Norsk stjórnvöld gefa út 53 ný olíuleitarleyfi Kristján Már Unnarsson skrifar 23. janúar 2022 13:27 Frá Johan Sverdrup-svæðinu í Norðursjó. Þetta er eitt nýjasta olíuvinnslusvæði Norðmanna. Vísir/EPA Norsk stjórnvöld hafa úthlutað 53 nýjum sérleyfum til leitar og vinnslu olíu á landgrunni Noregs. Á sama tíma er skýrt frá því að aldrei í sögunni hafi tekjur Norðmanna af olíu- og gasvinnslu verið eins miklar og á nýliðnu ári. Olíumálaráðherrann segir frekari olíuleit skipta sköpum fyrir efnahag landsins og þróun olíuiðnaðarins. Greenpeace í Noregi segir það hins vegar brjálæði að í loftslagskreppu gefi ríkisstjórn Jonas Gahr Støre út ný olíuleyfi. Sérleyfin 53 fela í sér bæði einkarétt til leitar á úthlutuðum svæðum og síðar borana og vinnslu. Alls fengu 28 olíufélög leyfi, þar af fengu 15 félög leyfi á fleiri en einu svæði. Flest leyfanna, 28 talsins, eru í Norðursjó, 20 leyfi eru Noregshafi og 5 í Barentshafi, það nyrsta á 73 breiddargráðu. „Olíuiðnaðurinn leggur til miklar tekjur, verðmætasköpun og störf um allt land. Því er ánægjulegt í dag að geta boðið 53 ný vinnsluleyfi á fyrirfram skilgreindum svæðum. Frekari leitarstarfsemi og nýjar uppgötvanir skipta sköpum þegar við ætlum að þróa enn frekar norskan olíuiðnað til hagsbóta fyrir allt landið,“ segir olíu- og orkumálaráðherrann Marte Mjøs Persen í yfirlýsingu þegar leyfisveitingin var kynnt fyrir helgi. „Ríkisstjórn Støre sýnir sitt rétta andlit með því að setja kröfu olíuiðnaðarins um ný rannsóknarleyfi ofar þörfinni á grænum orkuskiptum,“segir Frode Pleym, leiðtogi Greenpeace í Noregi, í yfirlýsingu og lýsir sérstökum áhyggjum yfir að leyfi séu gefin út til leitar við ísjaðarinn í Barentshafi. Frá mótmælaaðgerðum Greenpeace í Barentshafi árið 2014.Mynd/Greenpeace. Hann segir nýju leyfin klárt brot á loftslagsloforðinu sem Støre forsætisráðherra og afi hafi gefið barnabörnunum í kosningabaráttunni. Í stað þess að taka þátt í baráttunni gegn loftslagsvánni haldi Støre áfram blindri fjárfestingu í meiri olíu. Það sé stærsta ógnin við norsk störf. Olíustofnun Noregs skýrði frá því á dögunum að nýliðið ár hefði reynst það tekjuhæsta í meira en hálfrar aldar sögu norska olíuævintýrisins. „Mikil framleiðsla á olíu og gasi frá alls 94 svæðum, mikil eftirspurn og hátt hráefnisverð gera það að verkum að útflutningstekjur ríkisins af olíu eru í sögulegu hámarki. Mikið af þessu má rekja til hás olíuverðs,“ segir Olíustofnunin. „Norska olíustofnunin gerir ráð fyrir að áfram verði stöðug og mikil framleiðsla á næstu árum. Margar nýjar uppgötvanir og sú staðreynd að fjöldi nýrra svæða verður byggður upp á næstu árum þýðir að gert er ráð fyrir að framleiðslan aukist nokkuð fram til ársins 2024,“ segir stofnunin. Hér sjá frétt Stöðvar 2 af því þegar Johan Sverdrup, eitt verðmætasta olíuvinnslusvæði í sögu Noregs, var formlega tekið í notkun fyrir tveimur árum: Noregur Bensín og olía Olíuleit á Drekasvæði Orkumál Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Ný ríkisstjórn Noregs ætla að halda áfram olíuvinnslu Jonas Gahr Støre kynnti nýja ríkisstjórn Verkamannaflokks hans og Miðflokksins í dag. Flokkarnir eru sammála um að halda áfram að leita að og vinna olíu og gas næstu árin. 14. október 2021 13:59 Sylvi Listhaug úthlutar 69 leyfum til olíuleitar Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Sylvi Listhaug, tilkynnti í vikunni um úthlutun 69 nýrra sérleyfa til leitar og vinnslu olíu í lögsögu Noregs. 19. janúar 2020 16:15 Segir að skála ætti í kampavíni fyrir nýja olíuvinnslusvæðinu Norðmenn hafa formlega tekið í notkun eitt verðmætasta olíuvinnslusvæði í sögu Noregs. Erna Solberg forsætisráðherra opnaði svæðið í forföllum Haraldar Noregskonungs. 9. janúar 2020 22:15 Fimmtíu ár frá upphafi norska olíuævintýrisins Það var á Þorláksmessu árið 1969 sem ráðamenn Phillips-olíufélagsins hringdu í norska iðnaðarráðuneytið og tilkynntu um að þeir hefðu fundið olíulind á Ekofisk-svæðinu í Norðursjó. 24. desember 2019 12:32 Stöðva stopula leit að olíu í lögsögu Íslands Hálfrar aldar sögu olíuleitar við Ísland virðist lokið; leitar sem reyndist bæði stopul og árangurslítil. Í nýjum stjórnarsáttmála er því lýst yfir að fleiri leyfi til olíuleitar verði ekki gefin út. 29. nóvember 2021 22:20 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Olíumálaráðherrann segir frekari olíuleit skipta sköpum fyrir efnahag landsins og þróun olíuiðnaðarins. Greenpeace í Noregi segir það hins vegar brjálæði að í loftslagskreppu gefi ríkisstjórn Jonas Gahr Støre út ný olíuleyfi. Sérleyfin 53 fela í sér bæði einkarétt til leitar á úthlutuðum svæðum og síðar borana og vinnslu. Alls fengu 28 olíufélög leyfi, þar af fengu 15 félög leyfi á fleiri en einu svæði. Flest leyfanna, 28 talsins, eru í Norðursjó, 20 leyfi eru Noregshafi og 5 í Barentshafi, það nyrsta á 73 breiddargráðu. „Olíuiðnaðurinn leggur til miklar tekjur, verðmætasköpun og störf um allt land. Því er ánægjulegt í dag að geta boðið 53 ný vinnsluleyfi á fyrirfram skilgreindum svæðum. Frekari leitarstarfsemi og nýjar uppgötvanir skipta sköpum þegar við ætlum að þróa enn frekar norskan olíuiðnað til hagsbóta fyrir allt landið,“ segir olíu- og orkumálaráðherrann Marte Mjøs Persen í yfirlýsingu þegar leyfisveitingin var kynnt fyrir helgi. „Ríkisstjórn Støre sýnir sitt rétta andlit með því að setja kröfu olíuiðnaðarins um ný rannsóknarleyfi ofar þörfinni á grænum orkuskiptum,“segir Frode Pleym, leiðtogi Greenpeace í Noregi, í yfirlýsingu og lýsir sérstökum áhyggjum yfir að leyfi séu gefin út til leitar við ísjaðarinn í Barentshafi. Frá mótmælaaðgerðum Greenpeace í Barentshafi árið 2014.Mynd/Greenpeace. Hann segir nýju leyfin klárt brot á loftslagsloforðinu sem Støre forsætisráðherra og afi hafi gefið barnabörnunum í kosningabaráttunni. Í stað þess að taka þátt í baráttunni gegn loftslagsvánni haldi Støre áfram blindri fjárfestingu í meiri olíu. Það sé stærsta ógnin við norsk störf. Olíustofnun Noregs skýrði frá því á dögunum að nýliðið ár hefði reynst það tekjuhæsta í meira en hálfrar aldar sögu norska olíuævintýrisins. „Mikil framleiðsla á olíu og gasi frá alls 94 svæðum, mikil eftirspurn og hátt hráefnisverð gera það að verkum að útflutningstekjur ríkisins af olíu eru í sögulegu hámarki. Mikið af þessu má rekja til hás olíuverðs,“ segir Olíustofnunin. „Norska olíustofnunin gerir ráð fyrir að áfram verði stöðug og mikil framleiðsla á næstu árum. Margar nýjar uppgötvanir og sú staðreynd að fjöldi nýrra svæða verður byggður upp á næstu árum þýðir að gert er ráð fyrir að framleiðslan aukist nokkuð fram til ársins 2024,“ segir stofnunin. Hér sjá frétt Stöðvar 2 af því þegar Johan Sverdrup, eitt verðmætasta olíuvinnslusvæði í sögu Noregs, var formlega tekið í notkun fyrir tveimur árum:
Noregur Bensín og olía Olíuleit á Drekasvæði Orkumál Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Ný ríkisstjórn Noregs ætla að halda áfram olíuvinnslu Jonas Gahr Støre kynnti nýja ríkisstjórn Verkamannaflokks hans og Miðflokksins í dag. Flokkarnir eru sammála um að halda áfram að leita að og vinna olíu og gas næstu árin. 14. október 2021 13:59 Sylvi Listhaug úthlutar 69 leyfum til olíuleitar Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Sylvi Listhaug, tilkynnti í vikunni um úthlutun 69 nýrra sérleyfa til leitar og vinnslu olíu í lögsögu Noregs. 19. janúar 2020 16:15 Segir að skála ætti í kampavíni fyrir nýja olíuvinnslusvæðinu Norðmenn hafa formlega tekið í notkun eitt verðmætasta olíuvinnslusvæði í sögu Noregs. Erna Solberg forsætisráðherra opnaði svæðið í forföllum Haraldar Noregskonungs. 9. janúar 2020 22:15 Fimmtíu ár frá upphafi norska olíuævintýrisins Það var á Þorláksmessu árið 1969 sem ráðamenn Phillips-olíufélagsins hringdu í norska iðnaðarráðuneytið og tilkynntu um að þeir hefðu fundið olíulind á Ekofisk-svæðinu í Norðursjó. 24. desember 2019 12:32 Stöðva stopula leit að olíu í lögsögu Íslands Hálfrar aldar sögu olíuleitar við Ísland virðist lokið; leitar sem reyndist bæði stopul og árangurslítil. Í nýjum stjórnarsáttmála er því lýst yfir að fleiri leyfi til olíuleitar verði ekki gefin út. 29. nóvember 2021 22:20 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Ný ríkisstjórn Noregs ætla að halda áfram olíuvinnslu Jonas Gahr Støre kynnti nýja ríkisstjórn Verkamannaflokks hans og Miðflokksins í dag. Flokkarnir eru sammála um að halda áfram að leita að og vinna olíu og gas næstu árin. 14. október 2021 13:59
Sylvi Listhaug úthlutar 69 leyfum til olíuleitar Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Sylvi Listhaug, tilkynnti í vikunni um úthlutun 69 nýrra sérleyfa til leitar og vinnslu olíu í lögsögu Noregs. 19. janúar 2020 16:15
Segir að skála ætti í kampavíni fyrir nýja olíuvinnslusvæðinu Norðmenn hafa formlega tekið í notkun eitt verðmætasta olíuvinnslusvæði í sögu Noregs. Erna Solberg forsætisráðherra opnaði svæðið í forföllum Haraldar Noregskonungs. 9. janúar 2020 22:15
Fimmtíu ár frá upphafi norska olíuævintýrisins Það var á Þorláksmessu árið 1969 sem ráðamenn Phillips-olíufélagsins hringdu í norska iðnaðarráðuneytið og tilkynntu um að þeir hefðu fundið olíulind á Ekofisk-svæðinu í Norðursjó. 24. desember 2019 12:32
Stöðva stopula leit að olíu í lögsögu Íslands Hálfrar aldar sögu olíuleitar við Ísland virðist lokið; leitar sem reyndist bæði stopul og árangurslítil. Í nýjum stjórnarsáttmála er því lýst yfir að fleiri leyfi til olíuleitar verði ekki gefin út. 29. nóvember 2021 22:20