Veður

Gul veðurviðvörun á vestanverðu landinu í dag

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Gul veðurviðvörun tekur gildi um klukkan tíu á öllu vestanverðu landinu.
Gul veðurviðvörun tekur gildi um klukkan tíu á öllu vestanverðu landinu. Veðurstofa Íslands

Gul veðurviðvörun er á öllu vestanverðu landinu í dag. Viðvörunin tekur víðast hvar gildi um klukkan tíu í dag og verður í gildi fram undir kvöld. 

Búast má við hvassviðri og dimmum éljum á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi Vestra. 

Víða verða slæm akstursskilyrði, einkum á fjallvegum, til dæmis á Öxnadalsheiði og Hellisheiði. Vindur er á bilinu 13 til 23 m/s. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×