„Gerðu það, ekki hætta hjá okkur“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 28. janúar 2022 07:01 Landslagið á vinnumarkaðinum er að breytast mjög hratt þar sem valdið er að færast frá vinnuveitendum og til starfsfólks. Fólk er farið að meta vinnustaði öðruvísi en áður og því er mælt með því að stjórnendur hugi að starfsmannasamtölum til að tryggja að fólk segi síður upp. Vísir/Getty Síðustu áratugina hefur valdið verið í höndum vinnuveitenda: Þeir meta hverjir fá hvaða störf, hverjir hljóta fastráðningu og svo framvegis. En nú virðist allt önnur staða vera að koma upp. Þannig sýna tölur mjög glöggt frá Bandaríkjunum og Bretlandi að æ fleira fólk er að að velja að hætta í starfinu sínu. Í nýlegri grein Economist er talað um hálfgerða uppsagnarbylgju. Nánast byltingarkennda. Atvinnulífið hefur fjallað nokkuð um þessa þróun. Til dæmis að gigg-störfum fjölgi á ógnarhraða eða að samkvæmt nýlegri skýrslu McKinsey hafi aldrei jafn margir vestanhafs íhugað að segja upp starfi sínu. Samkvæmt Harvard Business Review er það einkum fólk á aldrinum 30 – 45 ára sem er að velja að segja upp starfi sínu og leita á önnur mið. Í umfjöllun Reuters er því fleygt fram að í kjölfar Covid, hafi fólk í auknum mæli farið að velta því fyrir sér hvort það væri yfir höfuð ánægt í starfinu sínu. Þá er kulnun vaxandi vandamál víða. Að staðan sé að snúast við, snýst ekki um þróun í útlöndum. Því margt bendir til þess að þróunin á Íslandi stefni í nákvæmlega sömu átt. Í viðtali við Atvinnulífið fyrir stuttu sagði Herdís Pála Pálsdóttir mannauðssérfræðingur og stjórnendaráðgjafi að árið 2022 mættu vinnuveitendur búast við að erfitt yrði að ráða í margar stöður. Þá sagði hún valdið vera að færast til fólksins. Áður hefðu vinnuveitendur til dæmis nýtt þriggja mánaða reynslutíma til að meta fastráðningu. Nú er það hins vegar fólkið sjálft sem nýtir reynslumánuðina til að meta vinnuveitandann. „Þeir (starfsmennirnir) velja á milli fyrirtækja. Þeir nota reynslutíma til að meta hvort vinnustaðurinn standist væntingar, þá helst hvað varðar vinnustaðarmenningu, stjórnun, samskipti, stuðning við einstaklinga og fleira. Einstaklingar hafa því orðið meira vald í vinnusambandinu og nota það orðið óhikað,“ segir Herdís. „Gerðu það, ekki hætta hjá okkur“ Nú getur það hljómað sem dæmi um frekar ýkt samtal ef stjórnandi eða vinnuveitandi stendur frammi fyrir því að hreinlega þurfa að biðja fólk um að hætta ekki. „Gerðu það, ekki hætta hjá okkur.“ Raunveruleikinn er hins vegar sá að vinnuveitendur þurfa að aðlaga sig breyttu landslagi. Og gjörbreyttri framtíð. Fyrir stjórnendur þýðir þetta ný áskorun. Í umfjöllun Fastcompany er mælt með því að stjórnendur taki upp regluleg „Vertu áfram hjá okkur“ samtöl (e. Stay interviews). Hér eru nokkur góð ráð. 1. Taktu samtalið með hverjum og einum en ekki á hópfundi 2. Talaðu við alla. Ekki velja úr því það gefur hópnum til kynna að það sé ekki allt starfsfólk metið að verðleikum 3. Nýttu samtalið í að spyrja gagnlegra spurninga fyrir vinnustaðinn. Dæmi: Hvað finnst þér jákvæðast við að starfa hér? Hvað hlakkar þig mest til þegar þú ert að mæta til vinnu? Hvað finnst þér jákvæðast við vinnustaðamenninguna okkar? Hvernig sérðu fyrir þér þinn starfsframa? 4. Sömuleiðis er upplagt að nýta samtalið til að rýna í það sem betur má fara. Til dæmis með spurningum eins og: Er eitthvað sem gæti gert starfið þitt betra/skemmtilegra/eftirsóknarverðara? Hvað get ég sem yfirmaður gert til að auka á þína starfsánægju? Hvað myndir þú gera í mínum sporum, til að hvetja hópinn meira til dáða? Ímyndum okkur að þú værir að taka ákvörðun um að hætta að vinna hjá okkur, segjum til dæmis innan tveggja ára, hver myndir þú telja vera líklegustu ástæðuna? Að vanda sig við þetta samtal er vel þess virði. Því í raun snýst gott samband alltaf um góð samskipti. Hvort heldur sem er í einkalífi eða starfi. Stjórnun Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Starfsframi Góðu ráðin Tengdar fréttir Stjórnendur þurfa að huga að starfsfólkinu en ekki aðeins hluthöfum og viðskiptavinum „Svo mánuðum skiptir hafa starfsmenn fylgt sé að baki stjórnendum og gert það sem gera þarf,“ segir Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Dale Carnegie en bendir á að eftir tuttugu mánaða tímabil í heimsfaraldri, sé mikilvægt fyrir stjórnendur nú að skoða sambandið sitt við starfsfólk. 26. nóvember 2021 07:01 Ætti ég að skipta um vinnu? Það er einmitt á þessum tíma árs sem við horfum svolítið inn á við með hvað okkur langar að gera. Sumir velta til dæmis fyrir sér hvort nú sé tíminn til að skipta um starf? 10. janúar 2022 07:00 Fimm góð ráð til að ná markmiðunum okkar árið 2022 Við þekkjum þetta flest; um áramót lítum við yfir farinn veg, fyllumst bjartsýni og setjum okkur markmið fyrir gott og spennandi nýtt ár. Hversu margir ætli það séu til dæmis, sem eru að taka fyrsta daginn sinn í megrun í dag? 3. janúar 2022 07:01 „Á heimsvísu fjölgar giggurum stórkostlega“ Árið 2020 var 33% vöxtur á giggstörfum á heimsvísu og samkvæmt rannsókn McKinsey myndi einn af hverjum sex starfsmönnum í hefðbundnu starfi helst vilja starfa sjálfstætt. Spár gera ráð fyrir gífurlega hröðum vexti gigg-hagkerfisins á næstu árum. 16. desember 2021 07:01 CCP um mannauðsmálin: Algjörlega ný hugsun nauðsynleg Breyttur veruleiki atvinnulífs kallar á að stjórnendur og vinnuveitendur almennt þurfa að nálgast hlutina með algjörlega nýrri hugsun að mati framkvæmdastjóra mannauðssviðs CCP. Sumt sem þessu fylgi verði ekki skemmtilegt og um margt flókið. 7. október 2021 07:01 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
En nú virðist allt önnur staða vera að koma upp. Þannig sýna tölur mjög glöggt frá Bandaríkjunum og Bretlandi að æ fleira fólk er að að velja að hætta í starfinu sínu. Í nýlegri grein Economist er talað um hálfgerða uppsagnarbylgju. Nánast byltingarkennda. Atvinnulífið hefur fjallað nokkuð um þessa þróun. Til dæmis að gigg-störfum fjölgi á ógnarhraða eða að samkvæmt nýlegri skýrslu McKinsey hafi aldrei jafn margir vestanhafs íhugað að segja upp starfi sínu. Samkvæmt Harvard Business Review er það einkum fólk á aldrinum 30 – 45 ára sem er að velja að segja upp starfi sínu og leita á önnur mið. Í umfjöllun Reuters er því fleygt fram að í kjölfar Covid, hafi fólk í auknum mæli farið að velta því fyrir sér hvort það væri yfir höfuð ánægt í starfinu sínu. Þá er kulnun vaxandi vandamál víða. Að staðan sé að snúast við, snýst ekki um þróun í útlöndum. Því margt bendir til þess að þróunin á Íslandi stefni í nákvæmlega sömu átt. Í viðtali við Atvinnulífið fyrir stuttu sagði Herdís Pála Pálsdóttir mannauðssérfræðingur og stjórnendaráðgjafi að árið 2022 mættu vinnuveitendur búast við að erfitt yrði að ráða í margar stöður. Þá sagði hún valdið vera að færast til fólksins. Áður hefðu vinnuveitendur til dæmis nýtt þriggja mánaða reynslutíma til að meta fastráðningu. Nú er það hins vegar fólkið sjálft sem nýtir reynslumánuðina til að meta vinnuveitandann. „Þeir (starfsmennirnir) velja á milli fyrirtækja. Þeir nota reynslutíma til að meta hvort vinnustaðurinn standist væntingar, þá helst hvað varðar vinnustaðarmenningu, stjórnun, samskipti, stuðning við einstaklinga og fleira. Einstaklingar hafa því orðið meira vald í vinnusambandinu og nota það orðið óhikað,“ segir Herdís. „Gerðu það, ekki hætta hjá okkur“ Nú getur það hljómað sem dæmi um frekar ýkt samtal ef stjórnandi eða vinnuveitandi stendur frammi fyrir því að hreinlega þurfa að biðja fólk um að hætta ekki. „Gerðu það, ekki hætta hjá okkur.“ Raunveruleikinn er hins vegar sá að vinnuveitendur þurfa að aðlaga sig breyttu landslagi. Og gjörbreyttri framtíð. Fyrir stjórnendur þýðir þetta ný áskorun. Í umfjöllun Fastcompany er mælt með því að stjórnendur taki upp regluleg „Vertu áfram hjá okkur“ samtöl (e. Stay interviews). Hér eru nokkur góð ráð. 1. Taktu samtalið með hverjum og einum en ekki á hópfundi 2. Talaðu við alla. Ekki velja úr því það gefur hópnum til kynna að það sé ekki allt starfsfólk metið að verðleikum 3. Nýttu samtalið í að spyrja gagnlegra spurninga fyrir vinnustaðinn. Dæmi: Hvað finnst þér jákvæðast við að starfa hér? Hvað hlakkar þig mest til þegar þú ert að mæta til vinnu? Hvað finnst þér jákvæðast við vinnustaðamenninguna okkar? Hvernig sérðu fyrir þér þinn starfsframa? 4. Sömuleiðis er upplagt að nýta samtalið til að rýna í það sem betur má fara. Til dæmis með spurningum eins og: Er eitthvað sem gæti gert starfið þitt betra/skemmtilegra/eftirsóknarverðara? Hvað get ég sem yfirmaður gert til að auka á þína starfsánægju? Hvað myndir þú gera í mínum sporum, til að hvetja hópinn meira til dáða? Ímyndum okkur að þú værir að taka ákvörðun um að hætta að vinna hjá okkur, segjum til dæmis innan tveggja ára, hver myndir þú telja vera líklegustu ástæðuna? Að vanda sig við þetta samtal er vel þess virði. Því í raun snýst gott samband alltaf um góð samskipti. Hvort heldur sem er í einkalífi eða starfi.
Stjórnun Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Starfsframi Góðu ráðin Tengdar fréttir Stjórnendur þurfa að huga að starfsfólkinu en ekki aðeins hluthöfum og viðskiptavinum „Svo mánuðum skiptir hafa starfsmenn fylgt sé að baki stjórnendum og gert það sem gera þarf,“ segir Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Dale Carnegie en bendir á að eftir tuttugu mánaða tímabil í heimsfaraldri, sé mikilvægt fyrir stjórnendur nú að skoða sambandið sitt við starfsfólk. 26. nóvember 2021 07:01 Ætti ég að skipta um vinnu? Það er einmitt á þessum tíma árs sem við horfum svolítið inn á við með hvað okkur langar að gera. Sumir velta til dæmis fyrir sér hvort nú sé tíminn til að skipta um starf? 10. janúar 2022 07:00 Fimm góð ráð til að ná markmiðunum okkar árið 2022 Við þekkjum þetta flest; um áramót lítum við yfir farinn veg, fyllumst bjartsýni og setjum okkur markmið fyrir gott og spennandi nýtt ár. Hversu margir ætli það séu til dæmis, sem eru að taka fyrsta daginn sinn í megrun í dag? 3. janúar 2022 07:01 „Á heimsvísu fjölgar giggurum stórkostlega“ Árið 2020 var 33% vöxtur á giggstörfum á heimsvísu og samkvæmt rannsókn McKinsey myndi einn af hverjum sex starfsmönnum í hefðbundnu starfi helst vilja starfa sjálfstætt. Spár gera ráð fyrir gífurlega hröðum vexti gigg-hagkerfisins á næstu árum. 16. desember 2021 07:01 CCP um mannauðsmálin: Algjörlega ný hugsun nauðsynleg Breyttur veruleiki atvinnulífs kallar á að stjórnendur og vinnuveitendur almennt þurfa að nálgast hlutina með algjörlega nýrri hugsun að mati framkvæmdastjóra mannauðssviðs CCP. Sumt sem þessu fylgi verði ekki skemmtilegt og um margt flókið. 7. október 2021 07:01 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Stjórnendur þurfa að huga að starfsfólkinu en ekki aðeins hluthöfum og viðskiptavinum „Svo mánuðum skiptir hafa starfsmenn fylgt sé að baki stjórnendum og gert það sem gera þarf,“ segir Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Dale Carnegie en bendir á að eftir tuttugu mánaða tímabil í heimsfaraldri, sé mikilvægt fyrir stjórnendur nú að skoða sambandið sitt við starfsfólk. 26. nóvember 2021 07:01
Ætti ég að skipta um vinnu? Það er einmitt á þessum tíma árs sem við horfum svolítið inn á við með hvað okkur langar að gera. Sumir velta til dæmis fyrir sér hvort nú sé tíminn til að skipta um starf? 10. janúar 2022 07:00
Fimm góð ráð til að ná markmiðunum okkar árið 2022 Við þekkjum þetta flest; um áramót lítum við yfir farinn veg, fyllumst bjartsýni og setjum okkur markmið fyrir gott og spennandi nýtt ár. Hversu margir ætli það séu til dæmis, sem eru að taka fyrsta daginn sinn í megrun í dag? 3. janúar 2022 07:01
„Á heimsvísu fjölgar giggurum stórkostlega“ Árið 2020 var 33% vöxtur á giggstörfum á heimsvísu og samkvæmt rannsókn McKinsey myndi einn af hverjum sex starfsmönnum í hefðbundnu starfi helst vilja starfa sjálfstætt. Spár gera ráð fyrir gífurlega hröðum vexti gigg-hagkerfisins á næstu árum. 16. desember 2021 07:01
CCP um mannauðsmálin: Algjörlega ný hugsun nauðsynleg Breyttur veruleiki atvinnulífs kallar á að stjórnendur og vinnuveitendur almennt þurfa að nálgast hlutina með algjörlega nýrri hugsun að mati framkvæmdastjóra mannauðssviðs CCP. Sumt sem þessu fylgi verði ekki skemmtilegt og um margt flókið. 7. október 2021 07:01