Vinstri grænir ekki á móti því að virkja meira Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2022 22:37 Orri Páll Jóhannsson þingmaður Vinstri grænna. Stöð 2 Vinstri grænir eru alls ekki á móti því að ráðist verði í frekari virkjanir á næstu árum. Þingflokksmaður segir að ljóst sé að afla þurfi „einhverrar orku“ til að sporna gegn yfirvofandi raforkuskorti. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra var spurður út í það á fyrirspurnarfundi fyrr í dag hvernig ríkisstjórnin hygðist leysa raforkuvandann og dregið var í efa hvort ríkisstjórnin væri á sama máli um lausnina á vandanum. Fréttastofa ræddi við Orra Pál Jóhannsson þingflokksmann Vinstri grænna um málið. Er VG á móti öllum frekari virkjunum? „Nei, það er nú aldeilis ekki svo. Við höfum auðvitað talað fyrir aðgerðum til þess að sporna við þessari óheillaþróun sem að fylgir loftslagsmálunum. Og við gerum okkur fulla grein fyrir því að við munum þurfa að afla einhverrar orku til þess, en það er kannski ekki alveg sama hvernig það er gert,“ segir Orri Páll. Hann segir að ríkisstjórnin hafi komið sér saman um það í stjórnarsáttmála að ljúka afgreiðslu á þriðja áfanga rammaáætlunar og telur að nú takist það, sem ekki gekk upp á síðasta kjörtímabili. „Ég hef fulla trú á því að það takist núna. Þetta er brýnt verkefni - það er að segja við náum að kortleggja og átta okkur á þessari stöðu. Gera okkur grein fyrir því sem þarf að gera og bregðast við, með það að leiðarljósi að ná utan um loftslagsvána og geta spornað gegn henni. Og ég hef fulla trú á því að okkur takist það,“ segir Orri Páll Jóhannsson þingmaður Vinstri grænna. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld að Landsnet teldi að raforkuskortur yrði viðvarandi vandamál á Íslandi næstu árin ef ekki yrði brugðist skjótt við. Forstjóri Landsnets hvatti landsmenn meðal annars til þess að spara rafmagn. Orkumál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir „Augljóslega er þetta ekki gott“ Forsætisráðherra segir stefnt að því að stækka ákveðnar virkjanir sem þegar eru starfandi á Íslandi. Innviðaráðherra segir svíða að orkubú Vestfjarða sé að kaupa olíu til kyndingar fyrir fleiri hundruð milljónir þar sem endurnýjanleg orka hefur verið skert. 22. janúar 2022 12:19 Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16 Orkustjórar í ritdeilu um raforkuskort Stjórnendur tveggja stærstu orkufyrirtækja landsins, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, eru komnir í opinbera ritdeilu á Vísi um raforkuskort í landinu. Þetta eru þeir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri vatnsafls hjá Landsvirkjun. Bæði fyrirtækin eru alfarið í opinberri eigu; Landsvirkjun í eigu ríkisins en Orkuveitan að mestu í eigu Reykjavíkurborgar. 11. desember 2021 14:28 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra var spurður út í það á fyrirspurnarfundi fyrr í dag hvernig ríkisstjórnin hygðist leysa raforkuvandann og dregið var í efa hvort ríkisstjórnin væri á sama máli um lausnina á vandanum. Fréttastofa ræddi við Orra Pál Jóhannsson þingflokksmann Vinstri grænna um málið. Er VG á móti öllum frekari virkjunum? „Nei, það er nú aldeilis ekki svo. Við höfum auðvitað talað fyrir aðgerðum til þess að sporna við þessari óheillaþróun sem að fylgir loftslagsmálunum. Og við gerum okkur fulla grein fyrir því að við munum þurfa að afla einhverrar orku til þess, en það er kannski ekki alveg sama hvernig það er gert,“ segir Orri Páll. Hann segir að ríkisstjórnin hafi komið sér saman um það í stjórnarsáttmála að ljúka afgreiðslu á þriðja áfanga rammaáætlunar og telur að nú takist það, sem ekki gekk upp á síðasta kjörtímabili. „Ég hef fulla trú á því að það takist núna. Þetta er brýnt verkefni - það er að segja við náum að kortleggja og átta okkur á þessari stöðu. Gera okkur grein fyrir því sem þarf að gera og bregðast við, með það að leiðarljósi að ná utan um loftslagsvána og geta spornað gegn henni. Og ég hef fulla trú á því að okkur takist það,“ segir Orri Páll Jóhannsson þingmaður Vinstri grænna. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld að Landsnet teldi að raforkuskortur yrði viðvarandi vandamál á Íslandi næstu árin ef ekki yrði brugðist skjótt við. Forstjóri Landsnets hvatti landsmenn meðal annars til þess að spara rafmagn.
Orkumál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir „Augljóslega er þetta ekki gott“ Forsætisráðherra segir stefnt að því að stækka ákveðnar virkjanir sem þegar eru starfandi á Íslandi. Innviðaráðherra segir svíða að orkubú Vestfjarða sé að kaupa olíu til kyndingar fyrir fleiri hundruð milljónir þar sem endurnýjanleg orka hefur verið skert. 22. janúar 2022 12:19 Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16 Orkustjórar í ritdeilu um raforkuskort Stjórnendur tveggja stærstu orkufyrirtækja landsins, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, eru komnir í opinbera ritdeilu á Vísi um raforkuskort í landinu. Þetta eru þeir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri vatnsafls hjá Landsvirkjun. Bæði fyrirtækin eru alfarið í opinberri eigu; Landsvirkjun í eigu ríkisins en Orkuveitan að mestu í eigu Reykjavíkurborgar. 11. desember 2021 14:28 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
„Augljóslega er þetta ekki gott“ Forsætisráðherra segir stefnt að því að stækka ákveðnar virkjanir sem þegar eru starfandi á Íslandi. Innviðaráðherra segir svíða að orkubú Vestfjarða sé að kaupa olíu til kyndingar fyrir fleiri hundruð milljónir þar sem endurnýjanleg orka hefur verið skert. 22. janúar 2022 12:19
Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16
Orkustjórar í ritdeilu um raforkuskort Stjórnendur tveggja stærstu orkufyrirtækja landsins, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur, eru komnir í opinbera ritdeilu á Vísi um raforkuskort í landinu. Þetta eru þeir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri vatnsafls hjá Landsvirkjun. Bæði fyrirtækin eru alfarið í opinberri eigu; Landsvirkjun í eigu ríkisins en Orkuveitan að mestu í eigu Reykjavíkurborgar. 11. desember 2021 14:28