Börnin eru mikilvægust Guðný Maja Riba skrifar 27. janúar 2022 19:01 Það eru til fátæk börn í Reykjavík, og fátækar fjölskyldur. Þær fjölskyldur sem verst standa eru einstæðir foreldrar. Og einstæðir foreldrar búa í þeim hverfum þar sem húsnæði er ódýrast. Húsnæðiskreppa höfuðborgarsvæðisins bitnar verst á tekjulágum hópum. Börn hafa margs konar þarfir sem þarf að sinna í uppvexti þeirra. Þau þurfa að eiga þess kost að alast upp við tilfinningalegt öryggi. Þau eiga ekki að þurfa að alast upp við efnislegan skort. Þau eiga ekki að þurfa að alast upp við félagslega einangrun eða útskúfun. Og þau eiga rétt á að búa í öruggu húsnæði. Reykjavík er rík borg. Ísland er ríkt land. Það er stutt síðan að samfélag okkar var meira sveit en borg, tengsl fólks betri og sterkari, lífið að sumu leyti einfaldara. Við snúum ekki þangað aftur en við getum lært af fortíðinni. Við getum rifjað upp samheldnina, tengslin, óvæntar heimsóknir, að líta hvert eftir öðru og hafa augun opin fyrir þeim sem hafa það ekki jafn gott og aðrir. Reykjavíkurborg getur auðveldað tekjulágum fjölskyldum lífið með margvíslegum hætti. Talið er að um 10% grunnskólabarna fái ekki heitan mat í hádeginu vegna þess að foreldrarnir hafa ekki efni á að greiða fyrir hann. Það er pólitísk ákvörðun að öll börn, óháð stétt og stöðu foreldra fái hollan og góðan mat í hádeginu á skólatíma. Sama gildir um frístundarstarfið. Borgin hefur komið vel til móts við fjölskyldur með frístundakortinu. En við þurfum að gera betur. Við þurfum að vinna að því að öll börn njóti frístundarinnar með vinum og skólafélögum. Og við þurfum að vera hugmyndarík og nærgætin þegar við nálgumst foreldra og fjölskyldur sem af mörgum mismunandi ástæðum notfæra sér ekki styrkinn. Við getum byggt starfið á fyrirmyndum úr íþróttahreyfingunni, við ættum að skoða stöðu þeirra barna sem ekki mæta í skipulagt tómstundarstarf og styrkja félagslega stöðu þeirra með auknum stuðning við foreldra. Við getum átt samtal og nýtt okkur þekkingu þeirra sem vinna á vettvangi. Tekju- og eignaójöfnuður hefur aukist og við sem vinnum með börnum og unglingum og erum nærri vettvangi sjáum hvar og hvernig afleiðingarnar birtast.og höfum skýra sýn á hvernig vandi þessara barna birtist því birtingarmyndir fátæktar geta verið margvíslegar. Eins hefur það sýnt sig að tómstundastarf hefur gríðarlegt forvarnargildi. Tómstundir eru allajafna mikilvægur þáttur í að efla sjálfsmynd og byggja einstaklinginn upp félagslega. Börn efnaminni foreldra eiga það til að einangrast frá vinum, einfaldlega vegna þess að þau standa þeim ekki jafnfætis. Það er staðreynd að börn eru neyslufrek og verða snemma virkir neytendur. Þau gera miklar kröfur innan hópsins og þau skapa sitt eigið neytendasamfélag en neysluhegðunin getur orðið verulegur hluti af félagslegum samskiptum. Til að falla inn í vinahópinn verður barn að standast ákveðin efnahagleg viðmið. Einangrun getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir barn og eru áhrifin oft varanleg fram á fullorðinsár. Það er þess vegna brýnt að halda vel utan um börn tekjulægstu foreldranna til að þau séu jafnvíg félögum sínum og forðast að þau einangrist og upplifi félagslegan ójöfnuð. Reynslan hefur sýnt að ef stjórnvöld huga ekki að þessum hópi barna getur orðið til ný kynslóð fátækra. Mig langar til að fá tækifæri til starfa í kraftmiklum jafnaðarflokki og vinna að því sem á hug minn allan og ég tel að muni gera samfélagið okkar betra, að auknum jöfnuði og réttlæti. Við verðum að muna að hver manneskja er aðeins einu sinni barn. Það er ekki hægt að endurtaka uppeldi og þróun til sálræns jafnvægis og félagsþroska. Höfundur er kennari í Breiðholtsskóla og sækist eftir 4.-6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Samfylkingin Reykjavík Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það eru til fátæk börn í Reykjavík, og fátækar fjölskyldur. Þær fjölskyldur sem verst standa eru einstæðir foreldrar. Og einstæðir foreldrar búa í þeim hverfum þar sem húsnæði er ódýrast. Húsnæðiskreppa höfuðborgarsvæðisins bitnar verst á tekjulágum hópum. Börn hafa margs konar þarfir sem þarf að sinna í uppvexti þeirra. Þau þurfa að eiga þess kost að alast upp við tilfinningalegt öryggi. Þau eiga ekki að þurfa að alast upp við efnislegan skort. Þau eiga ekki að þurfa að alast upp við félagslega einangrun eða útskúfun. Og þau eiga rétt á að búa í öruggu húsnæði. Reykjavík er rík borg. Ísland er ríkt land. Það er stutt síðan að samfélag okkar var meira sveit en borg, tengsl fólks betri og sterkari, lífið að sumu leyti einfaldara. Við snúum ekki þangað aftur en við getum lært af fortíðinni. Við getum rifjað upp samheldnina, tengslin, óvæntar heimsóknir, að líta hvert eftir öðru og hafa augun opin fyrir þeim sem hafa það ekki jafn gott og aðrir. Reykjavíkurborg getur auðveldað tekjulágum fjölskyldum lífið með margvíslegum hætti. Talið er að um 10% grunnskólabarna fái ekki heitan mat í hádeginu vegna þess að foreldrarnir hafa ekki efni á að greiða fyrir hann. Það er pólitísk ákvörðun að öll börn, óháð stétt og stöðu foreldra fái hollan og góðan mat í hádeginu á skólatíma. Sama gildir um frístundarstarfið. Borgin hefur komið vel til móts við fjölskyldur með frístundakortinu. En við þurfum að gera betur. Við þurfum að vinna að því að öll börn njóti frístundarinnar með vinum og skólafélögum. Og við þurfum að vera hugmyndarík og nærgætin þegar við nálgumst foreldra og fjölskyldur sem af mörgum mismunandi ástæðum notfæra sér ekki styrkinn. Við getum byggt starfið á fyrirmyndum úr íþróttahreyfingunni, við ættum að skoða stöðu þeirra barna sem ekki mæta í skipulagt tómstundarstarf og styrkja félagslega stöðu þeirra með auknum stuðning við foreldra. Við getum átt samtal og nýtt okkur þekkingu þeirra sem vinna á vettvangi. Tekju- og eignaójöfnuður hefur aukist og við sem vinnum með börnum og unglingum og erum nærri vettvangi sjáum hvar og hvernig afleiðingarnar birtast.og höfum skýra sýn á hvernig vandi þessara barna birtist því birtingarmyndir fátæktar geta verið margvíslegar. Eins hefur það sýnt sig að tómstundastarf hefur gríðarlegt forvarnargildi. Tómstundir eru allajafna mikilvægur þáttur í að efla sjálfsmynd og byggja einstaklinginn upp félagslega. Börn efnaminni foreldra eiga það til að einangrast frá vinum, einfaldlega vegna þess að þau standa þeim ekki jafnfætis. Það er staðreynd að börn eru neyslufrek og verða snemma virkir neytendur. Þau gera miklar kröfur innan hópsins og þau skapa sitt eigið neytendasamfélag en neysluhegðunin getur orðið verulegur hluti af félagslegum samskiptum. Til að falla inn í vinahópinn verður barn að standast ákveðin efnahagleg viðmið. Einangrun getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir barn og eru áhrifin oft varanleg fram á fullorðinsár. Það er þess vegna brýnt að halda vel utan um börn tekjulægstu foreldranna til að þau séu jafnvíg félögum sínum og forðast að þau einangrist og upplifi félagslegan ójöfnuð. Reynslan hefur sýnt að ef stjórnvöld huga ekki að þessum hópi barna getur orðið til ný kynslóð fátækra. Mig langar til að fá tækifæri til starfa í kraftmiklum jafnaðarflokki og vinna að því sem á hug minn allan og ég tel að muni gera samfélagið okkar betra, að auknum jöfnuði og réttlæti. Við verðum að muna að hver manneskja er aðeins einu sinni barn. Það er ekki hægt að endurtaka uppeldi og þróun til sálræns jafnvægis og félagsþroska. Höfundur er kennari í Breiðholtsskóla og sækist eftir 4.-6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun