Guardiola: Besta frammistaða okkar á leiktíðinni Atli Arason skrifar 22. janúar 2022 22:00 Pep Guardiola, þjálfari Manchester City. Manchester City hefur unnið Arsenal, Leicester, Manchester United, Chelsea og West Ham á leiktíðinni. Þrátt fyrir það telur Guardiola að frammistaða liðsins í 1-1 jafntefli gegn Southampton í kvöld hafi verið besta frammistaða liðsins á leiktíðinni. „Þetta var án vafa langt um besta frammistaða okkar á leiktíðinni. Við vorum að spila við lið sem sem spilar ótrúlega góðan varnarleik og eru góðir í skyndisóknum. Þeir eru vel skipulagðir og við þurftum að hafa fyrir hlutunum í kvöld. Niðurstaðan, 1-1 jafntefli, er ekki gott, en frammistaðan var frábær,“ sagði Guardiola í viðtali við Sky Sports eftir leikinn við Southampton. „Það er hlutverk þjálfarans sjá um hvernig liðið hagar sér á vellinum og hvernig við spiluðum í kvöld var framúrskarandi.“ Jafnteflið í kvöld var í fyrsta skipti sem City fær ekki þrjú stig í leik í tæpa þrjá mánuði eða síðan liðið tapaði fyrir Crystal Palace, 0-2, þann 30. október. „Til dæmis spiluðum við verr gegn Arsenal en unnum þann leik. Stundum gerist það í fótbolta og sérstaklega í úrvalsdeildinni að maður spilar illa og sigrar leikinn og stundum spilaru vel og sigrar ekki. Deildin er 38 leikir og sumt færðu verðskuldað og annað ekki.“ Guardiola hefur enga trú á því að tvö töpuð stig gegn Southampton í kvöld hafi einhver stór áhrif á liðið fyrir það sem koma skal á tímabilinu. „Af hverju ættum við að missa einhverja trú á okkur? Við unnum ekki í kvöld en við spiluðum vel. Ég hef sagt það áður að við munum misstíga okkur eitthvað og missa af einhverjum stigum. Hvernig við höguðum okkur á vellinum í kvöld er ég ánægður með. Núna höfum við tvær vikur til að undirbúa okkur í næsta leik og við munum gera það. Enska úrvalsdeildin er ótrúlega erfið. Sumt fólk segir að titilbaráttan er búin og það er jákvætt fyrir okkur því titilbaráttan er mjög erfið og þetta er alls ekki búið. Titilbaráttan var ekki búinn fyrir tveimur vikum síðan og hún verður ekki búinn eftir þrjár vikur,“ svaraði Guardiola, aðspurður að því hvort þetta jafntefli hafi einhver áhrif á trú liðsins að sigra deildina. City er þrátt fyrir jafnteflið með 12 stiga forskot á Liverpool sem er í öðru sæti. Liverpool á þó tvo leiki til góða en Liverpool spilar gegn Crystal Palace á morgun. „Ég væri til í að hafa 40 stiga forskot á Liverpool og Chelsea og það væri draumur en það er ekki mögulegt í janúar. Þeir eru með frábær lið og ég bjóst ekki við því að vera með þetta forskot á þessum tímapunkti en þetta er ekki búið. Þessi lið munu sækja fullt af stigum,“ sagði Guardiola að endingu. Enski boltinn Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
„Þetta var án vafa langt um besta frammistaða okkar á leiktíðinni. Við vorum að spila við lið sem sem spilar ótrúlega góðan varnarleik og eru góðir í skyndisóknum. Þeir eru vel skipulagðir og við þurftum að hafa fyrir hlutunum í kvöld. Niðurstaðan, 1-1 jafntefli, er ekki gott, en frammistaðan var frábær,“ sagði Guardiola í viðtali við Sky Sports eftir leikinn við Southampton. „Það er hlutverk þjálfarans sjá um hvernig liðið hagar sér á vellinum og hvernig við spiluðum í kvöld var framúrskarandi.“ Jafnteflið í kvöld var í fyrsta skipti sem City fær ekki þrjú stig í leik í tæpa þrjá mánuði eða síðan liðið tapaði fyrir Crystal Palace, 0-2, þann 30. október. „Til dæmis spiluðum við verr gegn Arsenal en unnum þann leik. Stundum gerist það í fótbolta og sérstaklega í úrvalsdeildinni að maður spilar illa og sigrar leikinn og stundum spilaru vel og sigrar ekki. Deildin er 38 leikir og sumt færðu verðskuldað og annað ekki.“ Guardiola hefur enga trú á því að tvö töpuð stig gegn Southampton í kvöld hafi einhver stór áhrif á liðið fyrir það sem koma skal á tímabilinu. „Af hverju ættum við að missa einhverja trú á okkur? Við unnum ekki í kvöld en við spiluðum vel. Ég hef sagt það áður að við munum misstíga okkur eitthvað og missa af einhverjum stigum. Hvernig við höguðum okkur á vellinum í kvöld er ég ánægður með. Núna höfum við tvær vikur til að undirbúa okkur í næsta leik og við munum gera það. Enska úrvalsdeildin er ótrúlega erfið. Sumt fólk segir að titilbaráttan er búin og það er jákvætt fyrir okkur því titilbaráttan er mjög erfið og þetta er alls ekki búið. Titilbaráttan var ekki búinn fyrir tveimur vikum síðan og hún verður ekki búinn eftir þrjár vikur,“ svaraði Guardiola, aðspurður að því hvort þetta jafntefli hafi einhver áhrif á trú liðsins að sigra deildina. City er þrátt fyrir jafnteflið með 12 stiga forskot á Liverpool sem er í öðru sæti. Liverpool á þó tvo leiki til góða en Liverpool spilar gegn Crystal Palace á morgun. „Ég væri til í að hafa 40 stiga forskot á Liverpool og Chelsea og það væri draumur en það er ekki mögulegt í janúar. Þeir eru með frábær lið og ég bjóst ekki við því að vera með þetta forskot á þessum tímapunkti en þetta er ekki búið. Þessi lið munu sækja fullt af stigum,“ sagði Guardiola að endingu.
Enski boltinn Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira