Ríkisborgararéttur og Alþingi Jón Gunnarsson skrifar 26. janúar 2022 20:00 Afskaplega undarleg umræða um Útlendingastofnun og afgreiðslu ríkisborgararéttar fór af stað á Alþingi á þriðjudaginn og það undir liðnum fundarstjórn forseta. Engu var líkara en að þingmenn sem tóku til máls væru að keppast um að fara rangt með staðreyndir málsins. Málið er miklu einfaldara en þingmenn láta í veðri vaka. Umboðsmaður Alþingis gerði athugasemdir árið 2018 við óeðlilega langan afgreiðslutíma um ríkisborgararétt hjá Útlendingastofnun. Í ljós kom að almenna biðröðin eftir ríkisborgararétti var stífluð vegna þess að mjög stór hluti umsækjenda óskaði eftir því að umsóknir sínar yrðu sendar beint til Alþingis. Útlendingastofnun var síðan upptekin af því að vinna umsagnir til Alþingis um allar þennan fjölda. Einhverra hluta vegna hafði stofnunin komið upp því vinnulagi að þeir sem fóru fram hjá lögbundinni stjórnsýslu og sóttu um ríkisborgararétt með lagabreytingu frá Alþingi teknir fram fyrir þá sem lögðu einfaldlega inn almenna umsókn. „VIP-röð“ Alþingis var þannig orðin miklu lengri en almenna biðröðin og fáum var lengur hleypt inn úr almennu biðröðinni. Þessu breytti dómsmálaráðuneytið með löngum fyrirvara og lagði fyrir Útlendingastofnun að afgreiða umsóknir einfaldlega í þeirri röð sem þær berast. Það var nú allt og sumt. Í upphafi árs 2020 var almennur afgreiðslutími umsókna um ríkisborgararétt hjá Útlendingastofnun rúmir 16 mánuðir en með því að hætta að forgangsraða umsögnum um þau mál sem Alþingi fjallar um, hefur á skömmum tíma tekist að stytta hann niður í um 6 mánuði. Hér þarf að leiðrétta upphrópanir og rangar fullyrðingar þingmanna Útlendingastofnun hefur ekki neitað að afhenda gögn og heldur ekki neitað að afgreiða umsóknir. Dómsmálaráðuneytið og Útlendingastofnun hafa ekki „vísað hvert á annað“ í þessu máli. Ráðuneytið ber fulla ábyrgð á þessu verklagi og hefur aldrei skorast undan ábyrgð á því. Ráðuneyti dómsmála tilkynnti Alþingi formlega um breytta forgangsröðun við vinnslu umsókna í júní á síðasta ári. Ráðuneytið hafnar því að hér sé verið að brjóta lög. Þvert á móti er verið að tryggja jafnræði fólks fyrir lögum með því að afgreiða umsóknir um ríkisborgararétt í þeirri röð sem þær berast. • Það verklag að setja allar almennar umsóknir um ríkisborgararétt í margra mánaða bið vegna þeirra sem sóttu beint um til Alþingis er brot á jafnræðisreglu. Umboðsmaður Alþingis hafði enda krafið ráðuneytið um svör við því hvernig ráðuneytið hygðist bregðast við löngum afgreiðslutíma umsókna. • Virðingu Alþingis er engin hætta búin þótt gætt sé jafnræðis við meðferð þessara mála. Hugsanlega stafar virðingu þingsins meiri ógn af innistæðulausum stóryrðum. Árið 1998 var komið upp því almenna fyrirkomulagi að stjórnvöld veiti útlendingum ríkisborgararétt á grundvelli almennra krafna um búsetutíma o.fl. Um leið var settur sá varnagli að Alþingi gæti veitt útvöldum einstaklingum ríkisborgararétt með sérstökum lögum. Veiting ríkisborgararéttar með lögum frá Alþingi var alltaf hugsuð sem undantekning fremur en meginregla og var m.a. beitt til að veita Bobby Fischer íslenskan ríkisborgararétt árið 2005. Síðustu árin hefur raunin hins vegar orðið önnur. Árið 2015 fóru um 11% umsókna um ríkisborgararétt fyrir Alþingi en árin 2019-2020 var hlutfallið komið upp í 30-40%. Sérstaka athygli vakti að af síðarnefndu umsóknunum uppfylltu 68-82% ekki búsetuskilyrði laga um íslenskan ríkisborgararétt. Hjá Útlendingastofnun fer mikil vinna í að undirbúa umsóknir um ríkisborgararétt til Alþingis, vinna sem hefur gengið framar vinnu við almennar umsóknir og þannig tafið afgreiðslu þeirra. Þetta tvöfalda kerfi vegur mjög að jafnræði þeirra sem sækja um ríkisborgararétt. Meirihluti þeirra sem setjast að hér á landi bíða eftir því að öll lögmælt skilyrði séu uppfyllt áður en sótt er um ríkisborgararétt. Hins vegar fær stækkandi hópur ríkisborgararétt með lögum frá Alþingi án þess að uppfylla skilyrði laga, og án nokkurs gagnsæis, enda ber Alþingi ekki að rökstyðja ákvarðanir sínar um veitingu ríkisborgarréttar. Þannig er ekki upplýst hvað ræður niðurstöðu Alþingis um veitingu ríkisborgararéttar. Svo dæmi sé tekið fengu á árunum 2005-2018 alls 840 manns ríkisborgararétt skv. lögum frá Alþingi. Í ljós hefur komið að fimmtungur þessara einstaklinga er ekki búsettur á Íslandi. Aukin heldur hafði áberandi stór hluti þeirra sem fengið hafa ríkisborgararétt frá Alþingi alla möguleika á að fá íslenskt ríkisfang með stjórnvaldsákvörðun, með því einungis að bíða þar til lögmæltum búsetutíma væri náð. Breytt verklag stuðlar bæði að jafnræði við afgreiðslu umsókna um íslenskan ríkisborgararétt og styttingu málsmeðferðar. Að þessu sögðu er það afdráttarlaus afstaða mín að Útlendingastofnun skuli áfram og eftirleiðis afgreiða beiðnir um umsagnir til Alþingis í þeirri röð sem þær berast, með sama hætti og aðrar umsóknir sem berast samkvæmt lögum um íslenskan ríkisborgararétt. Heppilegast væri þó ef unnt væri að ná samstöðu um nauðsyn þess að þingið breyti því hvernig það fer með möguleika sína til að veita einstaklingum ríkisborgararétt með lögum og að vönduð stjórnsýsla og jafnræði verði tekin fram yfir geðþóttaákvarðanir. Í umræðum um fundarstjórn forseta fóru þingmenn hver af öðrum rangt með staðreyndir máls sem kom fundarstjórn forseta auk þess ekki nokkurn skapaðan hlut við. Í þessum ranga málflutningi á röngum tíma varð þeim flestum tíðrætt um virðingu Alþingis. Kannski ætti það verkefni að efla virðingu Alþingis að byrja í túninu heima. Höfundur er innanríkisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Alþingi Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Dauðsfall, fályndi og umboðsmaður sjúklinga Einar Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Sjá meira
Afskaplega undarleg umræða um Útlendingastofnun og afgreiðslu ríkisborgararéttar fór af stað á Alþingi á þriðjudaginn og það undir liðnum fundarstjórn forseta. Engu var líkara en að þingmenn sem tóku til máls væru að keppast um að fara rangt með staðreyndir málsins. Málið er miklu einfaldara en þingmenn láta í veðri vaka. Umboðsmaður Alþingis gerði athugasemdir árið 2018 við óeðlilega langan afgreiðslutíma um ríkisborgararétt hjá Útlendingastofnun. Í ljós kom að almenna biðröðin eftir ríkisborgararétti var stífluð vegna þess að mjög stór hluti umsækjenda óskaði eftir því að umsóknir sínar yrðu sendar beint til Alþingis. Útlendingastofnun var síðan upptekin af því að vinna umsagnir til Alþingis um allar þennan fjölda. Einhverra hluta vegna hafði stofnunin komið upp því vinnulagi að þeir sem fóru fram hjá lögbundinni stjórnsýslu og sóttu um ríkisborgararétt með lagabreytingu frá Alþingi teknir fram fyrir þá sem lögðu einfaldlega inn almenna umsókn. „VIP-röð“ Alþingis var þannig orðin miklu lengri en almenna biðröðin og fáum var lengur hleypt inn úr almennu biðröðinni. Þessu breytti dómsmálaráðuneytið með löngum fyrirvara og lagði fyrir Útlendingastofnun að afgreiða umsóknir einfaldlega í þeirri röð sem þær berast. Það var nú allt og sumt. Í upphafi árs 2020 var almennur afgreiðslutími umsókna um ríkisborgararétt hjá Útlendingastofnun rúmir 16 mánuðir en með því að hætta að forgangsraða umsögnum um þau mál sem Alþingi fjallar um, hefur á skömmum tíma tekist að stytta hann niður í um 6 mánuði. Hér þarf að leiðrétta upphrópanir og rangar fullyrðingar þingmanna Útlendingastofnun hefur ekki neitað að afhenda gögn og heldur ekki neitað að afgreiða umsóknir. Dómsmálaráðuneytið og Útlendingastofnun hafa ekki „vísað hvert á annað“ í þessu máli. Ráðuneytið ber fulla ábyrgð á þessu verklagi og hefur aldrei skorast undan ábyrgð á því. Ráðuneyti dómsmála tilkynnti Alþingi formlega um breytta forgangsröðun við vinnslu umsókna í júní á síðasta ári. Ráðuneytið hafnar því að hér sé verið að brjóta lög. Þvert á móti er verið að tryggja jafnræði fólks fyrir lögum með því að afgreiða umsóknir um ríkisborgararétt í þeirri röð sem þær berast. • Það verklag að setja allar almennar umsóknir um ríkisborgararétt í margra mánaða bið vegna þeirra sem sóttu beint um til Alþingis er brot á jafnræðisreglu. Umboðsmaður Alþingis hafði enda krafið ráðuneytið um svör við því hvernig ráðuneytið hygðist bregðast við löngum afgreiðslutíma umsókna. • Virðingu Alþingis er engin hætta búin þótt gætt sé jafnræðis við meðferð þessara mála. Hugsanlega stafar virðingu þingsins meiri ógn af innistæðulausum stóryrðum. Árið 1998 var komið upp því almenna fyrirkomulagi að stjórnvöld veiti útlendingum ríkisborgararétt á grundvelli almennra krafna um búsetutíma o.fl. Um leið var settur sá varnagli að Alþingi gæti veitt útvöldum einstaklingum ríkisborgararétt með sérstökum lögum. Veiting ríkisborgararéttar með lögum frá Alþingi var alltaf hugsuð sem undantekning fremur en meginregla og var m.a. beitt til að veita Bobby Fischer íslenskan ríkisborgararétt árið 2005. Síðustu árin hefur raunin hins vegar orðið önnur. Árið 2015 fóru um 11% umsókna um ríkisborgararétt fyrir Alþingi en árin 2019-2020 var hlutfallið komið upp í 30-40%. Sérstaka athygli vakti að af síðarnefndu umsóknunum uppfylltu 68-82% ekki búsetuskilyrði laga um íslenskan ríkisborgararétt. Hjá Útlendingastofnun fer mikil vinna í að undirbúa umsóknir um ríkisborgararétt til Alþingis, vinna sem hefur gengið framar vinnu við almennar umsóknir og þannig tafið afgreiðslu þeirra. Þetta tvöfalda kerfi vegur mjög að jafnræði þeirra sem sækja um ríkisborgararétt. Meirihluti þeirra sem setjast að hér á landi bíða eftir því að öll lögmælt skilyrði séu uppfyllt áður en sótt er um ríkisborgararétt. Hins vegar fær stækkandi hópur ríkisborgararétt með lögum frá Alþingi án þess að uppfylla skilyrði laga, og án nokkurs gagnsæis, enda ber Alþingi ekki að rökstyðja ákvarðanir sínar um veitingu ríkisborgarréttar. Þannig er ekki upplýst hvað ræður niðurstöðu Alþingis um veitingu ríkisborgararéttar. Svo dæmi sé tekið fengu á árunum 2005-2018 alls 840 manns ríkisborgararétt skv. lögum frá Alþingi. Í ljós hefur komið að fimmtungur þessara einstaklinga er ekki búsettur á Íslandi. Aukin heldur hafði áberandi stór hluti þeirra sem fengið hafa ríkisborgararétt frá Alþingi alla möguleika á að fá íslenskt ríkisfang með stjórnvaldsákvörðun, með því einungis að bíða þar til lögmæltum búsetutíma væri náð. Breytt verklag stuðlar bæði að jafnræði við afgreiðslu umsókna um íslenskan ríkisborgararétt og styttingu málsmeðferðar. Að þessu sögðu er það afdráttarlaus afstaða mín að Útlendingastofnun skuli áfram og eftirleiðis afgreiða beiðnir um umsagnir til Alþingis í þeirri röð sem þær berast, með sama hætti og aðrar umsóknir sem berast samkvæmt lögum um íslenskan ríkisborgararétt. Heppilegast væri þó ef unnt væri að ná samstöðu um nauðsyn þess að þingið breyti því hvernig það fer með möguleika sína til að veita einstaklingum ríkisborgararétt með lögum og að vönduð stjórnsýsla og jafnræði verði tekin fram yfir geðþóttaákvarðanir. Í umræðum um fundarstjórn forseta fóru þingmenn hver af öðrum rangt með staðreyndir máls sem kom fundarstjórn forseta auk þess ekki nokkurn skapaðan hlut við. Í þessum ranga málflutningi á röngum tíma varð þeim flestum tíðrætt um virðingu Alþingis. Kannski ætti það verkefni að efla virðingu Alþingis að byrja í túninu heima. Höfundur er innanríkisráðherra.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun