Malaví er ein af þeim þjóðum sem hefur komið hvað mest á óvart en liðið komst alla leið í 16-liða úrslit þrátt fyrir að lenda í 3. sæti í sínum riðli. Marinică á þar stóran þátt en hann var ráðinn til leiks eftir að liðið fór illa að ráði sínu í undankeppni HM.
Malaví náði í fjögur stig í riðlakeppninni, þar á meðal kom eitt gegn stórliði Senegal þar sem finna má leikmenn á borð við Sadio Mané, Idrissa Gana Guye og Édouard Mendy.
Marinică veit vel að lið hans er ekki jafn vel mannað og stærstu lið keppninnar en hann telur forráðamenn keppninnar bæta á ójöfnuðinn.
„Þú myndir ekki sjá Sadio Mané þvo nærbuxurnar sínar og hengja þær út í garði svo þær þorni. Sumum spurningum þarf að svara: Af hverju eru þessir hlutir að koma fyrir okkur? Af hverju koma þeir bara fyrir smærri liðin,“ spyr Marinică sig og sendir forráðamönnum Afríkukeppninnar skýr skilaboð í leiðinni.
Fjögur lönd eru nú þegar komin áfram í 8-liða úrslit keppninnar. Það eru Gambía, Kamerún, Túnis og Búrkína Fasó. Í dag kemur svo í ljós hvaða fjórar þjóðir fylgja þeim.