Erlent

Játaði að hafa rænt fjögurra ára ástralskri stúlku

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Terence Darrell Kelly hefur játað fyrir dómi að0 hafa rænt hinni fjögurra ára gömlu Cleo Smith í október síðastliðnum.
Terence Darrell Kelly hefur játað fyrir dómi að0 hafa rænt hinni fjögurra ára gömlu Cleo Smith í október síðastliðnum. Getty/Tamati Smith

Ástralskur karlmauður á fertugsaldri hefur játað að hafa rænt fjögurra ára gamalli stúlku og halda henni fanginni í átján daga síðasta haust. 

Hin fjögurra ára gamla Cleo Smith hvarf úr tjaldi fjölskyldu sinnar um miðja nótt í október í fyrra en fjölskyldan var í útilegu í vesturhluta Ástralíu. Umfangsmikil leit hófst að stúlkunni, sem stóð yfir í átján daga, þar til hún fannst heima hjá ókunnugum manni í Carnarvon, heimabæ hennar. 

Terence Darrell Kelly, 36 ára gamall, játaði í dag fyrir dómi að hafa rænt Cleo. Kelly verður því áfram í gæsluvarðhaldi þar til aðalmeðferð í málinu hefst í mars. Ástralskir fjölmiðlar segja játninguna hafa komið á óvart og margir hafi gert ráð fyrir því að málið yrði lengi fyrir dómstólum. 

Kelly hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan í nóvember, tveimur dögum eftir að lögregla gerði húsleit á heimili hans og fann Cleo þar læsta inni. Kelly var handtekinn nokkrum götum frá heimili sínu. 


Tengdar fréttir

Stefnir sjónvarpsstöð sem bendlaði hann við mannránið

Ástralskur karlmaður hefur stefnt einni stærstu sjónvarpsfréttastöð landsins eftir að hún sagði hann ranglega vera manninn sem rændi Cleo Smith, fjögurra ára gamalli stúlku sem hvarf úr tjaldi foreldra sinna í síðasta mánuði en fannst síðar heil á húfi.

Kanna hvort mannræninginn hafi verið einn að verki

Ástralska lögreglan rannsakar nú hvort að karlmaður á fertugsaldri hafi verið einn að verki þegar hann rændi fjögurra ára gamalli stúlku úr tjaldi foreldra hanna í Vestur-Ástralíu í síðasta mánuði. Stúlkan fannst heil á húfi eftir hátt í þriggja vikna umfangsmikla leit.

Kanna hvort mannræninginn hafi verið einn að verki

Ástralska lögreglan rannsakar nú hvort að karlmaður á fertugsaldri hafi verið einn að verki þegar hann rændi fjögurra ára gamalli stúlku úr tjaldi foreldra hanna í Vestur-Ástralíu í síðasta mánuði. Stúlkan fannst heil á húfi eftir hátt í þriggja vikna umfangsmikla leit.

Kanna hvort mannræninginn hafi verið einn að verki

Ástralska lögreglan rannsakar nú hvort að karlmaður á fertugsaldri hafi verið einn að verki þegar hann rændi fjögurra ára gamalli stúlku úr tjaldi foreldra hanna í Vestur-Ástralíu í síðasta mánuði. Stúlkan fannst heil á húfi eftir hátt í þriggja vikna umfangsmikla leit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×