Orkulaus orkuskipti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. janúar 2022 09:02 Stærsta verkefni samfélagsins næstu ára er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ein af meginforsendum þess er að tryggja framgang orkuskipta í landi grænnar orku. Það er því ekki úr vegi að við stöldrum við þau mörk sem liggja milli ábyrgrar náttúrunýtingar og sjálfbærrar þróunar. Ísland hefur sett metnaðarfullt markmið um jarðefnaeldsneytisleysi 2040. Viðreisn hefur verið nokkuð sátt við það markmið. Hvernig ríkisstjórnin ætlar sér að ná því markmiði er hins vegar óljóst og engin trúverðug áætlun hefur fylgt fallegum loforðum. Ágreiningur okkar við ríkisstjórnina í loftslagsmálum felst fyrst og fremst í því að hljóð og mynd hafa ekki farið saman. Það hefur vantað samhengi milli orða og athafna. Bara falleg orð? Fyrirheit um orkuskipti verða bara falleg orð ef ekki er sagt hvernig tryggja skuli framboð og afhendingu raforku. Við þurfum meiri orku ef við ætlum á annað borð að fara af krafti í hröð orkuskipti. Til viðbótar þarf orku fyrirfjölgun hátæknifyrirtækja, aukið fiskeldi á landi og stórfellda grænmetisræktun. Það er heldur ekki trúverðug, vænleg eða djörf framtíðarsýn að krossa fingur og vona að mikilvægur iðnaður flýi úr landi til að hægt sé að fara í orkuskipti. Það er því ljóst að auka þarf raforkuvinnslu í landinu og forgangsraða henni í þágu orkuskipta og grænnar atvinnuuppbyggingar. Allt síðasta kjörtímabil sátu orkumálaráðherra og umhverfisráðherra með hendur í skauti. Það var engin hreyfing, algjör kyrrstaða. Fyrir vikið höfum við tapað dýrmætum tíma í baráttunni fyrir umbótum og raunverulegum árangri í loftslagsmálum. Kyrrstaðan stafaði ekki af skorti á undirbúningi, ekki af skorti á skýrslum eða þekkingu og ekki á skorti á tölfræðilegum gögnum. Öll vissu hvað þurfti að gera. Ástæðan fyrir athafnaleysinu var pólitískt samkomulag stjórnarflokkanna um kyrrstöðu. Störukeppni stjórnarflokkanna hefur verið dýrkeypt. Tapaður tími sem vinna þarf upp Fyrir vikið þurfum við að fara fram með miklu meiri krafti nú. Það er enginn vegur fyrir stjórnarflokkana að halda kyrrstöðupólitíkinni áfram í orkumálum, hvort sem þeim líkar það betur eða verr. Við þurfum að vinna upp tapaðan tíma. Orkuskorturinn og slæmt ástand flutningskerfis raforku kemur reyndar nýjum ráðherra orku-og loftslagsmála á óvart. Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi samfellt stjórnað orkumálum í níu ár. Á þeirra vakt hafa atvinnufyrirtæki á landsbyggðinni ekki getað gengið að nægilega áreiðanlegri orku og þurfa þess í stað að reiða sig á olíu. Heilu landssvæðin hafa þar að auki ekki aðgang að rafmagni sem svarar þörf heimila og fyrirtækja. Hvað þá þriggja fasa rafmagni. Við höfum einsett okkur að verða á næstu átján árum fyrsta þjóðin í heiminum sem losar sig að fullu við jarðefnaeldsneyti. Þetta er djarft markmið. En það er gerlegt að ná því. Vandinn er að við þurfum að tryggja raforkuna til að standa undir því markmiði. Líka ef við viljum tryggja raforkuöryggi landsmanna og fá til landsins græn og framsækin atvinnutækifæri. Ég hef þá trú að við getum náð markmiðunum um orkuskipti á settum tíma. En til þess þarf að setja vinnuvélarnar strax af stað. Það verður ekki hjá því komist að nýta þá virkjunarkosti sem sátt er um. Auðvitað á að flokka orkukosti með tilliti til áhrifa á náttúru, menningu og minjar, samfélag og efnahag og nýta þá raforku sem framleiða má á núverandi virkjanasvæðum. En það er líka óhjákvæmilegt að líta til þeirra nýtingakosta sem nú þegar eru á rammaáætlun. Ríkisstjórnin þarf að tryggja skynsamlega uppbyggingu nýrrar raforkuvinnslu og styrkingu flutningskerfisins. Mikilvægt er að tryggja að öll virkjunaráform fari í að tryggja orku í loftslagstengdar aðgerðir og raforkuöryggi. Orkuráðherrann hefur engan umþóttunartíma. Hann þarf nú þegar að taka af skarið og segja skýrt og skilmerkilega hvernig Ísland verður laust við jarðefnaeldsneyti fyrst allra landa og hvaðan orkan til þess mun koma. Frekari kyrrstaða ríkisstjórnarinnar er ekki í boði. Framtíðin kallar. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Orkumál Viðreisn Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Stærsta verkefni samfélagsins næstu ára er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ein af meginforsendum þess er að tryggja framgang orkuskipta í landi grænnar orku. Það er því ekki úr vegi að við stöldrum við þau mörk sem liggja milli ábyrgrar náttúrunýtingar og sjálfbærrar þróunar. Ísland hefur sett metnaðarfullt markmið um jarðefnaeldsneytisleysi 2040. Viðreisn hefur verið nokkuð sátt við það markmið. Hvernig ríkisstjórnin ætlar sér að ná því markmiði er hins vegar óljóst og engin trúverðug áætlun hefur fylgt fallegum loforðum. Ágreiningur okkar við ríkisstjórnina í loftslagsmálum felst fyrst og fremst í því að hljóð og mynd hafa ekki farið saman. Það hefur vantað samhengi milli orða og athafna. Bara falleg orð? Fyrirheit um orkuskipti verða bara falleg orð ef ekki er sagt hvernig tryggja skuli framboð og afhendingu raforku. Við þurfum meiri orku ef við ætlum á annað borð að fara af krafti í hröð orkuskipti. Til viðbótar þarf orku fyrirfjölgun hátæknifyrirtækja, aukið fiskeldi á landi og stórfellda grænmetisræktun. Það er heldur ekki trúverðug, vænleg eða djörf framtíðarsýn að krossa fingur og vona að mikilvægur iðnaður flýi úr landi til að hægt sé að fara í orkuskipti. Það er því ljóst að auka þarf raforkuvinnslu í landinu og forgangsraða henni í þágu orkuskipta og grænnar atvinnuuppbyggingar. Allt síðasta kjörtímabil sátu orkumálaráðherra og umhverfisráðherra með hendur í skauti. Það var engin hreyfing, algjör kyrrstaða. Fyrir vikið höfum við tapað dýrmætum tíma í baráttunni fyrir umbótum og raunverulegum árangri í loftslagsmálum. Kyrrstaðan stafaði ekki af skorti á undirbúningi, ekki af skorti á skýrslum eða þekkingu og ekki á skorti á tölfræðilegum gögnum. Öll vissu hvað þurfti að gera. Ástæðan fyrir athafnaleysinu var pólitískt samkomulag stjórnarflokkanna um kyrrstöðu. Störukeppni stjórnarflokkanna hefur verið dýrkeypt. Tapaður tími sem vinna þarf upp Fyrir vikið þurfum við að fara fram með miklu meiri krafti nú. Það er enginn vegur fyrir stjórnarflokkana að halda kyrrstöðupólitíkinni áfram í orkumálum, hvort sem þeim líkar það betur eða verr. Við þurfum að vinna upp tapaðan tíma. Orkuskorturinn og slæmt ástand flutningskerfis raforku kemur reyndar nýjum ráðherra orku-og loftslagsmála á óvart. Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi samfellt stjórnað orkumálum í níu ár. Á þeirra vakt hafa atvinnufyrirtæki á landsbyggðinni ekki getað gengið að nægilega áreiðanlegri orku og þurfa þess í stað að reiða sig á olíu. Heilu landssvæðin hafa þar að auki ekki aðgang að rafmagni sem svarar þörf heimila og fyrirtækja. Hvað þá þriggja fasa rafmagni. Við höfum einsett okkur að verða á næstu átján árum fyrsta þjóðin í heiminum sem losar sig að fullu við jarðefnaeldsneyti. Þetta er djarft markmið. En það er gerlegt að ná því. Vandinn er að við þurfum að tryggja raforkuna til að standa undir því markmiði. Líka ef við viljum tryggja raforkuöryggi landsmanna og fá til landsins græn og framsækin atvinnutækifæri. Ég hef þá trú að við getum náð markmiðunum um orkuskipti á settum tíma. En til þess þarf að setja vinnuvélarnar strax af stað. Það verður ekki hjá því komist að nýta þá virkjunarkosti sem sátt er um. Auðvitað á að flokka orkukosti með tilliti til áhrifa á náttúru, menningu og minjar, samfélag og efnahag og nýta þá raforku sem framleiða má á núverandi virkjanasvæðum. En það er líka óhjákvæmilegt að líta til þeirra nýtingakosta sem nú þegar eru á rammaáætlun. Ríkisstjórnin þarf að tryggja skynsamlega uppbyggingu nýrrar raforkuvinnslu og styrkingu flutningskerfisins. Mikilvægt er að tryggja að öll virkjunaráform fari í að tryggja orku í loftslagstengdar aðgerðir og raforkuöryggi. Orkuráðherrann hefur engan umþóttunartíma. Hann þarf nú þegar að taka af skarið og segja skýrt og skilmerkilega hvernig Ísland verður laust við jarðefnaeldsneyti fyrst allra landa og hvaðan orkan til þess mun koma. Frekari kyrrstaða ríkisstjórnarinnar er ekki í boði. Framtíðin kallar. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun