Leikmenn og þjálfarar Dana fengu subbuleg skilaboð frá svekktum Íslendingum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. janúar 2022 14:29 Nokkrir reiðir stuðningsmenn Íslands fóru langt yfir strikið eftir tap Danmerkur fyrir Frakklandi. getty/Sanjin Strukic Leikmönnum og þjálfurum danska handboltalandsliðsins bárust miður falleg skilaboð frá ósáttum Íslendingum eftir leik Danmerkur og Frakklands í gær. Danmörk tapaði leiknum með eins marks mun, 29-30, og fyrir vikið komst Ísland ekki í undanúrslit Evrópumótsins. Íslendingar voru margir hverjir ósáttir eftir leikinn og létu gamminn geysa á samfélagsmiðlum. Einhverjir gengu enn lengra og sendu leikmönnum og þjálfurum danska liðsins ógeðfelld skilaboð. Frederik G. Schmidt, fjölmiðlafulltrúi danska handknattleikssambandsins, greindi frá þessu á Twitter í dag. Hann segir ekkert til í því að danska liðið hafi tapað leiknum viljandi. „Ég er ekki hrifinn af sumum skilaboðum sem leikmönnum og þjálfarateyminu hafa borist eftir leikinn gegn Frakklandi í gærkvöldi. Nei, þeir töpuðu ekki viljandi. Og nei, maður á ekki skilið að deyja bara vegna þess að maður tapar handboltaleik,“ skrifaði Schmidt á Twitter. Jeg er slemt imponeret over nogle af de beskeder, der lander i spillernes og trænerteamets indbakker efter kampen mod Frankrig i aftes. Nej, de har ikke tabt med vilje. Og nej, man fortjener ikke at dø, blot fordi man har tabt en håndboldkamp. #hndbld #ehfeuro2022— Frederik G. Schmidt (@Frederik_GS) January 27, 2022 Það voru ekki bara leikmönnum og þjálfurum danska liðsins sem bárust subbuleg skilaboð eftir leikinn heldur einnig danska handboltamiðlaranum Rasmus Boysen. Danir mæta Spánverjum í undanúrslitum EM á morgun. Í hinum undanúrslitaleiknum eigast Frakkar og Svíar við. Íslendingar mæta hins vegar Norðmönnum í leiknum um 5. sætið. EM karla í handbolta 2022 Danmörk Tengdar fréttir Fékk viðbjóðsleg skilaboð frá Íslendingum eftir tap Danmerkur Daninn Rasmus Boysen, sennilega helsti handboltafréttamiðlari heimsins, fékk send „viðbjóðsleg“ skilaboð frá Íslendingum og fleirum eftir tap Danmerkur gegn Frakklandi á EM í Búdapest í gær. 27. janúar 2022 11:30 Segja misskilning hafa valdið því að Danir reyndu ekki að skora Afar óvenjulegt atvik varð í lok fyrri hálfleiks hjá Danmörku og Frakklandi á EM í handbolta í gærkvöld þegar Danir slepptu því að reyna að nýta síðustu sókn sína. 27. janúar 2022 09:00 Þjálfari Dana: „Mjög svekktur að hafa tapað“ „Við vildum allir saman vinna leikinn, á því leikur ekki nokkur vafi,“ sagði Nikolaj Jacobsen, þjálfari danska landsliðsins, svekktur eftir 30-29 tapið gegn Frakklandi á EM í handbolta í gær. 27. janúar 2022 07:58 Ísland grátlega nærri undanúrslitunum Íslenska karlalandsliðið í handbolta komst ekki áfram í undanúrslit Evrópumótsins í handbolta. Þess í stað mun liðið leika um fimmta sæti mótsins á föstudaginn. 26. janúar 2022 21:03 Umfjöllun: Danmörk - Frakkland 29-30 | Takk fyrir ekkert Danmörk leiddi nær allan leikinn gegn Frakklandi til þess eins að tapa með eins marks mun og kosta Ísland þar með sæti í undanúrslitum Evrópumótsins í handbolta. Takk fyrir ekkert Danmörk. 26. janúar 2022 21:45 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjá meira
Danmörk tapaði leiknum með eins marks mun, 29-30, og fyrir vikið komst Ísland ekki í undanúrslit Evrópumótsins. Íslendingar voru margir hverjir ósáttir eftir leikinn og létu gamminn geysa á samfélagsmiðlum. Einhverjir gengu enn lengra og sendu leikmönnum og þjálfurum danska liðsins ógeðfelld skilaboð. Frederik G. Schmidt, fjölmiðlafulltrúi danska handknattleikssambandsins, greindi frá þessu á Twitter í dag. Hann segir ekkert til í því að danska liðið hafi tapað leiknum viljandi. „Ég er ekki hrifinn af sumum skilaboðum sem leikmönnum og þjálfarateyminu hafa borist eftir leikinn gegn Frakklandi í gærkvöldi. Nei, þeir töpuðu ekki viljandi. Og nei, maður á ekki skilið að deyja bara vegna þess að maður tapar handboltaleik,“ skrifaði Schmidt á Twitter. Jeg er slemt imponeret over nogle af de beskeder, der lander i spillernes og trænerteamets indbakker efter kampen mod Frankrig i aftes. Nej, de har ikke tabt med vilje. Og nej, man fortjener ikke at dø, blot fordi man har tabt en håndboldkamp. #hndbld #ehfeuro2022— Frederik G. Schmidt (@Frederik_GS) January 27, 2022 Það voru ekki bara leikmönnum og þjálfurum danska liðsins sem bárust subbuleg skilaboð eftir leikinn heldur einnig danska handboltamiðlaranum Rasmus Boysen. Danir mæta Spánverjum í undanúrslitum EM á morgun. Í hinum undanúrslitaleiknum eigast Frakkar og Svíar við. Íslendingar mæta hins vegar Norðmönnum í leiknum um 5. sætið.
EM karla í handbolta 2022 Danmörk Tengdar fréttir Fékk viðbjóðsleg skilaboð frá Íslendingum eftir tap Danmerkur Daninn Rasmus Boysen, sennilega helsti handboltafréttamiðlari heimsins, fékk send „viðbjóðsleg“ skilaboð frá Íslendingum og fleirum eftir tap Danmerkur gegn Frakklandi á EM í Búdapest í gær. 27. janúar 2022 11:30 Segja misskilning hafa valdið því að Danir reyndu ekki að skora Afar óvenjulegt atvik varð í lok fyrri hálfleiks hjá Danmörku og Frakklandi á EM í handbolta í gærkvöld þegar Danir slepptu því að reyna að nýta síðustu sókn sína. 27. janúar 2022 09:00 Þjálfari Dana: „Mjög svekktur að hafa tapað“ „Við vildum allir saman vinna leikinn, á því leikur ekki nokkur vafi,“ sagði Nikolaj Jacobsen, þjálfari danska landsliðsins, svekktur eftir 30-29 tapið gegn Frakklandi á EM í handbolta í gær. 27. janúar 2022 07:58 Ísland grátlega nærri undanúrslitunum Íslenska karlalandsliðið í handbolta komst ekki áfram í undanúrslit Evrópumótsins í handbolta. Þess í stað mun liðið leika um fimmta sæti mótsins á föstudaginn. 26. janúar 2022 21:03 Umfjöllun: Danmörk - Frakkland 29-30 | Takk fyrir ekkert Danmörk leiddi nær allan leikinn gegn Frakklandi til þess eins að tapa með eins marks mun og kosta Ísland þar með sæti í undanúrslitum Evrópumótsins í handbolta. Takk fyrir ekkert Danmörk. 26. janúar 2022 21:45 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjá meira
Fékk viðbjóðsleg skilaboð frá Íslendingum eftir tap Danmerkur Daninn Rasmus Boysen, sennilega helsti handboltafréttamiðlari heimsins, fékk send „viðbjóðsleg“ skilaboð frá Íslendingum og fleirum eftir tap Danmerkur gegn Frakklandi á EM í Búdapest í gær. 27. janúar 2022 11:30
Segja misskilning hafa valdið því að Danir reyndu ekki að skora Afar óvenjulegt atvik varð í lok fyrri hálfleiks hjá Danmörku og Frakklandi á EM í handbolta í gærkvöld þegar Danir slepptu því að reyna að nýta síðustu sókn sína. 27. janúar 2022 09:00
Þjálfari Dana: „Mjög svekktur að hafa tapað“ „Við vildum allir saman vinna leikinn, á því leikur ekki nokkur vafi,“ sagði Nikolaj Jacobsen, þjálfari danska landsliðsins, svekktur eftir 30-29 tapið gegn Frakklandi á EM í handbolta í gær. 27. janúar 2022 07:58
Ísland grátlega nærri undanúrslitunum Íslenska karlalandsliðið í handbolta komst ekki áfram í undanúrslit Evrópumótsins í handbolta. Þess í stað mun liðið leika um fimmta sæti mótsins á föstudaginn. 26. janúar 2022 21:03
Umfjöllun: Danmörk - Frakkland 29-30 | Takk fyrir ekkert Danmörk leiddi nær allan leikinn gegn Frakklandi til þess eins að tapa með eins marks mun og kosta Ísland þar með sæti í undanúrslitum Evrópumótsins í handbolta. Takk fyrir ekkert Danmörk. 26. janúar 2022 21:45