Loka fyrir heitt vatn í hluta Kópavogs og Garðabæjar vegna bilunar Eiður Þór Árnason skrifar 28. janúar 2022 14:06 Unnið er að því að koma framleiðslu heits vatns í virkjuninni í gang á ný. ON Heildarframleiðslugeta á heitu vatni fyrir hitaveitu höfuðborgarsvæðisins er skert um 30% vegna bilunar í Nesjavallavirkjun. Engin framleiðsla er á vatni á Nesjavöllum eins og stendur. Við bilunina kom högg á dreifikerfi hitaveitunnar með þeim afleiðingum að leki kom að annarri Reykjaæðinni en þær flytja heitt vatn frá Mosfellsbæ til borgarinnar. Hitaveitugeymar á Reynisvatnsheiði hafa því sem næst tæmst í morgun, segir í tilkynningu frá Veitum. Af þessum sökum þarf að loka fyrir heitt vatn í Lindum, Smára og vesturbæ Kópavogs og í Garðabæ (utan Urriðaholts og Holtsbúðar) frá klukkan 14:00 til 18:00 í dag. Greint var frá því í morgun að sprenging hafi orðið í tengivirki Landsnets á Nesjavöllum með þeim afleiðingum að þremur af fjórum aflvélum Nesjavallavirkjunar sló út. Aftengja þurfti fjórðu aflvélina svo starfsfólk Orku náttúrunnar gæti athafnað sig við tengivirkið þar sem sprengingin varð. Svæðið sem um ræðir.Veitur Fólk loki gluggum og fari sparlega með heita vatnið „Í morgun hefur verið gripið til fjölmargra aðgerða til að mæta þessari stöðu. Búið er að færa fjölda hverfa á höfuðborgarsvæðinu, sem fengu vatn frá virkjunum, yfir á vatn úr borholum á lághitasvæðum í Reykjavík og Mosfellsbæ,“ segir í tilkynningunni. Hellisheiðarvirkjun sé keyrð á fullum afköstum. Að sögn Veitna er nú unnið markvisst að því að koma framleiðslu heits vatns í virkjuninni í gang. Áætlað er að viðgerðir í virkjuninni taki nokkra daga en reynt verður að sjá til þess að sem minnst truflun verði á framleiðslu heits vatns. Veðurspá gerir ráð fyrir kuldatíð næstu daga og má því búast við að notkun á heitu vatni verði mikil. Veitur hvetja fólk til að fara einstaklega sparlega með heita vatnið og hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en nauðsyn krefur til að tapa ekki varma úr húsum. Orkumál Grímsnes- og Grafningshreppur Kópavogur Garðabær Tengdar fréttir Skerða afhendingu rafmagns eftir sprengingu í tengivirki á Nesjavöllum Sprenging varð í tengivirki Landsnets á Nesjavöllum rétt fyrir klukkan sex í morgun með þeim afleiðingum að þremur af fjórum aflvélum Nesjavallavirkjunar sló út. 28. janúar 2022 09:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Við bilunina kom högg á dreifikerfi hitaveitunnar með þeim afleiðingum að leki kom að annarri Reykjaæðinni en þær flytja heitt vatn frá Mosfellsbæ til borgarinnar. Hitaveitugeymar á Reynisvatnsheiði hafa því sem næst tæmst í morgun, segir í tilkynningu frá Veitum. Af þessum sökum þarf að loka fyrir heitt vatn í Lindum, Smára og vesturbæ Kópavogs og í Garðabæ (utan Urriðaholts og Holtsbúðar) frá klukkan 14:00 til 18:00 í dag. Greint var frá því í morgun að sprenging hafi orðið í tengivirki Landsnets á Nesjavöllum með þeim afleiðingum að þremur af fjórum aflvélum Nesjavallavirkjunar sló út. Aftengja þurfti fjórðu aflvélina svo starfsfólk Orku náttúrunnar gæti athafnað sig við tengivirkið þar sem sprengingin varð. Svæðið sem um ræðir.Veitur Fólk loki gluggum og fari sparlega með heita vatnið „Í morgun hefur verið gripið til fjölmargra aðgerða til að mæta þessari stöðu. Búið er að færa fjölda hverfa á höfuðborgarsvæðinu, sem fengu vatn frá virkjunum, yfir á vatn úr borholum á lághitasvæðum í Reykjavík og Mosfellsbæ,“ segir í tilkynningunni. Hellisheiðarvirkjun sé keyrð á fullum afköstum. Að sögn Veitna er nú unnið markvisst að því að koma framleiðslu heits vatns í virkjuninni í gang. Áætlað er að viðgerðir í virkjuninni taki nokkra daga en reynt verður að sjá til þess að sem minnst truflun verði á framleiðslu heits vatns. Veðurspá gerir ráð fyrir kuldatíð næstu daga og má því búast við að notkun á heitu vatni verði mikil. Veitur hvetja fólk til að fara einstaklega sparlega með heita vatnið og hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en nauðsyn krefur til að tapa ekki varma úr húsum.
Orkumál Grímsnes- og Grafningshreppur Kópavogur Garðabær Tengdar fréttir Skerða afhendingu rafmagns eftir sprengingu í tengivirki á Nesjavöllum Sprenging varð í tengivirki Landsnets á Nesjavöllum rétt fyrir klukkan sex í morgun með þeim afleiðingum að þremur af fjórum aflvélum Nesjavallavirkjunar sló út. 28. janúar 2022 09:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Skerða afhendingu rafmagns eftir sprengingu í tengivirki á Nesjavöllum Sprenging varð í tengivirki Landsnets á Nesjavöllum rétt fyrir klukkan sex í morgun með þeim afleiðingum að þremur af fjórum aflvélum Nesjavallavirkjunar sló út. 28. janúar 2022 09:58