Óttast að ferðaþjónustunni blæði út Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. janúar 2022 00:01 Þórir Garðarsson stjórnarformaður hjá Grayline segir óvíst hvort aðilar í ferðaþjónustu ráði við að hafa starfsfólk í vinnu. Stöð 2 Stjórnendur í ferðaþjónustu segja hætt við að ferðaþjónustunni blæði út ef ekki verði gripið til ráðstafana. Vetrarmánuðirnir hafi verið erfiðir og hætta sé fyrir hendi að ferðaþjónustan verði of löskuð til að taka á móti ferðamönnum í sumar. Forsvarsmenn og stjórnendur tíu fyrirtækja í ferðaþjónustu sendu frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem þeir segja viðbúið að ráðist verði í uppsagnir. Stór hluti fyrirtækja hafi ekki nægar tekjur til að halda starfsfólki og hvað þá ráða inn fólk til að undirbúa komandi sumar. „Því er spáð að ferðamönnum muni fjölga töluvert frá því sem var í fyrra. Þeir muni sækja í að komast á milli staða, gista, skoða, fá leiðsögn, borða og drekka, lenda í ævintýrum, sigla o.s.frv. Viðbúið er að slík þjónusta verði ekki til staðar vegna þess að starfsfólk vantar,“ segir í yfirlýsingunni. Segja ráðningarstyrki bestu leiðina Fyrirtækin telja bestu leiðina að framlengja ráðningarstyrki með örlítið breyttu fyrirkomulagi og stinga upp á því að úrræðið verði framlengt í nokkra mánuði fyrir það starfsfólk sem hefur verið í vinnu á grundvelli ráðningarstyrkjanna. Þórir Garðarsson stjórnarformaður hjá Grayline var meðal þeirra aðila sem skrifuðu undir yfirlýsinguna. Hann ræddi við fréttastofu um málið í dag og segir nauðsynlegt að gripið verði til frekari ráðstafana. Þórir segir að bjart hafi verið yfir í haust og ferðaþjónustufyrirtæki hafi ráðið til sín fjölda starfsmanna. Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi svo sannarlega sett strik í reikninginn. „Það er alveg ljóst að núna í janúar og febrúar verður mun minna að gera en fyrirtæki gerðu ráð fyrir og þá kemur þessi spurning, hvort að fyrirtæki ráði við það, hvort þau eigi að fara að segja upp fólki eða ekki. Og það er það sem eiginlega allir stjórnendur vilja forðast; að segja upp starfsfólki, vegna þess að þá er ekki víst að við fáum þetta fólk aftur þegar við þurfum á því að halda,“ segir Þórir. Hann segir nauðsynlegt að tryggja ráðningarsamband, til dæmis með ráðningarstyrkjum, á meðan erfiðustu mánuðir í ferðaþjónustunni standi yfir. „Þetta er okkar auður í ferðaþjónustunni, það er hæft starfsfólk, og þetta er auðvitað fólkið sem hefur verið með okkur. Og það yrði sorglegt á síðustu metrunum ef fyrirtækin réðu ekki við það að hafa þetta fólk áfram í vinnu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Forsvarsmenn og stjórnendur tíu fyrirtækja í ferðaþjónustu sendu frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem þeir segja viðbúið að ráðist verði í uppsagnir. Stór hluti fyrirtækja hafi ekki nægar tekjur til að halda starfsfólki og hvað þá ráða inn fólk til að undirbúa komandi sumar. „Því er spáð að ferðamönnum muni fjölga töluvert frá því sem var í fyrra. Þeir muni sækja í að komast á milli staða, gista, skoða, fá leiðsögn, borða og drekka, lenda í ævintýrum, sigla o.s.frv. Viðbúið er að slík þjónusta verði ekki til staðar vegna þess að starfsfólk vantar,“ segir í yfirlýsingunni. Segja ráðningarstyrki bestu leiðina Fyrirtækin telja bestu leiðina að framlengja ráðningarstyrki með örlítið breyttu fyrirkomulagi og stinga upp á því að úrræðið verði framlengt í nokkra mánuði fyrir það starfsfólk sem hefur verið í vinnu á grundvelli ráðningarstyrkjanna. Þórir Garðarsson stjórnarformaður hjá Grayline var meðal þeirra aðila sem skrifuðu undir yfirlýsinguna. Hann ræddi við fréttastofu um málið í dag og segir nauðsynlegt að gripið verði til frekari ráðstafana. Þórir segir að bjart hafi verið yfir í haust og ferðaþjónustufyrirtæki hafi ráðið til sín fjölda starfsmanna. Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi svo sannarlega sett strik í reikninginn. „Það er alveg ljóst að núna í janúar og febrúar verður mun minna að gera en fyrirtæki gerðu ráð fyrir og þá kemur þessi spurning, hvort að fyrirtæki ráði við það, hvort þau eigi að fara að segja upp fólki eða ekki. Og það er það sem eiginlega allir stjórnendur vilja forðast; að segja upp starfsfólki, vegna þess að þá er ekki víst að við fáum þetta fólk aftur þegar við þurfum á því að halda,“ segir Þórir. Hann segir nauðsynlegt að tryggja ráðningarsamband, til dæmis með ráðningarstyrkjum, á meðan erfiðustu mánuðir í ferðaþjónustunni standi yfir. „Þetta er okkar auður í ferðaþjónustunni, það er hæft starfsfólk, og þetta er auðvitað fólkið sem hefur verið með okkur. Og það yrði sorglegt á síðustu metrunum ef fyrirtækin réðu ekki við það að hafa þetta fólk áfram í vinnu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira