Sníkjudýr þetta kallast Tritrichomonas foetus en það greindist í saursýni úr ketti með krónískan niðurgang sem var sent á rannsóknarstofuna Finn Pathologist í Bretlandi frá Gæludýraklíníkinni í Reykjavík.
Samkvæmt tilkynningu á vef Matvælastofnunar segir að stofnuninni hafi ekki borist áður tilkynning um þetta sníkjudýr hér á landi. Annað afbrigði þessa sama sníkjudýrs valdi fósturláti í kúm snemma á meðgöngu en það afbrigði hafi heldur aldrei greinst á Íslandi.
Þá er talið að sníkjudýrið í köttum geti ekki borist í nautgripi.
Eitt afbrigði þessa sníkjudýrs til viðbótar kallast Tritrichomonas suis og finnst í svínum. Það hefur heldur aldrei greinst hér á landi en hefur greinst í fólki erlendis.