ólympíumeisturum… það er með ólíkindum hvernig við leystum þetta,“ sagði Guðmundur stoltur en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Gummi Gumm eftir sigurinn á Frökkum „Ég er rosalega stoltur af þessu uppleggi sem við vorum með. Við byrjum með örvhentan miðjumann, spilum okkur mjög markvisst áfram, og sóknarleikurinn í fyrri hálfleik var algjörlega stórkostlegur. Það sama verð ég að segja um vörnina og markvörsluna. Þetta fór allt saman. Ég er orðlaus yfir þessari frammistöðu. Þetta er ekki auðvelt við þessar aðstæður og liðið sýndi ótrúlegan karakter. Það er ekki hægt að lýsa þessu með orðum,“ sagði Guðmundur. Eftir áföllin sem dunið hafa á íslenska hópnum, með því að átta leikmenn og sjúkraþjálfari liðsins þurfi að fara í einangrun vegna kórónuveirusmita, hlýtur að hafa verið áskorun að halda í trúna á að hægt væri að vinna í kvöld? Þurfum að vona að við fáum ekki fleiri smit „Hluti af undirbúningi okkar hefur verið á andlegum nótum. Við trúum á okkur. Við trúum á þetta leikplan, að við séum að gera réttu hlutina. Frá því að ég tók aftur við 2018 erum við búnir að ganga í gegnum uppbyggingu, að skipta út og fá inn nýja kynslóð, og þetta höfum við gert skref fyrir skref. Fyrir ári síðan á HM mættum við þessu liði og töpuðum með einu. Menn voru óánægðir, og sætið á HM [20. sæti] var ekki gott. En ég sá hvert við vorum að komast. Við vorum að nálgast Frakka og vorum með jafnan leik allan tímann. Sama var gegn Norðmönnum. Ég er búinn að trúa á þessa uppbyggingu alla tíð og ég vissi að það væri tímaspursmál hvenær við sem lið myndum springa út. Við þurfum að njóta þess í kvöld en svo er hörkuverkefni næst og ég vona svo sannarlega að við fáum einhverja menn inn, kannski í næsta leik. Að því sögðu verð ég að segja að markvarsla og vörn var algjörlega í heimsklassa í kvöld,“ sagði Guðmundur. Næst á dagskrá er leikur gegn Króatíu á mánudaginn, og sæti í undanúrslitum er svo sannarlega möguleiki eins og staðan er núna: „Það er allt mögulegt. Nú tökum við næsta leik og undirbúum okkur af kostgæfni undir hann. Nú þurfum við bara að vona að við fáum ekki fleiri smit. Einhvern tímann verður það of mikið, en við vonum það besta.“ EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Sjá meira
„Í fyrsta lagi miðað við þær aðstæður sem við vorum komnar í, og fá svo þær fréttir að tveir lykilmenn í viðbót hefðu dottið út, átta allt í allt, og við að spila á móti Ólympíumeisturum… það er með ólíkindum hvernig við leystum þetta,“ sagði Guðmundur stoltur en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Gummi Gumm eftir sigurinn á Frökkum „Ég er rosalega stoltur af þessu uppleggi sem við vorum með. Við byrjum með örvhentan miðjumann, spilum okkur mjög markvisst áfram, og sóknarleikurinn í fyrri hálfleik var algjörlega stórkostlegur. Það sama verð ég að segja um vörnina og markvörsluna. Þetta fór allt saman. Ég er orðlaus yfir þessari frammistöðu. Þetta er ekki auðvelt við þessar aðstæður og liðið sýndi ótrúlegan karakter. Það er ekki hægt að lýsa þessu með orðum,“ sagði Guðmundur. Eftir áföllin sem dunið hafa á íslenska hópnum, með því að átta leikmenn og sjúkraþjálfari liðsins þurfi að fara í einangrun vegna kórónuveirusmita, hlýtur að hafa verið áskorun að halda í trúna á að hægt væri að vinna í kvöld? Þurfum að vona að við fáum ekki fleiri smit „Hluti af undirbúningi okkar hefur verið á andlegum nótum. Við trúum á okkur. Við trúum á þetta leikplan, að við séum að gera réttu hlutina. Frá því að ég tók aftur við 2018 erum við búnir að ganga í gegnum uppbyggingu, að skipta út og fá inn nýja kynslóð, og þetta höfum við gert skref fyrir skref. Fyrir ári síðan á HM mættum við þessu liði og töpuðum með einu. Menn voru óánægðir, og sætið á HM [20. sæti] var ekki gott. En ég sá hvert við vorum að komast. Við vorum að nálgast Frakka og vorum með jafnan leik allan tímann. Sama var gegn Norðmönnum. Ég er búinn að trúa á þessa uppbyggingu alla tíð og ég vissi að það væri tímaspursmál hvenær við sem lið myndum springa út. Við þurfum að njóta þess í kvöld en svo er hörkuverkefni næst og ég vona svo sannarlega að við fáum einhverja menn inn, kannski í næsta leik. Að því sögðu verð ég að segja að markvarsla og vörn var algjörlega í heimsklassa í kvöld,“ sagði Guðmundur. Næst á dagskrá er leikur gegn Króatíu á mánudaginn, og sæti í undanúrslitum er svo sannarlega möguleiki eins og staðan er núna: „Það er allt mögulegt. Nú tökum við næsta leik og undirbúum okkur af kostgæfni undir hann. Nú þurfum við bara að vona að við fáum ekki fleiri smit. Einhvern tímann verður það of mikið, en við vonum það besta.“
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Sjá meira